Við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík hljóta nemendur fræðilega þekkingu en deildin sérhæfir sig jafnframt í öflugu samstarfi við atvinnulífið með verkefnum með fyrirtækjum og starfsnámi. Áhersla er á nýsköpun og námsframboðið býður upp á að blanda saman viðskiptafræði og tölvunarfræði eða lögfræði.
Grunnnám (BSc)
- Hagfræði
- Viðskiptafræði
- Viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein
- Viðskiptafræði með tölvunarfræði sem aukagrein
Meistaranám (MSc eða viðbótargráða)
- Fjármál fyrirtækja
- Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði
- Markaðsfræði
- Executive MBA
- Viðskiptafræði
- Reikningshald og endurskoðun
- Stjórnun í ferðaþjónustu
- Stjórnun nýsköpunar
- Upplýsingastjórnun
Ef þú ert með góða hugmynd þá er það einmitt þannig að viðskiptadeild HR leggur mikið upp úr nýsköpun og frumkvöðlahugsun. Nemendur sem koma til okkar fá þjálfun í því hjá leiðbeinendum og kennurum í fremstu röð, við að stofna fyrirtæki utan um slíkar hugmyndir.
Friðrik Már Baldursson, prófessor við viðskiptadeild og starfandi deildarforseti 2019-2020
Doktorsnám (PhD)
Fyrir nemendur sem vilja stunda fræðilegar rannsóknir á einu af sérsviðum deildarinnar. Doktorsnám við viðskiptadeild þjálfar nemendur í beitingu vísindalegra vinnubragða við öflun og miðlun nýrrar þekkingar.
Vottanir
Tvær námsbrautir við deildina eru alþjóðlega gæðavottaðar. Grunnnám í viðskiptafræði er með EFMD viðurkenningu og MBA-námið er með AMBA viðurkenningu.
Menntun ábyrgra stjórnenda
Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu PRME (Principles for Responsible Management Education) varðandi menntun ábyrgra stjórnenda. Þar með hefur deildin skuldbundið sig til að mennta nemendur í samfélagslegri ábyrgð og hvetja til þess að atvinnulífið stundi ábyrga viðskiptahætti. HR er jafnframt samstarfsaðili Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð.
Viðburðir
Engin grein fannst.
Fréttir

Dr. Aldís Guðný Sigurðardóttir nýr forstöðumaður MBA náms
Dr. Aldís Guðný Sigurðardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður MBA náms og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Aldís er sérfræðingur í samningatækni og hefur starfað undanfarin ár við Háskólann í Twente, Hollandi, þar sem hún hefur rannsakað hegðun samningamanna og kennt þau fræði sem og önnur viðskiptatengd fög. Í Twente hefur hún einnig þróað námslínu á meistarastigi í samningatækni og stýrt því námi.

Jón Þór Sturluson nýr forseti viðskiptadeildar HR
Dr. Jón Þór Sturluson hefur verið ráðinn deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Jón Þór útskrifaðist með doktorsgráðu í hagfræði frá Stockholm School of Economics árið 2003 með áherslu á atvinnuvega- og orkuhagfræði. Áður lauk hann B.Sc. og M.Sc. prófi frá Háskóla Íslands.

Svefn er grunnur góðrar heilsu
Dr. Erna Sif Arnardóttir leiðir Svefnbyltinguna sem er þverfaglegt og alþjóðlegt rannsókna- og þróunarverkefni þar sem leiðum til þess að mæla og skrá svefn og svefnraskanir er umbylt.