Námið
Rannsóknir
HR
Námstími
3 ár
Einingar
180 ECTS
Prófgráða
BSc
Skiptinám mögulegt
Fjarnám mögulegt
Nei

Hvað læri ég?

Hagfræði fjallar um þau lögmál og krafta sem móta efnahagsstarfsemi og hafa áhrif á allt frá ákvörðunum einstaklinga til alþjóðlegra markaða. Með skilningi á þessum lögmálum má útskýra hvernig auðlindum er úthlutað, hvernig fyrirtæki dafna og hvernig efnahagsstefna hefur áhrif á fjárhagslega velferð samfélagsins.

Tvær námsleiðir eru í boði:
  • BSc-nám í hagfræði og fjármálum
  • BSc-nám í hagfræði og stjórnun

Nám í hagfræði og fjármálum leggur meiri áherslu á fjármálatengd fög og veitir nemendum sterkan grunn í fjárfestingagreiningu, áhættustýringu, fjármálum fyrirtækja og fjármálamörkuðum. Nemendur taka fleiri námskeið á sviði fjármála og valfög þeirra eru bundin við þetta svið.

Aftur á móti beinist nám í hagfræði og stjórnun að forystu, skipulagsstefnu og rekstri fyrirtækja. Nemendur á þessari námsleið taka fleiri stjórnunartengd námskeið og öðlast færni í ákvarðanatöku, stjórnun og rekstrarstjórnun. Valfög þeirra eru ekki bundin við eitt tiltekið svið.

Báðar námsleiðir veita traustan grunn í hagfræði, en lykilmunurinn felst í því hvort nemendur vilja sérhæfa sig frekar í fjármálum eða stjórnun.

Hver er munurinn á viðskiptafræði og hagfræði?

Hagfræði fjallar um hvernig takmarkaðar auðlindir eru nýttar á einstaklings-, fyrirtækja- og samfélagsstigi. Hagfræði rannsakar framleiðslu, neyslu og afleiðingar efnahagslegra ákvarðana við ólíkar aðstæður og leggur grunn að stefnumótun og aðgerðum sem hafa áhrif á markaði og efnahagsvöxt.

Viðskiptafræði beitir hins vegar hagfræðilegum kenningum í starfsemi fyrirtækja og skipulagsheilda. Viðskiptafræði fjallar um hvernig fyrirtæki starfa, taka stefnumótandi ákvarðanir og keppa á mörkuðum. Námið spannar svið eins og stjórnun, fjármál og markaðsfræði, með áherslu á að hámarka skilvirkni, arðsemi og sjálfbærni í samkeppnisumhverfi.

Hvernig læri ég?

Hópavinna og þverfagleiki

Kennslan byggir meðal annars á samspili fræðilegra og hagnýtra verkefna. Nemendur vinna í hópum, efla samskiptahæfni og þátttöku í þverfaglegu samstarfi. Í náminu er umtalsverð tenging við viðskiptafræði sem eykur þverfagleika og fjölbreytni námsins. 

Hluti náms á ensku

Öll kennsla á þriðja ári er á ensku, auk nokkurra námskeiða utan þess. Nemendur eru því undirbúnir fyrir framhaldsnám og störf í alþjóðlegu umhverfi.

Að námi loknu

Út í atvinnulífið

Hagfræðingar starfa á ólíkum sviðum á breiðum vettvangi svo sem í fjármálageiranum, hjá hinu opinbera eða í rekstri og stjórnun fyrirtækja.

Áframhaldandi nám

Að loknu grunnnámi geta nemendur lokið meistaranámi og þannig sérhæft sig enn frekar.

Ertu með spurningar um námið?

Elín Helga Lárusdóttir
Forstöðukona BSc-náms við viðskipta- og hagfræðideild
Saga Ýr Kjartansdóttir
Verkefnastjóri BSc-náms í viðskipta- og hagfræði

Kennararnir gáfu manni tól til að geta leyst hin ýmsu verkefni sem þyngdust hægt og rólega yfir skólaárið. Það er mikil áhersla lögð á hópaverkefni og að geta unnið vel með ólíku fólki með allskonar þekkingu af vinnumarkaðnum.

Thelma Katrín Óskarsdóttir
BSc í hagfræði

Það sem hefur komið mér helst á óvart er hversu mörg tækifæri maður getur fengið út frá náminu. Til að mynda fór ég í starfsnám í áhættustýringu hjá Íslandsbanka sem ég hafði alls ekki búist við að fá að gera þegar ég skráði mig í námið.

Sigurður Örn Alfonsson
BSc í hagfræði

Skipulag náms

Tvær námsleiðir eru í boði - sjá skipulag náms hér fyrir neðan.

  • BSc-nám í hagfræði og fjármálum
  • BSc-nám í hagfræði og stjórnun

Að jafnaði eru tekin fimm námskeið (30 ECTS) á hverri önn og telst það fullt nám. Fjögur námskeið eru kennd í 12 vikur og síðan er prófað úr þeim. Að prófum loknum taka við þriggja vikna námskeið þar sem námsefnið er sett í hagnýtt samhengi með verkefnavinnu, hópavinnu og/eða samstarfi við fyrirtæki.

