Námið
Rannsóknir
HR
Lagadeild

Lögfræði

Námstími
3 ár
Einingar
180 ECTS
Prófgráða
BA
Skiptinám mögulegt
Nei
Fjarnám mögulegt
Nei

Hvað læri ég?

Aðaleinkenni laganáms við HR er hversu verkefnatengt það er. Nemendur læra að tileinka sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð til að leysa úr álitaefnum með rökstuddum hætti.

Lögfræði er í heildina fimm ára nám. Fyrst lýkur nemandi þriggja ára grunnnámi og að því loknu tveggja ára meistaranámi.

Lögfræðinámið er fjölbreytt og nemendur hafa umtalsvert val til að haga því eftir áhugasviði. Á þriðja ári gefst nemendum kostur á að velja tvö valnámskeið úr meistaranámi lagadeildar. Enn fremur geta þeir valið námskeið á öðrum fræðasviðum innan HR eða annarra háskóladeilda hér á landi.

Hvernig læri ég?

Verkefnatengt nám

Nemendur öðlast traustan, fræðilegan grunn en eru líka virkjaðir til þátttöku í náminu eins mikið og kostur er. Í náminu er beitt fjölbreyttum kennsluaðferðum og nemendur ljúka málflutningsnámskeiði og taka þátt í nýsköpunarnámskeiði, svo dæmi séu tekin.

Ekki bara próf 

Árangur nemenda er metinn með ýmsum hætti og ekki eingöngu með prófum. Miðanna- og lokapróf í BA-náminu gilda að hámarki 60% af heildarnámsmati í einstökum námskeiðum.

Dæmatímar

Nemendur á fyrsta ári geta tekið þátt í dæmatímum þar sem meistaranemar aðstoða þá og þjálfa til að efla skilning og fræðilega þekkingu þeirra á efninu.

Smærri hópar í kennslu

Kennslan fer fram í smærri hópum og minni áhersla er á fyrirlestra. Nemendur fá vandaða endurgjöf. Kennarar hvetja til umræðu og þjálfa nemendur með því að láta þá fást við raunhæf verkefni í tímum.

Val á þriðja ári

Á þriðja ári stendur nemendum til boða að skrifa 15 ECTS BA ritgerð, ljúka tveimur valnámskeiðum úr meistaranámi lagadeildar eða námskeiðum á öðrum fræðasviðum innan HR eða annarra háskóla hér á landi.

Námsferð til Brussel

Nemendum í námskeiðinu Evrópuréttur stendur til boða að fara til Brussel þar sem þeir kynnast starfsemi Evrópusambandsins með heimsóknum til meðal annars EFTA, framkvæmdastjórnarinnar, ráðherraráðsins og á lögmannsstofur. 

Starfsnám í meistaranámi

Starfsnám er ekki í boði í BA-námi en hægt er að sækja um starfsnám í meistaranáminu.

Að námi loknu

Út í atvinnulífið

Lögfræði er í heildina fimm ára nám. Fyrst lýkur nemandi þriggja ára grunnnámi og að því loknu tveggja ára meistaranámi. Fullnaðarpróf í lögfræði, með því að ljúka meistaranáminu, er forsenda fyrir því að hægt sé að afla sér málflutningsréttinda.

Að loknu BA-námi eiga nemendur að geta:
  • Beitt gagnrýnum fræðilegum vinnubrögðum og siðferðilegri dómgreind við úrlausn verkefna.
  • Túlkað og kynnt lögfræðileg atriði og niðurstöður.
  • Sett sér markmið og fylgt verkáætlunum.
  • Tekið virkan þátt í samstarfi og leitt verkhópa.
  • Beitt þekkingu sinni og þjálfun til lögfræðistarfa og til þess að hefja ML-nám.
Áframhaldandi nám & fullnaðarpróf í lögfræði

Þeir sem ljúka meistaranámi við lagadeild að undangengnu grunnnámi í lögfræði og a.m.k. 240 einingum í lögfræðigreinum hafa lokið fullnaðarprófi í lögfræði. Þar með uppfylla nemendur almenn menntunarskilyrði til að starfa sem lögfræðingar eða til að afla sér málflutningsréttinda.

Starfsvettvangur lögfræðinga

Störf lögfræðinga eru mjög fjölbreytt; þeir starfa til dæmis á lögmannsstofum, hjá Alþingi og dómstólum, ráðuneytum, embætti ríkislögreglustjóra, alþjóðastofnunum, skatta- og tollayfirvöldum, hjá fjármálafyrirtækjum, þjónustufyrirtækjum, nýsköpunarfyrirtækjum og útflutningsfyrirtækjum, svo dæmi séu nefnd.

Ert þú með spurningar um námið?

Skipulag náms

Til að ljúka BA í lögfræði þarf að ljúka 180 ECTS einingum:

  • Kjarni 165 ECTS
  • Valnámskeið 15 ECTS

Nemendum gefst kostur á að velja tvær kjörgreinar úr meistaranámi við lagadeild eða skrifa BA-ritgerð sem er 15 einingar.

