Inntökuskilyrði
Umsækjendur eru hvattir til að gera grein fyrir öllu því sem þeir telja að geta orðið umsókn sinni til framdráttar.
Grunnnám - BSc og BA
Almenn inntökuskilyrði
- Stúdentspróf eða annað lokapróf á þriðja hæfniþrepi (td. frá Háskólagrunni HR) eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.
Við mat á umsóknum er tekið tillit til einkunna, frekari menntunar, starfsreynslu, þátttöku í félagsstörfum og áhugamála. Umsækjendur eru því hvattir til að gera grein fyrir öllu því sem þeir telja að geta orðið umsókn sinni til framdráttar.
Umsækjendur skulu hafa lokið einhverju af neðantöldu:
- burtfararprófi í iðngrein á byggingarsviði
- stúdentsprófi
- tækniteiknaranámi
- byggingariðnfræði í HR
- Háskólagrunni HR
Eftirfarandi þarf að vera lokið áður en nám hefst:
Lágmarksundirbúningur í undirstöðugreinum:
- Stærðfræði 20 einingar (miðað er við áfanga af náttúrufræðibrautum, eða að hafa lokið Vigrum og hornaföllum. Nauðsynlegt er að hafa leikni í algebru, jöfnum og útreikningum flatarmáls).
- Eðlisfræði 5 einingar (einn áfangi úr framhaldsskóla).
Varðandi inntöku á haustönn 2025
Á haustönn 2025 verða að hámarki 40 nemendur teknir inn í BSc í byggingafræði við HR.
Það er mjög ánægjulegt að sjá þann mikla áhuga á náminu sem lýsir sér í auknum fjölda umsókna. Þar sem við viljum tryggja gæði námsins, og þá sérstaklega á síðustu 4 önnunum þegar mikil og persónuleg endurgjöf frá kennurum á sér stað, teljum við að með því að takmarka fjölda nemenda verði hópurinn þéttur og öflugur og eigi eftir að láta til sín taka á vinnumarkaðnum á næstu árum.
Við val á nemendum verður m.a. tekið mið af menntun, námsárangri, starfsreynslu, annarra fylgigagna, auk kynningarbréfs sem við biðjum umsækjendur um að senda inn.
Umsækjendur þurfa að uppfylla lágmarksundirbúning í stærðfræði og eðlisfræði.
Leiðbeiningar:
- Í kynningarbréfinu á að vera útskýrt er af hverju sótt er um nám í byggingafræði. Bréfið á að vera faglegt og málefnalegt.
- Reynið að einblína á framtíðina, hvernig þið sjáið ykkur fyrir að nýta menntunina og framtíðarhugsjón.
- Takið fram allt sem getur stutt við umsóknina, t.d. námskeið eða aðra menntun þó hún sé ekki til gráðu eða er ólokin.
- Námið tekur í heild 7 annir í fullu námi. Fyrstu 3 annirnar eru í fullu fjarnámi en síðan tekur við staðarnám með mikilli hópavinnu. Er fyrirkomulag námsins þannig að þú getir sinnt því af heilindum og metnaði?
- Bréfið verður að vera minna en 1 bls. vistað sem PDF skjal og hlaðið inn sem fylgiskjal á umsóknarvefinn og skal nafn ykkar koma fram í heiti þess.
Ferlið 2025
- 5. júní
Umsóknarfresti lýkur - 12. júní
Umsækjendum tilkynnt um hvort þeir fái boð um skólavist eða séu á biðlista. Þau sem eru á biðlista geta beðið um flytja umsóknina sína á aðra braut innan HR þó svo umsóknarfrestur sé formlega runninn út. Þau sem ekki staðfesta boð um skólavist innan 3 daga missa sinn stað í röðinni og er ekki tryggt pláss við skólann. - 21. júní
Nemendur sem fá boð um skólavist fá sendan greiðsluseðil í heimabanka með staðfestingargjaldi sem er á eindaga 21. júní. Hafi greiðsluseðill ekki verið greiddur fyrir hann tíma er litið svo á hætt hafi verið við umsókn og einstaklingi af biðlista boðið pláss.
