Námið
Rannsóknir
HR
Viðskipta- og hagfræðideild

Stjórnun nýsköpunar

Námstími
1 ár
Einingar
90 ECTS
Prófgráða
MSc eða MINN
Skiptinám mögulegt
Fjarnám mögulegt
Nei

Hvað læri ég

Nemendur læra að stýra nýsköpunarferlum og frumkvöðlastarfsemi, hvort sem það er í nýjum fyrirtækjum, frumkvöðlafyrirtækjum, stofnunum eða samtökum. 

Eins er nauðsynlegt að kunna að koma auga á tækifæri innan fyrirtækja og stofnana sem þegar eru í rekstri. Þar þarf að vera stöðug framþróun og það er dýrmætt að sjá tækifæri í breytingum.

Að námi loknu eiga nemendur að búa yfir þekkingu á: 

  • Frumkvöðlastarfi og stjórnun nýsköpunar.
  • Muninum á hefðbundnum stjórnunaraðferðum og aðferðum við stjórnun nýsköpunar.
  • Fræðilegum undirstöðum, aðferðum og ferlum nýsköpunar.
  • Nýsköpun í félagslegu samhengi.
  • Tengsl milli nýsköpunar, rannsókna og þróunar.
  • Skilgreiningum, hugmyndum, straumum og stefnum varðandi viðskiptasiðferði og ábyrga stjórnun.
  • Uppsprettum nýjustu þekkingar í frumkvöðlastarfi og nýsköpun.
  • Stöðlum og aðferðum rannsókna og túlkun rannsóknarniðurstaðna.
Val um tvær námsleiðir

Nemendur geta  valið á milli þess að taka 90 ECTS eininga MSc-gráðu eða 90 ECTS eininga viðbótargráðu á meistarastigi. Hægt er að ljúka náminu á þremur önnum miðað við fullt nám á haust-, vor- og sumarönn.

Hvernig læri ég?

Staðarnám
Meistaranám í viðskiptadeild er staðarnám.

Kennt á ensku
Námskeið eru kennd á ensku af íslenskum og erlendum sérfræðingum sem veitir alþjóðlega sýn á námsefnið.

Fyrirkomulag kennslu
Námskeið eru kennd í heilsdags lotum sem ná yfir tvo til fjóra daga samfleytt eða vikulega. Kennsla getur einnig verið skipulögð seinnipart dags og á laugardögum.

Námsmat
Námsmat í námskeiðum er fjölbreytt, til dæmis í formi einstaklingsverkefna, hópaverkefna og prófa. Nemendur geta átt von á því að verkefnavinna og próf fari fram utan lota. Ávallt er leitast við að hafa lokanámsmat fljótlega eftir hvert námskeið.

Starfsnám
Mögulegt er að taka starfsnám í stað eins eða tveggja valnámskeiða (7.5 - 15 ECTS). Starfsnámið er skipulagt á vegum HR og nemendur starfa undir handleiðslu tengiliðs hjá fyrirtæki. Starfsnám er mikilvægur þáttur fyrir þá sem hafa almennt litla starfsreynslu eða þá sem vilja nýta námið til að skapa sér tækifæri á nýjum vettvangi.

*Sjá nánari upplýsingar í Leiðbeiningum um starfsnám í meistaranámi

Að námi loknu

Út í atvinnulífið

Með þeirri þekkingu sem útskrifaðir nemendur hafa öðlast, og þeim tækifærum sem það veitir, geta þeir aukið samkeppnishæfni þeirrar starfsemi sem þeir koma að auk þess að stuðla að framþróun í hvaða rekstri sem er. Þeir læra að fylgja eftir hugmyndum og stofna ný fyrirtæki, öðlast hæfni og færni í að sjá tækifæri og nýta þau, taka frumkvæði, vera skapandi og fylgja verkefnum eftir. 

Að náminu loknu eiga nemendur að vera færir um að:

  • Vera opin fyrir nýjum hugmyndum og beita skapandi hugsun í tengslum við nýsköpun.
  • Þróa nýjar hugmyndir og koma auga á tækifæri til nýsköpunar auk þess að leggja mat á mögulega framkvæmd þeirra.
  • Beita aðferðum bestu starfsvenja í nýsköpun og stjórnun nýsköpunar.
  • Vera leiðtogar í nýsköpunarverkefnum bæði innan og utan vinnustaða og fyrir hagnaðardrifna jafnt og óhagnaðardrifna starfsemi.
  • Miðla tölulegum upplýsingum.
  • Leggja gagnrýnið mat á aðferðir og ferla með það markmið að leggja til og framkvæma endurbætur.
  • Hafa ávallt til hliðsjónar ábyrga stjórnun og sjálfbærni.
  • Vinna faglega í samstarfi við aðra á sama sem og öðrum fagsviðum.
  • Eiga frumkvæði að verkefnum og stýra þeim.
  • Taka sjálfstæðar, faglegar ákvarðanir og rökstyðja þær.
  • Meta sjálfstætt hvenær mismunandi greiningaraðferðir og flókin fræðileg atriði eigi við.
Spennandi möguleikar

