Námið
Rannsóknir
HR

Vinnustofa: Digital Identity Management Workshop

6. ágúst, 09:00 - 15:00
Háskólinn í Reykjavík - Stofa M208
Skrá í dagatal

The Digital Identity Management Workshop fer fram í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 6. ágúst 2025, frá kl. 9:00 til 15:00 í stofu M208. Vinnustofan er ætluð og opin nemendum í tölvunarfræði, fræðimönnum og fagaðilum sem hafa áhuga á stýringu stafrænna auðkenna.

Aðalfyrirlesari er Michael J. Fischer, prófessor í tölvunarfræði við Yale-háskóla, og ber yfirskrift erindis hans "Impossibility of Asynchronous Distributed Consensus (FLP) – a retrospective".
Stýring stafrænna auðkenna er lykilatriði í að draga úr hættu á gagnaleka og netógnum, auk þess að styrkja reglufylgni og auka skilvirkni ferla – en er í framkvæmd afar flókið viðfangsefni, sérstaklega í stórum kerfum.

Á dagskrá eru fjölbreytt erindi, ásamt pallborðsumræðum eftir hádegi þar sem meðal annars verður fjallað um netkerfismælikvarða (e. information network scaling) og samhljóðaferla (distributed consensus), áskoranir við innleiðingu stafrænnar auðkenningartækni og hvernig málum er háttað á Íslandi.

Skráning á viðburðinn er nauðsynleg og frestur til þess er til og með 29. júlí 2025.
Dagskrá og skráning fer fram hér.

Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið personuvernd@ru.is.

Please note that at events hosted at Reykjavík University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on out ru.is or send an e-mail: personuverd@ru.is.

Fara efst