Byggingafræði - seinni hluti
Opið verður fyrir umsóknir í seinni hluta byggingafræðinnar sem hefst í janúar 2026 frá 1. - 15. október 2025. Eingöngu þau sem hafa lokið Byggingafræði - fyrra hluta eða Byggingariðnfræði geta sótt um.
Til að hefja nám í tæknifræði þurfa umsækjendur að hafa lokið stúdentsprófi, prófi úr Háskólagrunni HR, 4. stigs vélstjórnarprófi, sveinsprófi eða staðist lokapróf frá framhaldsskóla á 3. hæfniþrepi. Nauðsynlegt er að uppfylla einingafjölda og hæfniþrep sem talin eru upp hér fyrir neðan. Námsefni og kennsla á fyrsta ári í tæknifræði er miðuð við að nemendur hafi eftirfarandi undirbúning.
- Stærðfræði
20 einingar, þar af 15 einingar á 3. hæfniþrepi. Miðað er við áfanga af náttúrufræði- eða náttúruvísindabraut. - Eðlisfræði
Umsækjendur í byggingartæknifræði: 5 einingar á 2. eða 3. hæfniþrepi.
Umsækjendur í rafmagntæknifræði, orku- og véltæknifræði, iðnaðar- og orkutæknifræði: 10 einingar á 2. eða 3. hæfniþrepi.
Til að koma til móts við umsækjendur sem uppfylla ekki skilyrði í tæknifræði er boðið upp á stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði.
Stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði
Til að koma til móts við umsækjendur sem uppfylla ekki inntökuskilyrði í tæknifræði er boðið upp á stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði.
Stöðuprófin eru ætluð fyrir:
- Þau sem telja sig hafa nægilegan grunn án þess að hafa lokið tilskyldum framhaldsskólaeiningum
- Þau sem uppfylla inngönguviðmið en vilja rifja upp námsefnið og sjá hvar þau standa áður en nám hefst
Prófin munu fara fram um miðjan/lok júní í húsnæði HR við Nauthólsvík. Ekki verður að svo stöddu boðið upp á fjarpróf.
Athugið að ef sótt er um inntöku með stöðuprófi í stærðfræði og eðlisfræði, þarf samt sem áður að uppfylla kröfur um einingafjölda í íslensku og ensku.
Umsækjendur þreyta eitt stöðupróf. Prófið fer fram í júní og í því er kannaður grunnur í algebru auk annars efnis: Almenn brot, einfaldar jöfnur, prósentureikningur, rauntalnalínan, þáttun, mengi, föll, hornaföll, deildun, heildun, vigrar.
A HLUTI | B HLUTI |
Mælieiningar | Grunnhugtök í rafmagnsfræði |
Vigrar | Segulmagn og segulsvið |
Hraði og hröðun | Segulkraftar |
Hreyfing í tveimur víddum | Span |
Kraftar | Bylgjur |
Orka | Ljós |
Skriðþungi | |
Vökvar | |
Varmi og varmaflutningur |
Framkvæmd
- Umsækjendur skrá sig með því að senda póst á Birtu Sif, verkefnastjóra í tæknifræði; birtaa@ru.is
- Umsækjendur fá sendan hlekk inn á skráningarsíðu þar sem þau greiða fyrir stöðuprófið.
- Skráning er staðfest og umsækjendur fá aðgang að undirbúningsefni.
- Upplýsingar um prófstað og próftíma eru sendar áður en prófið fer fram í júní.
Þau sem standast nauðsynleg stöðupróf með einkunn 6 eða hærra er velkomið að hefja nám í tæknifræði. Þau sem ekki standast nauðsynleg stöðupróf geta hafið nám í Háskólagrunni til frekari undirbúnings. Að loknu námi í Háskólagrunni geta þau sótt í nám í tæknifræði.
Til þess að fá nánari upplýsingar og/eða skrá sig í stöðupróf sendið póst á birtaa@ru.is
Við HR er hægt að ljúka viðbótarnámi við stúdentspróf ef einstaklinga vantar undirbúning í raungreinum.
Tekið er við umsóknum fyrir haustönn 5. febrúar - 5. júní. Aðeins er tekið inn í nám í íþróttafræði á haustin.
