Hámörkun hálfleiksvenja til að bæta frammistöðu í liðsíþróttum
Mark Russell, prófessor við Leeds Trinity University, heldur opinn fyrirlestur við Háskólann í Reykjavík þann 9. des kl 11:30 í stofu V101.
Prófessor Mark Russell er afkastamikill rannsakandi og fjalla rannsóknir hans um viðfangsefni tengd næringu og hagnýtri þjálfunarlífeðlisfræði fyrir liðsíþróttir.
Hann hefur birt yfir 100 ritrýndar greinar og bókarkafla, haldið erindi á alþjóðlegum ráðstefnum og stýrt fjölmörgum rannsóknarverkefnum. Prófessor Russell leiðir nú rannsóknarþemað Enhancing Human Performance við Leeds Trinity University og hefur sérstakan áhuga á aðferðum til að bæta frammistöðu í liðsíþróttum.
Fjöldi liðsíþrótta sem byggja á lotubundinni leikjatíðni krefst þess að tveir samfelldir leiktímar (sem vara í um það bil 30–45 mínútur) séu aðskildir með 10–20 mínútna hálfleik. Í hálfleik er venjulega farið í búningsklefa, og leikmenn taka sér hvíld, andlega og líkamlega frá fyrri hálfleiknum, taka inn vökva og næringu, gera að meiðslum, fara yfir búnaðinn og fá leiðbeiningar og endurgjöf frá þjálfurum. Hins vegar benda rannsóknir til þess að upphaf seinni hálfleiks hafi aðra eiginleika en aðrir hlutar leiksins. Bæði líkamleg frammistaða (t.d. minni hámarksátök) og andleg geta eru oft verri í upphafi seinni hálfleiks en í þeim fyrri. Einnig má sjá aukningu í fjölda marka/stiga sem skoruð eru á alþjóðlegum mótum á tímabilinu 45–60 mínútum knattspyrnuleiks. Nýlegar rannsóknir benda á möguleg tengsl á breytinga á líkamshita sem eiga sér stað í hálfleik og hvernig þær breytingar hafa áhrif á viðbrögð líkamans við áreynslu í seinni hálfleik. Einnig hefur verið sýnt fram á að sú kyrrseta sem oft einkennir núverandi venjur í hálfleik tengist lífeðlisfræðilegum breytingum sem draga úr frammistöðu í seinni hálfleik og draga úr virkni kolvetna- og saltdrykkja til að viðhalda blóðsykri út allan leikinn. Hálfleikur býður því upp á tækifæri fyrir íþróttavísindamenn sem starfa innan liðsíþrótta til að hámarka frammistöðu í seinni hálfleik.
Prófessor Russell mun kynna yfirlit yfir aðferðir sem taldar eru gagnast íþróttamönnum í liðsíþróttum; sérstaklega áhrifaríkar aðferðir til að viðhalda líkamshita (þar á meðal óvirkar og virkar aðferðir) og breyttar vatns- og næringarvenjur. Einnig verður kynnt fræðilegt líkan um hvernig hægt er að beita þessum aðferðum á þann hátt sem styður við núverandi starfshætti.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og verður einnig streymt hér: https://vimeo.com/event/5514873
Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið personuvernd@ru.is.
Please note that at events hosted at Reykjavík University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on out ru.is or send an e-mail: personuverd@ru.is.