Doktorsnám
Háskólinn í Reykjavík er framsækinn rannsóknarháskóli sem býður nemendum og starfsfólki kraftmikið alþjóðlegt starfsumhverfi. Við skólann starfa nú margir af fremstu vísindamönnum landsins og hefur verið metinn sem einn af þeim háskólum sem mest er vitnað í alþjóðlega samkvæmt lista Times Higher Education síðustu ár.
Vinsamlega hafið við starfsfólk viðkomandi deildar ef óskað er eftir ítarlegri upplýsingum um doktorsnám.
Um helstu rannsóknarsvið má lesa hér fyrir neðan.
Hér fyrir neðan má finna samræmdar reglur fyrir doktorsnám en sumar deildir eru hins vegar sínar reglur og gilda þær þá. Einnig má finna handbók um doktorsnám við Háskólann í Reykjavík.
Lagadeild
Doktorsnám (PhD) við lagadeild HR er á eftirfarandi réttarsviðum:
Bótaréttur, þar á meðal skaðabótaréttur og vátryggingaréttur, og sjóréttur.
Nánari upplýsingar veitir dr. Guðmundur Sigurðsson, prófessor, netfang: gudmundur@ru.is
EES-réttur.
Nánari upplýsingar veitir dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor, netfang: margreteinars@ru.is
Evrópuréttur.
Nánari upplýsingar veitir dr. Gunnar Þór Pétursson, prófessor, netfang: gunnarthor@ru.is
Loftslagsréttur, umhverfisréttur, hafréttur og þjóðaréttur.
Nánari upplýsingar veitir dr. Snjólaug Árnadóttir, lektor, netfang: snjolauga@ru.is
Stjórnskipunarréttur, stjórnskipunarsaga og samanburðarstjórnskipun.
Nánari upplýsingar veitir dr. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor, netfang: ragnhildurh@ru.is
Stjórnsýsluréttur.
Nánari upplýsingar veitir dr. Margrét Vala Kristjánsdóttir, dósent, netfang: margretvala@ru.is
Verðbréfamarkaðsréttur, fjármálamarkaðsréttur og félagaréttur.
Nánari upplýsingar veitir dr. Andri Fannar Bergþórsson, dósent, netfang: andrib@ru.is
Doktorsnám er fullt nám í þrjú ár og er 180 einingar. Gert er ráð fyrir því að námstíminn vari í fjögur ár ef nemandi sinnir kennslu eða öðrum störfum með náminu.
Til að uppfylla kröfur til að öðlast doktorsgráðu frá lagadeild Háskólans í Reykjavík skal doktorsnemi, undir leiðsögn doktorsmenntaðs leiðbeinanda, hafa unnið vísindalegar rannsóknir sem fela í sér sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar á sviði lögfræði.
Doktorsgráðu skal því aðeins veita að doktorsnemi hafi unnið sjálfstæðar frumlegar rannsóknir sem hafi nægjanlegt nýnæmi og vísindalegt gildi og séu af nægu umfangi til þess að verðskulda gráðuna.
Stundakennsla og starfssvið
Doktorsnemi sem velur að vinna hjá HR með námi stendur til boða 25% starf sem stundakennari/aðstoðarmaður á ári. Doktorsnemi í 25% starfi kennir 2 námskeið á 4 árum, eða sem svarar 1/2 námskeiði á ári. Doktorsnemi sinnir að öðru leyti störfum aðstoðarmanns, s.s. aðstoð við yfirferð prófa, umsjón með námsverkefnum eða rannsóknaraðstoð hjá leiðbeinanda í einn mánuð á ári. Verkefni skulu vera skýrt skilgreind.
Námskeið
Ekki er sérstök námskeiðalína í doktorsnámi. Þess í stað eru námskeið og rannsóknarmálstofur skipulögð ad hoc, eða í samstarfi við aðra háskóla og rannsóknasamstarf. Leiðbeinandi og doktorsnemi skipuleggja saman einstaklingsbundna námsáætlun sem er til þess fallin að auka hæfni og þekkingu doktorsnemans til að vinna að rannsóknum og kennslu á sínu sérsviði.
Skólagjöld
Doktorsnemar greiða skólagjöld sambærileg skólagjöldum í ML-námi í eina önn. Skólagjöld í HR eru ákveðin árlega. Lesa reglur um skólagjöld.
Starfsstöð
Doktorsnemum er skylt að stunda rannsóknir sínar við HR og að vera búsettir í nágrenni skólans í 18 mánuði af námstímanum. Doktorsnemi skal dvelja við erlenda háskólastofnun í allt að 6 mánuði.