Mat á umsóknum
Við mat á umsóknum er tekið tillit til einkunna á stúdentsprófi eða lokaprófi úr Háskólagrunni HR, frekari menntunar, starfsreynslu og þátttöku í félagsstörfum. Umsækjendur eru því hvattir til að gera grein fyrir öllu því sem þeir telja geta orðið umsókn sinni til framdráttar.
Fylgigögn með umsókn
Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum er skilað inn í sama umsóknarkerfið. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:
Staðfest afrit af stúdentsprófskírteini
Staðfestar einkunnir frá öðrum skólum ef áfangar eru metnir
Upplýsingar um aðra menntun
Ef umsækjandi hefur ekki lokið stúdentsprófi en telur sig vera með sambærilegt nám að baki er nauðsynlegt að skila inn yfirliti af námsárangri frá viðkomandi skóla
Staðfesting frá vinnuveitanda á þjálfun og kennslu (ef við á)
Staðfesting á íþrótta- og æskulýðsþátttöku frá þjálfara (ef við á)
Nemendur sem sækja um lögfræði með viðskiptafræði þurfa að hafa lokið stærðfræði 363 eða 403.
Umsækjandi þarf að hafa lokið stúdentsprófi eða samsvarandi námi. Aðrar prófgráður koma til greina og eru skoðaðar sérstaklega.
Æskilegt er að nemendur hafi haldgóða þekkingu á stærðfræði.
Tölvunarstærðfræði:
Til að hefja nám í tölvunarstærðfræði þurfa umsækjendur að hafa lokið stúdentsprófi eða samsvarandi námi. Námsefni og kennsla á fyrsta ári er miðuð við að nemendur hafi eftirfarandi undirbúning:
Stærðfræði -30 einingar (þ.m.t. STÆ503 eða sambærilegt)
Hugbúnaðarverkfræði: Til að hefja nám í hugbúnaðarverkfræði þurfa umsækjendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi. Námsefni og kennsla á fyrsta ári í hugbúnaðarverkfræði er miðuð við að nemendur hafi eftirfarandi undirbúning:
Stærðfræði -30 einingar (þ.m.t. STÆ503 eða sambærilegt)
Vantar þig grunninn?
Þeir nemendur sem vilja hefja nám við tölvunarfræðideild en vantar nauðsynlegan undirbúning geta hafið háskólanámið í Háskólagrunni HR. Þar er boðið upp á eins árs undirbúningsnám með sérsniðnum tölvunarfræðigrunni.
Námsefni og kennsla á fyrsta ári í verkfræði er miðuð við að nemendur hafi eftirfarandi undirbúning:
- Stærðfræði: 30 einingar, þar af 15 einingar á 3. hæfniþrepi. Miðað er við námskeið af náttúrufræði- eða náttúruvísindabraut. Í eldra kerfi samsvarar þetta 18 einingum, þ.m.t. STÆ503.
- Eðlisfræði:10 einingar á 2. eða 3. hæfniþrepi. Nemandi þarf að þekkja hreyfi- og aflfræði og rafmagnsfræði (rásir, rafsvið og segulfræði). Æskilegt er að hann þekki einnig varmafræði, vökva og þrýsting, bylgjur og ljós. Í eldra kerfi samsvarar þetta 6 einingum, þ.m.t. EÐL203 eða sambærilegt.
- Efnafræði: 5 einingar á 2. hæfniþrepi. Í eldra kerfi samsvarar þetta 3 einingum, EFN103.
Aðrar prófgráður en stúdentspróf koma til greina og eru skoðaðar sérstaklega.
Hagfræði
Lágmarksundirbúningur í undirstöðugreinum:
- Stærðfræði: samkvæmt hæfniþrepi 3
- Íslenska og enska: sem samsvarar 3. hæfniþrepi
Gerð er krafa um að stúdentspróf sé af hagfræði-, náttúrufræði- eða eðlisfræðibraut á framhaldsskólastigi (það er, brautir sem ná yfir stærðfræði í hæfniþrepi 3 og innihalda deildun og heildun).
Viðskiptafræði
Umsækjandi þarf að hafa lokið stúdentsprófi eða samsvarandi námi. Aðrar prófgráður koma til greina og eru skoðaðar sérstaklega.
