Námið
Rannsóknir
HR
15. febrúar, 14:30 - 16:30
Háskólinn í Reykjavík - Stofa V101
Skrá í dagatal

Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og VIRK Starfsendurhæfingarsjóður bjóða upp á opna málstofu um kulnun og staðreyndir og mýtur hvað málefnið varðar. Dr. Wilmar Schaufeli heldur erindi og einnig verða verkefnastjórar frá VIRK með erindi þar sem þær bregða ljósi á stöðuna á Íslandi hvað varðar algengi kulnunar á vinnumarkaði, en könnun um málefnið var lögð fyrir haustið 2023 og var samstarfsverkefni VIRK og HR. Boðið verður upp á pallborðsumræður.

Málstofan fer fram í stofu V101 í HR, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 14:30 - 16:30.

Athugið að vegna mikillar þátttöku hefur verið lokað fyrir skráningu en hægt verður að fylgjast með á zoom: https://eu01web.zoom.us/j/65685093384 

Kulnun: Staðreyndir og mýtur
Erindi dr. Wilmars Schaufeli


Allt frá því að nútímahugtakið kulnun kom fram á 8. áratug síðustu aldar hefur það vakið talsverða athygli, bæði meðal vísindafólks og fagfólks. Þá hafa frá þeim tíma verið birtar yfir 100.000 greinar um efnið og því mikilvægt að geta greint hismið frá kjarnanum. Til þess að það sé mögulegt ber að skoða sex atriði:

(1) hugtakið kulnun;
(2) mat á kulnun;
(3) tíðni kulnunar;
(4) líffræðilegur grunnur kulnunar;
(5) kulnun á vinnustað;
(6) inngrip til að koma í veg fyrir og berjast gegn kulnun.

Þegar þessi atriði eru skoðuð er niðurstaðan sú að hugtakið kulnun er notað á óljósan hátt og getur haft ólíka þýðingu meðal fagfólks í heilbrigðiskerfinu þ.e. meðal lækna og sálfræðinga.

Wilmar Schaufeli er prófessor emeritus í vinnu- og skipulagssálfræði við Utrecht háskóla í Hollandi og auk þess virtur rannsóknarprófessor við KU Leuven í Belgíu. Dr. Schaufeli er einn fremsti vísindamaðurinn á sínu sviði og er vinnusálfræði hans aðalrannsóknarsvið. Hann er félagi í European Academy of Occupational Health Psychology, löggiltur vinnustaðasálfræðingur og starfar einnig í hlutastarfi sem skipulagsráðgjafi.
Persónuleg vefsíða: www.wilmarschaufeli.nl

Algengi kulnunar á íslenskum vinnumarkaði

Berglind Stefánsdóttir og Guðrún Rakel Eiríksdóttir sálfræðingar og verkefnastjórar hjá VIRK hafa frá 2020 unnið að rannsóknar- og þróunarverkefni um kulnun og stýra þær í dag Þekkingarsetri VIRK um kulnun í starfi. Einnig eru þær í doktorsnámi við sálfræðideild HR.

Haustið 2023 var framkvæmd könnun á algengi kulnunar á vinnumarkaði á Íslandi. Var það samstarfsverkefni Þekkingarseturs VIRK og sálfræðideildar HR. Í innleggi Berglindar og Guðrúnar verður fjallað um þær niðurstöður.

Pallborðsumræður

Berglind Stefánsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri VIRK
Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri VIRK
Margrét Ólafía Tómasdóttir, yfirlæknir á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu

Fundarstjóri: Linda Bára Lýðsdóttir, lektor og forstöðumaður Msc náms í klínískri sálfræði við HR

Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið personuvernd@ru.is.

Please note that at events hosted at Reykjavík University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on out ru.is or send an e-mail: personuverd@ru.is.

Fara efst