Íþróttasálfræði
Hvað læri ég?
Örnám í íþróttasálfræði er einstakt hér á landi og felst í sérhæfingu í að nota gagnreyndar aðferðir íþróttasálfræðinnar til að aðstoða íþróttafólk við að hámarka árangur sinn og vellíðan á æfingum og í keppni. Einnig er fjallað um hvernig nota megi aðferðir iþróttasálfræðinnar á öðrum sviðum þar sem frammistaða skiptir máli.
Námið er samsett úr námskeiðum sem fjalla um íþróttavísíndi og íþróttasálfræði. Fjallað verður um íþróttasálfræðilegt mat, hönnun íhlutunar, tengsl geðheilbrigðis og frammistöðu svo eitthvað sé nefnt.
Námið er rannsóknatengt, fræðilegt og hagnýtt.
Námið er á meistarastigi og er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og samanstendur af þremur 10 eininga námskeiðum í íþróttasálfræði. Mögulegt er að fá námskeiðin metin upp í meistaragráðu í íþróttavísindum með áherslu á íþróttasálfræði.
Námið hentar sérstaklega:
- Sálfræðimenntuðum sem vinna með íþróttafólki á öllum stigum og foreldrum ungs íþróttafólks
- Sálfræðingum sem vilja bæta við sig sérþekkingu og tengja saman klíníska og frammistöðusálfræði
- Næringafræðingum og sjúkraþjálfurum sem vinna mikið með íþróttafólki
- Þjálfurum og íþróttafræðingum sem vilja bæta við sig sérþekkingu á íþróttasálfræði til að efla sig í starfi
- Þeim sem vilja nýta sér sveigjanlegt og lotubundið nám sem hægt er að taka samhliða vinnu
Námskeiðin sem nemendur taka:
- Sálræn þjálfun - haust
- Hagnýt íþróttasálfræði fyrir mismunandi hópa - vor
- Klínísk íþróttasálfræði - vor
Helstu upplýsingar um námið
- Hvenær byrjar námið? Hægt er að hefja nám að hausti eða vori.
- Hvernig er skipulagið? Kennt í lotum, fimm vikur + eina vika í verkefnavinnu. Að öllu jöfnu er kennt þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag frá kl. 12.40. – 15.10.
- Fyrsti kúrsin byrjar er í upphafi annar og er í 6 vikur. Svo kemur hlé. Fyrsti kúrs á vorönn byrjar í upphafi annar og er í 6 vikur. Svo koma c.a. 6 vikur í hlé og svo byrjar þriðji kúrsinn og er í 6 vikur.
- Hvað kostar námið? 317.000 kr.

Hvernig læri ég?
Námskeiðin eru kennd í sex vikna lotum. Nemendur fá tækifæri til að vinna verkefni í öllum námskeiðum sem tengjast þeirra áhugasviði.
Framúrskarandi innlendir og erlendir fræðimenn
Erlendir fræðimenn sem eru framarlega í heiminum á sviði íþróttasálfræði koma og miðla af þekkingu sinni og reynslu til nemenda.
Námið er samsett úr námskeiðum sem fjalla um íþróttavísíndi og íþróttasálfræði. Fjallað verður um íþróttasálfræðilegt mat, hönnun íhlutunar, tengsl geðheilbrigðis og frammistöðu svo eitthvað sé nefnt.

Ertu með spurningar um námið?
Að námi loknu
Námið veitir:
- Hagnýta þekkingu sem nýtist í vinnu með íþróttafólki
- Þekkingu á heildrænni nálgun í íþróttaumhverfi
- Innsýn í tengsl geðheilbrigðis og árangurs
- Verkfæri til íhlutunar og sálfræðilegs mats í íþróttaumhverfi
- Þekkingu á því hvernig nýta megi íþróttasálfræði í vinnu með fjölbreyttum hópum t.a.m. lögreglufólki, listafólk og slökkviliðsfólki
Skipulag náms
Námið er eins árs, 30 ECTS nám.
Kennarar
Vísindamenn og sérfræðingar
Nemendur í íþróttafræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna á fagsviðinu og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.
Aðstaða
Kennsla fer fram á netinu, í háskólabyggingu HR og á líkamsræktarstöð. Þá hefur íþróttafræðideild til umráða glæsilega aðstöðu til kennslu og rannsókna. Þar er m.a. að finna:
- Hlaupabretti, róðrarvél og Wingate hjól og Atom X Wattbike til að meta úthald
- Tæki til að mæla hámarkssúrefnisupptöku og mjólkursýruframleiðslu
- Lyftingarekka, stangir, lóðaplötur, handlóð, ketilbjöllur, TRX bönd, teygjur og æfingabolta
- Tanita mælitæki til að mæla líkamssamsetningu, fitufrían massa, hlutfall fitumassa og grunn orkuþörf
- Ýmiskonar mælitæki til að nota á vettvangi, s.s tímahlið, stökkmottur, gripstyrktarmæli, FMS hreyfifærni próf
- Átaksmæli frá Kinvent
Kennslustofur og lesherbergi
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá frekari upplýsingar um aðstöðuna í HR.
Góð þjónusta
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.
Verslanir og kaffihús
Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala
Af hverju íþróttafræði í HR?
- Öflugt verknám
- Möguleg sérhæfing miðað við áhugasvið
- Framúrskarandi aðstaða
- Gott aðgengi að kennurum
- Samheldinn hópur nemenda
- Góð blanda af verklegu og bóklegu námi




