Nauðsynlegt er að hafa ákveðna grunnfærni í stærðfræði. Þessi færni felur í sér grunnalgebru (m.a. veldi, rætur og logarithma), föll, ferla í hnitakerfi og diffrun. Nemendur þurfa að hafa lokið stærðfræði í hæfniþrepi 2 og því til viðbótar að hafa tekið áfanga í hæfniþrepi 3 sem inniheldur föll, ferla og deildun helstu falla. (t.d. stær3fa05, stærðfræði 363 eða 403).
Gerð er krafa um að nemendur hafi hæfni samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla í íslensku, ensku og stærðfræði sem samsvarar 3. hæfniþrepi viðmiða mennta- og menningarmálaráðuneytis.
Viðskiptafræði með tölvunarfræði og viðskiptafræði með lögfræði
Umsækjandi þarf að hafa lokið stúdentsprófi eða samsvarandi námi. Aðrar prófgráður koma til greina og eru skoðaðar sérstaklega.
Nauðsynlegt er að hafa ákveðna grunnfærni í stærðfræði. Þessi færni felur í sér grunnalgebru (m.a. veldi, rætur og logarithma), föll, ferla í hnitakerfi og diffrun.
Nemendur þurfa að hafa lokið stærðfræði í hæfniþrepi 2 og því til viðbótar að hafa tekið áfanga í hæfniþrepi 3 sem inniheldur föll, ferla og deildun helstu falla. (t.d. stær3fa05, stærðfræði 363 eða 403).
Gerð er krafa um að nemendur hafi hæfni samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla í íslensku, ensku og stærðfræði sem samsvarar 3. hæfniþrepi viðmiða mennta- og menningarmálaráðuneytis.
Vantar þig grunninn?
Þeir nemendur sem vilja hefja nám í viðskiptafræði en vantar nauðsynlegan undirbúning geta hafið háskólanámið í Háskólagrunni HR. Þar er boðið upp á eins árs undirbúningsnám með sérsniðnum viðskiptafræðigrunni.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi, prófi úr Háskólagrunni HR eða öðru sambærilegu prófi. Gerð er krafa um að nemendur hafi hæfni samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla í íslensku og ensku sem samsvarar 3. hæfniþrepi viðmiða mennta- og menningarmálaráðuneytis. Fjöldi nemenda sem tekinn er inn í BSc-nám í sálfræði við HR er takmarkaður. Við mat á umsóknum er tekið tillit til einkunna á stúdentsprófi eða sambærilegu prófi, frekari menntunar, starfsreynslu, þátttöku í félagsstörfum og áhugamála. Umsækjendur eru því hvattir til að gera grein fyrir öllu því sem þeir telja að geta orðið umsókn sinni til framdráttar.
Vantar þig grunninn? Byrjaðu strax í HR
Þeir nemendur sem vilja hefja nám í sálfræði en vantar nauðsynlegan undirbúning geta hafið háskólanámið í Háskólagrunni HR. Þeir einstaklingar sem hyggjast hefja nám í sálfræði skrá sig í viðskiptafræðigrunn.
Fylgiskjöl með umsókn
Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í sama umsóknarkerfi. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:
- Staðfest afrit af prófskírteini eða námsferilsyfirliti ef prófskírteini liggur ekki fyrir.
- Staðfestum einkunnum frá öðrum skólum ef áfangar hafa verið metnir.
- Önnur gögn mega fylgja en eru ekki skilyrði.
- Til viðbótar við stúdentspróf er frekari menntun og starfsreynsla einnig talin til tekna. Ef umsækjandi telur ástæðu til getur hann skilað inn náms-, starfsferli og meðmælum með umsókninni.
Mat á fyrra námi
Ef umsækjandi hefur lokið námskeiðum á háskólastigi er hægt að sækja um mat á fyrra námi.
Innritun um áramót
Almennt er ekki er opið fyrir umsóknir í sálfræðideild um áramót. Undantekning er mögulega gerð ef nemandi í HR óskar eftir að skipta um námsbraut og uppfyllir inntökuskilyrði í sálfræði.
Meistaranám
MSc, ML, Executive MBA, MPM og viðbótargráður
Umsækjendur um meistaranám verða að hafa lokið BSc- eða BA-gráðum áður en meistaranám hefst. Mögulegt er að gera einstaka undanþágur en þá þarf að hafa samband beint við viðkomandi deild.