Haust
Aðferðafræði I – réttarheimildir og lögskýringar
L-101-ADF1 / 8 ECTS
Fjármunaréttur I – Samningaréttur og inngangur að almennum hluta kröfuréttar
L-115-FJM1 / 8 ECTS
Stjórnskipunarréttur
L-102-STSR / 8 ECTS
Úrlausn lögfræðilegra álitaefna
L-106-ÚRÁL / 6 ECTS
Vor
Félagaréttur
L-202-FELA / 8 ECTS
Fjármunaréttur II – Kröfuréttur II
L-205-FJA2 / 8 ECTS
Stjórnsýsluréttur
L-401-STJR / 8 ECTS
Fjölskyldu- og erfðaréttur
L-505-FJER / 6 ECTS

Þriggja vikna námskeið í lögfræði

Fjölskyldu- og erfðaréttur
Fjármunaréttur V
Hugverkaréttur

Aðstaða

Málflutningur í dómsal

Lagadeild hefur til umráða fullbúinn dómsal sem hannaður er frá grunni og innréttaður sem slíkur. Stofan þjónar m.a. þeim tilgangi að þjálfa nemendur í störfum dómara og lögmanna. Í dómsalnum er fullkominn tölvubúnaður, hljóðkerfi og fjórar tökuvélar sem taka upp hljóð og mynd.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá frekari upplýsingar um aðstöðuna í HR.  

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Kennarar

Gunnar Þór Pétursson
Deildarforseti
Sérsvið: Evrópuréttur, evrópskur stjórnskipunarréttur, mannréttindi, stjórnsýsluréttur, lyfjaréttur og réttarheimspeki

LinkedIn
Andri Fannar Bergþórsson
Dósent
Sérsvið: Verðbréfamarkaðsréttur, félagaréttur og fjármálamarkaðsréttur

LinkedIn/Researchgate
Arnljótur Ástvaldsson
Lektor
Sérsvið: Félagaréttur og Evrópuréttur

LinkedIn/Researchgate
Elín Ósk Helgadóttir
Háskólakennari
Sérsvið: Stjórnskipunarréttur, stjórnsýsluréttur, upplýsingaréttur og opinber starfsmannaréttur
Guðmundur Sigurðsson
Prófessor
Sérsvið: Bótaréttur, sjó- og flutningaréttur
Hafsteinn Dan Kristjánsson
Prófessor
Sérsvið: Stjórnsýsluréttur, stjórnskipunarréttur, mannréttindi, aðferðafræði og réttarheimspeki

LinkedIn
Halldóra Þorsteinsdóttir
Dósent
Sérsvið: Fjölmiðlaréttur, Neytendaréttur, Réttarfar, Fjármunaréttur og Mannréttindi.
Heimir Örn Herbertsson
Sérfræðingur og formaður námsráðs
Sérsvið: Einkamálaréttarfar, málflutningur, samkeppnisréttur og fjarskiptaréttur
Helga Kristín Auðunsdóttir
Lektor
Sérsvið: Stjórnarhættir, félagaréttur, sjálfbærni og réttarumhverfi fjármálafyrirtækja

LinkedIn
Eiríkur Elís Þorláksson
Dósent
Sérsvið: Réttarfar og fjármunaréttur
Margrét Einarsdóttir
Prófessor, forstöðumaður doktorsnáms og formaður rannsóknarráðs
Sérsvið: Evrópuréttur og stjórnsýsluréttur.
Sindri M Stephensen
Dósent
Sérsvið: Stjórnsýsluréttur, einkamála- og sakamálaréttarfar, skattaréttur, vinnuréttur, persónuvernd, evrópuréttur, fjármunaréttur og almenn lögfræði

LinkedIn
Snjólaug Árnadóttir
Dósent
Sérsvið: Þjóðaréttur, hafréttur, alþjóðlegur umhverfisréttur og loftlagsréttur

LinkedIn/Researchgate/Orcid
Svala Ísfeld Ólafsdóttir
Dósent
Sérsvið: Refsiréttur
Þóra Hallgrímsdóttir
Háskólakennari
Sérsvið: Skaðabótaréttur, vátryggingaréttur og samningaréttur

LinkedIn
Þórdís Ingadóttir
Prófessor og forstöðumaður Alþjóða og Evrópuréttastofnun HR
Sérsvið: Alþjóðalög, alþjóðlegur refsiréttur, mannréttindi, alþjóðadómstólar, tengsl landsréttar og alþjóðalaga

LinkedIn/Orcid.org
Stundakennarar

Af hverju lögfræði í HR?

  • Verkefnatengt laganám, með þjálfun í lausn raunhæfra verkefna.
  • Góður fræðilegur grunnur með öflugum kennurum.
  • Námsmat er fjölbreytt: miðanna- og lokapróf í grunnnámi gilda að hámarki 60%
    af heildarnámsmati í einstökum námskeiðum og 50% í meistaranámi.
  • Í BA-náminu er að meðaltali kennt í um 60 manna hópum.
  • Í ML-náminu er kennt í hópum með að meðtali færri en 20 nemendum.
Fara efst