Samfélagsmiðlar, tölvuleikir og líðan
Hvað vitum við og hvað getum við gert?
Sálfræðideild HR setur á laggirnar árlega málstofu til að miðla þekkingu og rannsóknum á áskorunum sem eru efst á baugi í samfélaginu. Í fyrstu málstofunni þann 20. febrúar næstkomandi verður tekið fyrir málefnið; Samfélagsmiðlar, tölvuleikir og líðan: Hvað vitum við og hvað getum við gert?”.
Á þessari málstofu munu erlendir og innlendir fyrirlesarar fjalla um rannsóknir á þessu sviði sem og hagnýt ráð varðandi samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun hjá börnum, unglingum og fullorðnum.
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, opnar málþingið og fundarstjóri er Kamilla Rún Jóhannsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík.
Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið personuvernd@ru.is.
Please note that at events hosted at Reykjavík University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on out ru.is or send an e-mail: personuverd@ru.is.