Nauðsynlegt er að hafa lokið grunnnámi í:
- Íþróttafræði
- Sjúkraþjálfun
- Heilsuþjálfun
- Líffræði
- Eða öðrum skyldum greinum
Nemendur með annan bakgrunn gætu þurft að bæta við sig greinum eins og lífeðlisfræði, þjálffræði og líffærafræði.
Umsækjendur um meistaranám í íþróttavísindum og þjálfun ásamt stjórnun verða að hafa lokið grunngráðu með ágætiseinkunn eða 1. einkunn þar sem afar fáir komast að í námið.
Nemendur sem lokið hafa námi í menntavísindum geta sótt um meistaranám í heilsuþjálfun og kennslu.
Umsækjendur með grunnpróf í lögum
- Nauðsynlegt er að hafa lokið BA-/BSc-námi í lögfræði, frá viðurkenndum háskóla, með a.m.k. 6 í meðaleinkunn
- Umsækjendur sem lokið hafa BA-prófi frá lagadeild HR með meðaleinkunnina 6,5 eða hærri eiga rétt á inngöngu í meistaranám
Umsækjendur án grunnprófs í lögum
Við mat á umsóknum í meistaranám frá þeim sem hafa aðra grunngráðu en í lögfræði er litið sérstaklega til:
- Samsetningar náms umsækjenda
- Námsárangurs í einstökum þáttum námsins
- Einnig getur inntökunefnd tekið tillit til reynslu og annarra atriða sem geta varpað ljósi á þekkingu, leikni og hæfni umsækjanda til að stunda námið
Nemendur sem fá inngöngu verða að ljúka BA-námskeiðinu Aðferðafræði I-réttarheimildir og lögskýringar, með meðaleinkunnina 6,0 eða hærri sem hluta af ML-námi. Þeir skulu skrá sig í námskeiðið á fyrstu haustönn eftir að þeir hefja nám.
Klínísk sálfræði
Nauðsynlegt er að hafa lokið:
- BA- eða BSc-gráðu með a.m.k. 150 ECTS í sálfræði úr námi sem hlotið hefur viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins eða sambærilegu námi erlendis frá.
- Umsækjandi þarf að hafa náð fyrstu einkunn úr grunnnámi. Umsóknir einstaklinga sem hafa ekki náði fyrstu einkunn úr grunnnámi en hafa lokið viðeigandi meistaranámi (hið minnsta 60-120 ECTS) með fyrstu einkunn eða doktorsnámi eru teknar til skoðunar.
- Að lágmarki 10 ECTS rannsóknarverkefni í sálfræði. Í undantekningartilfellum getur viðamikil reynsla við akademískar rannsóknir með framúrskarandi árangri verið metin til jafns við BSc-rannsóknarverkefni.
- Umsækjandi þarf að hafa töluverða reynslu á sviði sálfræði (hér er átt við reynslu sem kemur til með að nýtast í starfi sálfræðinga).
- Gerð er krafa um góða færni í íslensku og ensku.
- Nemendur eru valdir í námið eftir frammistöðu í grunnnámi í sálfræði (krafa um fyrstu einkunn), frekara nám og frammistöðu í því, starfsreynslu á sviði sálfræði, meðmælabréfa, greinargerðar og frammistöðu í viðtali.
Hagnýt atferlisgreining
- BA, BSc eða BEd í sálfræði, félagsvísindum, menntavísindum eða skyldum greinum. Við mat á umsóknum er tekið tillit til einkunna úr grunnnámi, frekari menntunar og starfsreynslu sem tengist náminu.
- Umsækjendur sem þegar hafa lokið meistaranámi í sálfræði, menntavísindum eða skyldum greinum (meistaranám samþykkt af BCBA) geta sótt um að taka BCBA námskeiðaröðina (42 ECTS).
Nauðsynlegt er að hafa lokið BSc-prófi í tölvunarfræði eða skyldum greinum frá viðurkenndum háskóla. Almennt er gerð krafa um meðaleinkunn 7,0 og mjög góða færni í ensku.
Gervigreind og máltækni
Nauðsynlegt er að hafa lokið BSc-prófi í raungreinum (tölvunarfræði, rafmagns- og tölvuverkfræði o.fl.) frá viðurkenndum háskóla.