Ath að í BSc-námi í hagfræði og fjármálum (þau sem hefja nám frá og með haustönn 2025) þurfa að velja á vorönn á öðru og þriðja ári í stýrðu vali á milli:

  • Fjármálamarkaðir - V-304-FMAR
  • Eignastýring - V-601-EIGN
  • Atferlishagfræði - V-622-BEEC
  • Starfsnám - V-667-STNA
  • Fjármálakeppni Rotman í Toronto - V-505-ROTM
Velgengni í námi og starfi

Hluti af grunnnámi í viðskipta- og hagfræði eru sex 1 ECTS eininga námskeið sem bera yfirskriftina Velgengni í námi og starfi (Personal development). Námskeiðin bera heitin; Lífið í háskóla, Velsæld, Leiðtogahæfni og skilvirk teymi, Gagnrýn hugsun, Framkoma og mælskulist og Starfsframi. Markmið námskeiðannna er að byggja nemendur upp enn frekar fyrir atvinnulíf og frekara nám. Á útskriftarönn taka nemendur því einu námskeiði færra (24 ECTS) og hafa meira svigrúm til að einbeita sér að lokaverkefni.

Haust
Þjóðhagfræði
V-103-THAG / 6 ECTS
Hagnýt stærðfræði I
V-104-STÆR / 6 ECTS
Reikningshald
V-108-REHA / 6 ECTS
Markaðsfræði I
V-105-MAR1 / 6 ECTS
Aðferðafræði
V-502-ADFR / 6 ECTS
Velgengni í námi og starfi – Lífið í háskóla
V-100-LIFU / 1 ECTS
Vor
Rekstrarhagfræði I
V-201-RHAG / 6 ECTS
Hagnýt tölfræði I
V-303-TOL1 / 6 ECTS
Stærðfræði II
V-204-MAII / 6 ECTS
Rekstrargreining
V-202-REGR / 6 ECTS
Sjálfbærni og siðfræði
V-615-SIÐF / 6 ECTS
Velgengni í námi og starfi – Velsæld
V-200-VELS / 1 ECTS

Þriggja vikna námskeið

Aðferðarfræði
Nýsköpun og stofnun fyrirtækja
Sjálfbærni og siðfræði
Hagnýtt verkefni í hagfræði
Virðismat / Mannauðsstjórnun
Námstími
3 ár
Einingar
180 ECTS
Prófgráða
BSc
Skiptinám mögulegt
Fjarnám mögulegt
Nei
BSc-nám við viðskiptadeild HR sker sig úr frá sambærilegu námi hér á landi. Það hefur alþjóðlega vottun (EFMD) sem staðfestir gæði þess.

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Kennsla fer fram á netinu og í háskólabyggingu HR.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn.

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Af hverju hagfræði í HR?

  • Öflug tenging við atvinnulífið og sprotastarfsemi. Nám í HR býður upp á öflug og ört vaxandi tengsl við atvinnulífið og nýsköpunargeirann. Þetta endurspeglast meðal annars í síkviku samstarfi við fyrirtæki, þverfaglegum áherslum í námsefni, og í raunhæfum verkefnum.
  • Alþjóðleg vottun. Grunnnám við viðskipta- og hagfræðideild HR nýtur þeirrar sérstöðu hér á landi að hafa alþjóðlega EFMD vottun, sem staðfestir gæði námsins.
  • Hagnýtur undirbúningur fyrir atvinnulífið. Kennslan byggir meðal annars á samspili fræðilegra og hagnýtra verkefna og byggt á þeirri sterku hefð HR að þjálfa nemendur í hópavinnu, efla samskiptahæfni og þátttöku í þverfaglegu samstarfi.
  • Fjölbreyttir möguleikar að námi loknu. Hagfræðingar eru vel undirbúnir til starfa í fjármálageiranum, í stjórnsýslu og við rannsóknir á sviði efnahagsmála. Þá hafa hagfræðingar afburða grunn fyrir rekstur og stjórnun fyrirtækja.
  • Þjálfun fyrir störf á alþjóðlegum vettvangi. Á þriðja ári fer öll kennsla fram á ensku, auk nokkurra námskeiða utan þess. Þetta er gert til þess að undirbúa nemendur sem best fyrir framhaldsnám og störf í alþjóðlegu umhverfi.
  • Skiptinám. Nemendur í hagfræði eru hvattir til að nýta sér þau alþjóðlegu tækifæri sem bjóðast á meðan þeir eru í námi. Reynsla af skiptinámi erlendis eykur virði háskólagráðunnar og hefur jákvæð áhrif á atvinnuhorfur að námi loknu.
  • Starfsnám. Nemendur í hagfræði eru einnig hvattir til að velja starfsnám sem valfag á þriðja ári. Viðskipta- og hagfræðideild aðstoðar nemendur við að komast að í starfsnám.
Fara efst