Sálfræðideild
Sálfræðideild HR býður upp á metnaðarfullt doktorsnám í sálfræði fyrir þau sem vilja stunda fræðilegar rannsóknir á einu af sérsviðum deildarinnar.
Með doktorsnámi eru rannsóknir við deildina styrktar samhliða því að ungt vísindafólk er þjálfað í að beita vísindalegum vinnubrögðum við öflun og miðlun nýrrar þekkingar til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag.
Doktorsnám er fullt nám í fjögur ár og er 240 ECTS einingar, þar af 30 einingar í námskeiðum. Til að uppfylla kröfur til að öðlast doktorsgráðu frá sálfræðideild Háskólans í Reykjavík verður doktorsnemi að hafa unnið, undir leiðsögn, frumlegar vísindalegar rannsóknir sem fela í sér sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar á sviði sálfræði.
Doktorsgráðu er aðeins hægt að veita doktorsnemum sem hafa unnið sjálfstæðar frumlegar rannsóknir, sem samanstanda af þremur vísindalegum greinum sem hafa nægjanlegt nýnæmi og vísindalegt gildi og séu af nægu umfangi til þess að verðskulda gráðuna.
Áður en formleg umsókn er send þurfa áhugasamir einstaklingar að vera búnir að hafa samband við akademískan starfsmann deildarinnar til að ræða og fá samþykki fyrir leiðsögn viðkomandi til doktorsgráðu.
Frekari upplýsingar um doktorsnám veitir Hildur Droplaug Pálsdóttir, skrifstofustjóri sálfræðideildar.
Netfang: hildur@ru.is
Athugið að allar lausar doktorsnámsstöðu eru auglýstar á Starfasíðu HR.
Frekari upplýsingar fást hjá verkefnastjóra og forstöðukonu doktorsnámsins.
Námskeið
Ekki er sérstök námskeiðalína í doktorsnámi sálfræðideildar. Þess í stað eru námskeið skipulögð með tilliti til doktorsrannsóknarinnar og út frá þörfum hvers nemanda, gjarnan í samstarfi við aðra háskóla og rannsóknasamstarf. Leiðbeinandi og doktorsnemi skipuleggja í sameiningu einstaklingsbundna námskeiðaáætlun (að lágmarki 30 ECTS einingar) sem er til þess fallin að auka hæfni og þekkingu doktorsnemans til að vinna að rannsóknum á sínu sérsviði.
Skólagjöld
Skólagjöld í HR eru ákveðin árlega og hér má finna upplýsingar um skólagjöld í HR og reglur þeim tengd. Í sálfræðideild eru skólagjöld í doktorsnámi aðeins innheimt á fyrstu önn námsins en felld niður á síðari önnum að því gefnu að námsárangur sé samkvæmt áætlun.
Íþróttafræðideild
Íþróttafræðideild HR býður upp á metnaðarfullt doktorsnám (PhD) fyrir þá sem vilja stunda fræðilegar rannsóknir í íþróttavísindum.
Með doktorsnámi eru rannsóknir við deildina styrktar samhliða því að ungir vísindamenn eru þjálfaðir í beitingu vísindalegra vinnubragða við öflun og miðlun nýrrar þekkingar til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf.
Doktorsnám er fullt nám í þrjú ár og er 180 einingar, þar af 30 einingar í námskeiðum. Til að uppfylla kröfur til að öðlast doktorsgráðu frá Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík skal doktorsnemi, undir leiðsögn doktorsmenntaðs leiðbeinanda, hafa unnið vísindalegar rannsóknir sem fela í sér sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar á sviði Íþróttavísinda.
Doktorsgráðu skal því aðeins veita að doktorsnemi hafi unnið sjálfstæðar frumlegar rannsóknir, sem samanstanda af þremur vísindalegum greinum sem hafi nægjanlegt nýnæmi og vísindalegt gildi og séu af nægu umfangi til þess að verðskulda gráðuna.
PAPESH er rannsóknarsetur íþróttafræðideildar.
Umsóknir
Áður en formleg umsókn er send inn þurfa áhugasamir einstaklingar að vera búnir að hafa samband við akademískan starfsmann deildarinnar vegna mögulegrar leiðbeiningar til doktorsgráðu.
Þegar kemur að formlegri umsókn er sótt um á umsóknarvef Háskólans í Reykjavík og eftirtöldum gögnum þarf að skila inn á ensku:
- Afrit af prófskírteinum
- Ýtarlega ferilskrá (curriculum vitae)
- Nöfn á þremur umsagnaraðilum
- Stutt yfirlit yfir fyrirhugaða rannsókn
- Fyrirhugaður leiðbeinandi
- Upplýsingar um fjármögnun
Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að hafa samband við akademískt starfslið deildarinnar til að ræða um mögulegar rannsóknir til doktorsgráðu.