Gagnavísindi
Gagnavísindi - 120 ECTS:
Nauðsynlegt er að hafa lokið BSc-prófi í tölvunarfræði eða skyldum greinum frá viðurkenndum háskóla.
Hagnýtt gagnavísindi - 90 ECTS: Athugið, ekki verður tekið inn á þessa braut haust 2024.
Stafræn heilbrigðistækni
Til að fá inngöngu í námið þurfa nemendur að hafa BA-gráðu (B.Sc., B.A. eða sambærilegt) í heilsutengdum greinum eða tæknigreinum. Hver umsókn er metin með tilliti til mikilvægis af námsmatsnefnd sem samanstendur af Önnu Sigríði Islind og Paolo Gargiolu. Reynsla úr iðnaði eða heilbrigðisgeiranum er einnig metin. Skila þar ferilskrá, staðfestu afriti af námsferlum og tveimur meðmælabréfum með umsókninni. Gerð er krafa um góða færni í ensku.
Gert er ráð fyrir að umsækjendur í meistaranám í ákveðinni braut hafi grunngráðu (BSc) úr sömu braut. Hafi nemandi annan bakgrunn getur viðkomandi þurft að bæta við námskeiðum úr grunnnámi. Í slíkum tilvikum er ætlast til að nemandi klári þessi námskeið á fyrsta námsári sínu.
Verkfræði með eigin vali
Gert er ráð fyrir að nemandi hafi grunngráðu (BSc) í verkfræði. Umsækjendur þurfa að senda inn stutta, gagnorða greinargerð um markmið sín og hvað þeir vilja fá út úr náminu.
MPM
Námið er ætlað þeim sem hafa lokið grunngráðu í háskóla og eru með að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu. Allir umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði eru boðaðir í viðtal.
Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði, Markaðsfræði, Stjórnun nýsköpunar, Viðskiptafræði og Viðskiptafræði með áherslu á stjórnun í ferðaþjónustu
Nauðsynlegur undirbúningur:
- BA- eða BSc-gráða
- Mjög góð færni í ensku
- Námsárangur, frekari menntun og starfsreynsla teljast umsækjanda til tekna við mat á umsóknum
Umsækjendur sem hafa lokið grunngráðu með minna en 30 ECTS í viðskiptafræði þurfa að ljúka eftirtöldum námskeiðum á fyrstu önn í stað valnámskeiða:
- V-700-IMBU Introduction to Management and Business Concepts (0 ECTS)
- V-737-FAFI Fundamentals in Accounting and Finance (7.5 ECTS)
Fjármál fyrirtækja
Nauðsynlegur undirbúningur:
- BSc-gráða í viðskiptafræði, hagfræði eða tengdum greinum
- Mjög góð færni í ensku
- Námsárangur, frekari menntun og starfsreynsla teljast umsækjanda til tekna við mat á umsóknum
Þeir sem hafa háskólagráðu úr öðrum greinum geta sótt um námið en gerð er krafa um að þeir hafi lokið eftirfarandi námskeiðum í BSc-námi í viðskiptafræði:
- Hagnýt stærðfræði
- Hagnýt tölfræði
- Reikningshald
- Gerð og greining ársreikninga (undanfari er Reikningshald)
- Fjármál fyrirtækja (undanfarar eru Hagnýt stærðfræði og Hagnýt tölfræði)
Reikningshald og endurskoðun
Nauðsynlegur undirbúningur:
- BSc-gráða í viðskiptafræði, hagfræði eða tengdum greinum með eftirfarandi námskeiðum:
- Gerð og greining ársreikninga (undanfari er Reikningshald)
- Gerð og greining ársreikninga II (undanfari er Gerð og greining ársreikninga)
- Skattskil (ráðlagður undanfari)
- Mjög góð færni í ensku
- Námsárangur, frekari menntun og starfsreynsla teljast umsækjanda til tekna við mat á umsóknum
Þeir sem hafa háskólagráðu úr öðrum greinum geta sótt um námið en gerð er krafa um að þeir hafi lokið eftirfarandi námskeiðum í BSc-námi í viðskiptafræði:
- Hagnýt stærðfræði
- Hagnýt tölfræði
- Reikningshald
- Gerð og greining ársreikninga (undanfari er Reikningshald)
- Gerð og greining ársreikninga II (undanfari er Gerð og greining ársreikninga)
- Fjármál fyrirtækja (undanfarar eru Hagnýt stærðfræði og Hagnýt tölfræði)
- Skattskil (ráðlagður undanfari)
Stafræn stjórnun og gagnagreining
Nauðsynlegur undirbúningur:
- BSc-nám í viðskiptafræði, tölvunarfræði eða tengdum greinum
- Mjög góð færni í ensku
- Námsárangur, frekari menntun og starfsreynsla teljast umsækjanda til tekna við mat á umsóknum
Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu og/eða starfsreynslu sem tengist stafrænni tækni, til dæmis á forritun, mati og innleiðingu á hugbúnaði, stjórnun gagnasafna og mótun upplýsingatæknistefnu.