Útskrifaðir nemendur hafa sérfræðiþekkingu á rekstri og stjórnun nýrra fyrirtækja og nýsköpunarfyrirtækja. Þeir eru jafnframt með þá færni og þekkingu sem þarf til að sinna stjórnunarstöðum þar sem fengist er við nýsköpun og frumkvöðlafræði, hvort sem er í fyrirtækjum eða hjá hinu opinbera.

Dýrmæt þekking

Sú þekking sem útskrifaðir nemendur öðlast í náminu, og þau tækifæri sem það veitir, er til þess fallið að auka samkeppnishæfni þeirrar starfsemi sem þeir koma að auk þess að stuðla að framþróun í rekstrinum. 

Frekari rannsóknir

Útskrifaðir nemendur með MSc-gráðu hafa jafnframt góðan grunn fyrir áframhaldandi rannsóknir á þessu sviði.

Það er augljóst að kennararnir leggja sig fram um að hafa námsefnið í takt við nútímann og því er sífellt verið að kynna mann fyrir nýjum hugmyndum og áherslum.

Daníel Tryggvi Thors
MSc í stjórnun nýsköpunar

Skipulag náms

Námstími

Námstími er þrjár annir, 14 mánuðir miðað við fullt nám. Hægt er að ljúka náminu á lengri tíma en hámarks námstími eru sex annir (tvö ár).

Annir 

  • Haustönn: ágúst - desember.
  • Vorönn: janúar - maí.
  • Sumarönn: maí - september.
Val um tvær námsleiðir

Nemendur geta  valið á milli þess að taka 90 ECTS eininga MSc-gráðu eða 90 ECTS eininga viðbótargráðu á meistarastigi, MINN.

MSc-gráða

Til þess að ljúka MSc-gráðu þarf að ljúka 60 ECTS einingum í námskeiðum samkvæmt skipulagi náms og 30 ECTS eininga lokaritgerð.

Viðbótargráða á meistarastigi (MINN)

Til þess að ljúka viðbótargráðu á meistarastigi þarf að ljúka 90 ECTS einingum í námskeiðum samkvæmt skipulagi náms. Möguleiki á starfsnámi að hámarki 15 ECTS í stað valnámskeiða.

Athugið

  • Á haustönn taka nemendur 7.5 ECTS eininga valnámskeið eða V-737-FAFI Fundamentals in Accounting and Finance 7.5 ECTS.
  • V-737-FAFI Fundamentals in Accounting and Finance er skylda fyrir nemendur sem hafa grunngráðu með minna en 30 ECTS einingar í viðskiptafræði.
  • Nánari upplýsingar um námskeið eru í kennsluskrá
Haust
Creative Approaches and Entrepreneurial Mindsets
V-702-CREM / 8 ECTS
Innovation and Entrepreneurship: A field of knowledge and practice
V-703-INEN / 8 ECTS
Strategic Management
V-712-STJO / 8 ECTS
Fundamentals in Accounting and Finance
V-737-FAFI / 8 ECTS
Vor
Innovation Management
V-713-INNM / 8 ECTS
Entrepreneurship and Innovation in Context
V-715-ENIC / 4 ECTS
Business Ethics
V-714-BETH / 4 ECTS
Entrepreneurial Finance
V-733-ENTR / 8 ECTS
Research Proposal
V-898-REPR / N/A
Business Research Methodology I
V-765-REM1 / 4 ECTS
Business Research Methodology II
V-825-REM2 / 4 ECTS
Sumar
Master´s Thesis
V-898-THES / 30 ECTS
Námstími
1 ár
Einingar
90 ECTS
Prófgráða
MSc eða MINN
Skiptinám mögulegt
Fjarnám mögulegt
Nei

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður
Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Kennslustofur og lesherbergi
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn.

Þjónusta
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús
Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Af hverju viðskiptafræði í HR?

  • Öflugt starfsnám 
  • Byggt á alþjóðlegum kröfum og þróað í samráði við framsækin íslensk fyrirtæki
  • Hægt er að ljúka náminu á 14 mánuðum miðað við fullt nám
  • Val um meistaragráðu án meistararitgerðar eða MSc-gráðu.
  • Námskeið kennd af íslenskum og erlendum kennurum en þar með fá nemendur alþjóðlega sýn á efnið
  • Kennsla er nánast öll á ensku
Fara efst