Námið
Rannsóknir
HR

Forritunarkeppni framhaldsskólanna

8. mars, 09:00 - 17:30
Háskólinn í Reykjavík - Sólin
Skrá í dagatal
Forritunarkeppni framhaldsskólanna verður haldin laugardaginn 8. mars í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri.

Háskólinn í Reykjavík hefur staðið fyrir Forritunarkeppni framhaldsskólanna í fjölmörg ár og hefur ásókn í keppnina aukist ár frá ári enda til mikils að vinna. Forritunarkeppni framhaldsskólanna er ekki eingöngu ætluð þeim sem hafa reynslu af forritun fyrir heldur er hún fyrir alla framhaldsskólanema, jafnt þá sem hafa lært forritun og aðra. Við hvetjum því alla til að koma og prófa. Keppninni er skipt í þrjár deildir, eftir erfiðleikastigi: alfa, beta og delta.

Dagskrá 2025

Laugardagur 8. mars

  • 9:00-10:00 Afhending keppnisgagna, uppsetning búnaðar og morgunmatur
  • 10:00-12:30 Liðin vinna að verkefnum keppninnar
  • 12:30-13:30 Hádegismatur
  • 13:30-16:00 Liðin vinna að verkefnum keppninnar
  • 16:15-16:30 Kynning á tölvunarfræðideild
  • 16:30-17:30 Úrslit og verðlaunaafhending

Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið personuvernd@ru.is.

Please note that at events hosted at Reykjavík University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on out ru.is or send an e-mail: personuverd@ru.is.

Fara efst