Executive MBA
Nauðsynlegt er að hafa:
- Lokið BA- eða BSc-gráðu eða hafa starfsreynslu sem þykir sambærileg
- 3-5 ára starfsreynslu
- Góða færni í ensku.
Diplómanám
Lágmarkskrafa til að hefja nám í iðnfræði er að hafa lokið bóklegu námi til sveinsprófs í iðngrein á viðkomandi sviði. Til að útskrifast sem iðnfræðingur þarf að hafa lokið sveinsprófi á námstímanum.
Bóklegur undirbúningur
Þau sem lokið hafa bóklegu námi til sveinsprófs geta þurft að taka allt að fjögur undirbúningsnámskeið í fjarnámi, samhliða iðnfræðináminu. Í boði eru grunnar í stærðfræði, eðlisfræði, íslensku og ensku og er umsækjendum tilkynnt í svarbréfi hvort og þá hvaða grunna þeir þurfa að taka. Nauðsynlegt er að hafa lokið þeim grunnum sem hver og einn þarf að taka áður en farið er á 5. önn í náminu. Greitt er sérstaklega fyrir hvert og eitt námskeið, þau eru ekki innifalin í skólagjöldum.
Meistarar og stúdentar
Þau sem hafa að auki lokið meistaranámi í iðngrein eða stúdentsprófi, uppfylla kröfur um bóklegan undirbúning og geta hafið nám í iðnfræði án frekari undirbúnings.
Umsóknarfrestur
Frá 5. febrúar til 5. júní.
Eingöngu er hægt að hefja nám á haustönn.
Fylgiskjöl með umsókn
Námsferill
Sveinsbréf eða meistarabréf
Starfsferill, e.t.v. meðmæli
Umsóknarfrestur
Tekið er við umsóknum fyrir haustönn 5. febrúar - 5. júní. Aðeins er tekið inn í diplómanám í styrktar- og þrekþjálfun á haustin.
Íþróttafræðingar, sjúkraþjálfarar og umsækjendur með reynslu af þjálfun ganga fyrir við inntöku. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og uppfylla eitthvað af eftirtöldu:
- háskólapróf
- stúdentspróf
- lágmark 100 framhaldskólaeiningar auk reynslu af þjálfun
Lengd náms
- 60 ECTS – 2 annir
Hægt er að nýta þær einingar sem diplómanámið samanstendur af í fullt grunnnám í íþróttafræði. Þar eru 54 ECTS einingar diplómanámsins metnar. Metið er hvort umsækjendur þurfi að taka námskeiðið vinnulag í háskólanámi.
Mat á umsóknum
Við mat á umsóknum er tekið tillit til einkunna á stúdentsprófi eða lokaprófi úr Háskólagrunni HR, frekari menntunar, starfsreynslu og þátttöku í félagsstörfum. Umsækjendur eru því hvattir til að gera grein fyrir öllu því sem þeir telja geta orðið umsókn sinni til framdráttar.
