Námið
Rannsóknir
HR

Um deildina

Í námi við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík efla nemendur frumkvæði sitt og öðlast jafnframt sterka, fræðilega undirstöðu.

Námið við deildina er á sviði viðskiptafræði og hagfræði. Það er þróað í samvinnu við atvinnulífið og er með mikilli alþjóðlegri áherslu enda hefur deildin á að skipa fjölda stundakennara sem starfa einnig í íslenskum og erlendum fyrirtækjum og/eða háskólum. 

Til að svara þörfum atvinnulífsins hefur deildin þróað BSc-nám með aukagreinum í lögfræði og tölvunarfræði.

Meistaranám sem sker sig úr

Deildin var sú fyrsta hér á landi til að kenna alþjóðlegt Executive MBA-nám. Stór hópur stjórnenda, sem hafa látið taka til sín á öllum sviðum íslensks atvinnulífs og á erlendum vettvangi, hefur útskrifast með Executive MBA-gráðu.

Aðrar meistaranámsbrautir veita sérhæfingu á vinnumarkaði. Hægt er að ljúka þeim á aðeins 14 mánuðum í stað tveggja ára.

Gæðavottanir

Tvær námsbrautir við deildina eru alþjóðlega gæðavottaðar. Grunnnám í viðskiptafræði og hagfræði er með EFMD-viðurkenningu og MBA-námið er með AMBA-viðurkenningu.

Viðskipta- og hagfræðideild hefur í 17 ár þróað einstakt þriggja vikna skyldunámskeið fyrir alla nemendur HR í grunnnámi í nýsköpun.

Rannsóknir

Viðskipta- og hagfræðideild hefur á að skipa öflugum kennurum og fræðimönnum í viðskiptafræði og hagfræði. Starf þeirra hefur leitt í ljós nýjan skilning á launaþróun eftir fjármálahrun, hegðun fjárfesta, hegðun viðskiptavina vefverslana, áhrifum kynjakvóta á stjórnir fyrirtækja, fjórðu iðnbyltingunni og umhverfi nýsköpunar á Íslandi og erlendis og margt fleira.

Helstu rannsóknasvið
  • Fjármál
  • Hagrannsóknir
  • Mannauðsstjórnun
  • Markaðsfræði og neytendasálfræði
  • Nýsköpun og frumkvöðlafræði
  • Stjórnunarreikningsskil 
  • Vinnumarkaðshagfræði

Rannsóknasetur deildarinnar

Starfsfólk

Til að fá nýjustu þekkinguna hverju sinni hefur deildin á að skipa einstaklega fjölbreyttu liði gestaprófessora og stundakennara úr atvinnulífinu. Þeir eru góð viðbót við fastráðna kennara og vísindamenn sem starfa við deildina.

Fastráðnir kennarar
Doktorsnemar
Skrifstofa deildar
Jóhanna Vernharðsdóttir
Verkefnastjóri Executive MBA náms
Laufey Bjarnadóttir
Verkefnastjóri meistaranáms í viðskiptafræði
Saga Ýr Kjartansdóttir
Verkefnastjóri BSc-náms í viðskipta- og hagfræði
Sigrún á Heygum Ólafsdóttir
Verkefnastjóri meistaranáms í viðskiptafræði

Deildarforseti

Dr. Stefan Wendt

Viðburðir deildar

Framlag

Upplýsingar fyrir nemendur

Forsetastyrkur
Grunnám

Þeir nemendur í grunnnámi sem ná bestum árangri á hverju próftímabili eiga kost á að komast á forsetalista deildarinnar og fá skólagjöld næstu annar felld niður.

Meistaranám

Nemendur í meistaranámi í viðskiptafræði eiga möguleika á forsetastyrk. Forsetastyrkur felur í sér niðurfellingu hluta skólagjalda þannig að nemandi greiðir skólagjöld sem nema sömu upphæð og skólagjöld grunnnáms. 

Hafa samband

Nemendur eru hvattir til að hafa samband við verkefnastjóra ef þeir hafa fyrirspurn eða vilja bóka tíma.

Sigrún Ólafsdóttir
Verkefnastjóri meistaranáms í viðskiptafræði
Jóhanna Vernharðsdóttir
Verkefnastjóri Executive MBA náms
Saga Ýr Kjartansdóttir
Verkefnastjóri BSc í viðskipta- og hagfræði
Laufey Bjarnadóttir
Verkefnastjóri meistaranáms í viðskiptafræði

Skipulag

Deildarforseti

Deildarforseti er framkvæmdastjóri deildar og ber ábyrgð á starfsemi og fjárhag hennar gagnvart rektor. Deildarforseti ræður kennara og aðra starfsmenn til deildarinnar í umboði rektors. Deildarforseti á frumkvæði að mótun stefnu fyrir deildina og stýrir daglegu starfi hennar. Deildarforseti gerir fjárhagsáætlun fyrir deild og skal hún lögð fram til umfjöllunar í framkvæmdastjórn HR sem hluti af heildarfjárhagsáætlun skólans. Deildarforseti skipar deildarráð og boðar til funda í því og heldur einnig reglulega deildarfundi.

Ráð og nefndir

Í viðskipta- og hagfræðideild er starfrækt rannsóknarráð en í því sitja fjórir starfsmenn deildarinnar. Formaður rannsóknarráðs viðskipta- og hagfræðideildar situr síðan í rannsóknarráði Háskólans í Reykjavík en því er ætlað að stuðla að aukinni rannsóknarvirkni með hvatningu og stuðningi við rannsóknarstarf háskólans og hönnun ferla sem lúta að rannsóknarstarfi og fjármögnun þess.

Meðlimir rannsóknarráðs

  • Susanne Durst, prófessor og forstöðumaður rannsóknaráðs
  • Ewa Ryszarda Lazarczyk Carlson, dósent
  • Valdimar Sigurðsson, prófessor
  • Hrund Steingrímsdóttir, skrifstofustjóri
Var efni síðunnar hjálplegt?