Námið
Rannsóknir
HR

Inntökuskilyrði

Umsækjendur eru hvattir til að gera grein fyrir öllu því sem þeir telja að geta orðið umsókn sinni til framdráttar.

Grunnnám - BSc og BA

Almenn inntökuskilyrði
  • Stúdentspróf eða annað lokapróf á þriðja hæfniþrepi (td. frá Háskólagrunni HR) eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Við mat á umsóknum er tekið tillit til einkunna, frekari menntunar, starfsreynslu, þátttöku í félagsstörfum og áhugamála. Umsækjendur eru því hvattir til að gera grein fyrir öllu því sem þeir telja að geta orðið umsókn sinni til framdráttar.

Meistaranám

MSc, ML, Executive MBA, MPM og viðbótargráður

Umsækjendur um meistaranám verða að hafa lokið BSc- eða BA-gráðum áður en meistaranám hefst. Mögulegt er að gera einstaka undanþágur en þá þarf að hafa samband beint við viðkomandi deild.

Diplómanám

Háskólagrunnur HR

Sömu inntökuskilyrði eiga við um eins árs nám og þriggja anna nám í Háskólagrunni HR. Almenn skilyrði í Háskólagrunn HR - lokapróf er að hafa lokið einu af eftirfarandi:

  1. Þau sem lokið hafa skilgreindu starfsnámi, þ.e. burtfararprófi úr iðn-, verkmennta- eða fjölbrautaskóla eða sambærilegu námi. Ekki er gerð krafa um sveinspróf.
  2. Þau sem hafa lokið Menntastoðum. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af vinnumarkaði.
  3. Þau sem hafa stundað nám við framhaldsskóla en ekki lokið námi. Hver umsókn er metin og skoðuð sérstaklega en að öllu jöfnu er miðað við að bóklegur undirbúningur jafngildi 70 fein (42 ein.) og að umsækjendur hafi tekið að lágmarki einn áfanga í stærðfræði, íslensku og ensku. Auk þess er krafist starfsreynslu og að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri.
  4. Þau sem hafa lokið stúdentsprófi en þurfa meiri undirbúning í stærðfærði og raungreinum. Lengd námsins, einingafjöldi og samsetning er háð fyrra námi umsækjanda. 
Fylgigögn með umsókn
  • Staðfest afrit einkunna úr framhaldsskóla.
  • Starfsvottorð frá vinnuveitanda, umsögn um hvaða starfi viðkomandi gegndi, hversu lengi og starfshlutfall.
  • Umsækjendur sem eru með burtfararpróf eða sveinspróf þurfa ekki að skila inn starfsvottorði.
  • Sýnishorn af starfsvottorði.

Almenn skilyrði í Viðbótarnám við stúdentspróf eru að hafa lokið stúdentsprófi.

Mikilvægir hlekkir
Grunnreglurnar: 

Fyrir grunnnám: Stúdentspróf eða annað lokapróf á þriðja hæfniþrepi

Fyrir meistaranám: BSc- eða BA-gráða.


Hægt er að sjá frekari skilyrði fyrir einstakar deildir og námsleiðir hér til hliðar.

Fara efst