Fylgigögn með umsókn
Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum er skilað inn í sama umsóknarkerfið. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:
- Staðfest afrit af stúdentsprófskírteini
- Staðfestar einkunnir frá öðrum skólum ef áfangar eru metnir
- Upplýsingar um aðra menntun
- Ef umsækjandi hefur ekki lokið stúdentsprófi en telur sig vera með sambærilegt nám að baki er nauðsynlegt að skila inn yfirliti af námsárangri frá viðkomandi skóla
- Staðfesting frá vinnuveitanda á þjálfun og kennslu (ef við á)
- Staðfesting á íþrótta- og æskulýðsþátttöku frá þjálfara (ef við á)
Nauðsynlegt að hafa lokið:
- Meistaraprófi í iðngrein
- Diplómaprófi í iðnfræði
- BSc-gráðu
- Eða stúdentsprófi/4. stigs vélstjórnarprófi og hafa að lágmarki fimm ára reynslu af rekstri fyrirtækis (umsóknir þeirra einstaklinga verða metnar sérstaklega).
- Nauðsynlegt að hafa lokið stúdentsprófi, lokaprófi úr Háskólagrunni HR eða sambærilegu prófi.
- Æskilegt er að nemendur hafi haldgóða þekkingu á stærðfræði, miðað er við 15 einingar í stærðfræði.
Umsækjendur skulu hafa lokið einhverju af neðantöldu:
- Burtfararprófi í iðngrein á byggingarsviði
- Byggingafræði
- Tækniteiknaranámi
- Iðnfræði
- Tæknifræði
- Verkfræði
- Arkitektanámi
Krafist er lágmarkskunnáttu í BIM-studdu hönnunarverkfæri eins og Revit eða Tekla Structures og/eða reynslu í BIM studdu umhverfi/3D umhverfi.
Almenn inntökuskilyrði er stúdentspróf eða sambærilegt nám. Reynsla af verslunarstjórnun eða víðtæk starfsreynsla á sviði verslunar er skilyrði.
Einstaklingar sem uppfylla almenn inntökuskilyrði en skortir grunnþekkingu í stærðfræði, íslensku og ensku þurfa að hafa lokið þessum greinum áður en þeir hefja nám. Æskilegt er að nemandi búi yfir hæfni sem samsvarar:
- 3. hæfniþrepi í stærðfræði, einkum á sviði algebru, falla, tölfræði og líkindafræði.
- 3. hæfniþrepi í íslensku, einkum hvað varðar tjáningu í ræðu og riti.
- 3. hæfniþrepi í ensku, einkum í lestri fræðitexta.
Háskólagrunnur HR
Sömu inntökuskilyrði eiga við um eins árs nám og þriggja anna nám í Háskólagrunni HR. Almenn skilyrði í Háskólagrunn HR - lokapróf er að hafa lokið einu af eftirfarandi:
- Þau sem lokið hafa skilgreindu starfsnámi, þ.e. burtfararprófi úr iðn-, verkmennta- eða fjölbrautaskóla eða sambærilegu námi. Ekki er gerð krafa um sveinspróf.
- Þau sem hafa lokið Menntastoðum. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af vinnumarkaði.
- Þau sem hafa stundað nám við framhaldsskóla en ekki lokið námi. Hver umsókn er metin og skoðuð sérstaklega en að öllu jöfnu er miðað við að bóklegur undirbúningur jafngildi 70 fein (42 ein.) og að umsækjendur hafi tekið að lágmarki einn áfanga í stærðfræði, íslensku og ensku. Auk þess er krafist starfsreynslu og að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri.
- Þau sem hafa lokið stúdentsprófi en þurfa meiri undirbúning í stærðfærði og raungreinum. Lengd námsins, einingafjöldi og samsetning er háð fyrra námi umsækjanda.
Fylgigögn með umsókn
- Staðfest afrit einkunna úr framhaldsskóla.
- Starfsvottorð frá vinnuveitanda, umsögn um hvaða starfi viðkomandi gegndi, hversu lengi og starfshlutfall.
- Umsækjendur sem eru með burtfararpróf eða sveinspróf þurfa ekki að skila inn starfsvottorði.
- Sýnishorn af starfsvottorði.
Almenn skilyrði í Viðbótarnám við stúdentspróf eru að hafa lokið stúdentsprófi.
Mikilvægir hlekkir
Grunnreglurnar:
Fyrir grunnnám: Stúdentspróf eða annað lokapróf á þriðja hæfniþrepi
Fyrir meistaranám: BSc- eða BA-gráða.
Hægt er að sjá frekari skilyrði fyrir einstakar deildir og námsleiðir hér til hliðar.