Athugið að allar lausar doktorsnámsstöðu eru auglýstar á Starfasíðu HR.
Frekari upplýsingar fást hjá verkefnastjóra deildarinnar.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið meistaranámi í íþróttafræði og hafa sýnt afburðaárangur í námi og/eða starfi og vera líklegir til að geta tekið frumkvæði í þekkingarsköpun á sviði vísinda eða atvinnulífs.
Viðskipta- og hagfræðideild
Viðskipta- og hagfræðideild HR býður metnaðarfullt doktorsnám í viðskiptafræði fyrir þá sem vilja stunda fræðilegar rannsóknir á einu af sérsviðum deildarinnar. Doktorsnám þjálfar nemendur í beitingu vísindalegra vinnubragða við öflun og miðlun nýrrar þekkingar.
Með doktorsnámi er ætlunin að styrkja rannsóknir við deildina samhliða því að þjálfa unga vísindamenn til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf og tryggja stöðu Háskólans í Reykjavík sem alþjóðlega viðurkennds háskóla. Forseti viðskiptadeildar, forstöðumenn og rannsóknarráð hafa yfirumsjón með nemendum í doktorsnámi við deildina.
Til þess að ljúka doktorsnámi þurfa nemendur að sýna fram á:
- Almenna þekkingu á grunnatriðum viðkomandi fræðasviðs.
- Sérfræðiþekkingu á sínu rannsóknarsviði.
- Færni í beitingu vísindalegra vinnubragða.
- Færni í að afmarka, móta og framkvæma sjálfstæðar rannsóknir.
- Færni í að miðla niðurstöðum í ræðu og riti bæði á innlendum og erlendum vettvangi.
- Sjálfstætt og viðurkennt framlag til þekkingarsköpunar á sínu rannsóknarsviði.
Frekari upplýsingar fást hjá verkefnastjóra og forstöðukonu doktorsnáms.
Áður en formleg umsókn er send inn þurfa áhugasamir einstaklingar að vera búnir að hafa samband við akademískan starfsmann deildarinnar vegna mögulegar leiðbeiningar til doktorsgráðu. Leiðbeinandi skal hafa doktorsgráðu. Hlutverk leiðbeinanda er að leiðbeina doktorsnema í rannsóknarvinnunni, fylgjast með framvindu námsins og hafa eftirlit með gæðum rannsóknarvinnunnar.
Þegar kemur að formlegri umsókn er sótt um á umsóknarvef Háskólans í Reykjavík og eftirtöldum gögnum þarf að skila inn á ensku
- Ferilskrá
- Afrit af prófskírteinum
- Lýsing á fyrirhuguðu rannsóknarefni
- Nöfn á þremur umsagnaraðilum
- Fyrirhugaður leiðbeinandi
- Upplýsingar um fjármögnun námsins
Tekið er við umsóknum fyrir haustönn 5. febrúar - 30. apríl og fyrir vorönn 15. september - 5. nóvember.
Athugið að allar lausar doktorsnámsstöðu eru auglýstar á Starfasíðu HR
Tölvunarfræðideild
Doktorsnámið í tölvunarfræði byggist á rannsóknartengdu verkefni nemenda sem vilja þróa og leiða rannsóknartengda vinnu við hin ýmsu svið tölvunarfræðinnar.
Vinnan í náminu er í tengslum við kennslu og rannsóknir eða leiðandi hátækniiðnað framtíðarinnar. Markmið námsins er að veita nemendum þjálfun og þekkingu sem gerir þeim kleift að vera í forystu varðandi rannsóknir og þróun hvort sem er innan akademíunnar eða tölvuiðnaðarins. Gerðar eru miklar kröfur til þeirra sem leggja stund á námið.
Doktorsnámið er skipulagt í samstarfi við erlenda háskóla og rannsóknarstofnanir því er gerð krafa um að nemendur dvelji erlendis hluta námstímabilsins.
- Nánari upplýsingar um doktorsnám við tölvunarfræðideild (á ensku)
- Athugið að allar lausar doktorsnámsstöðu eru auglýstar á Starfasíðu HR.
Verkfræðideild
Verkfræðideild býður nám til doktorsprófs (PhD).
Allar upplýsingar um doktorsnámið er að finna á enskum síðum deildarinnar. Frekari upplýsingar fást hjá skrifstofu deildarinnar vfd@ru.is.
Athugið að allar lausar doktorsnámsstöðu eru auglýstar á Starfasíðu HR.
Námsbrautarstjórar
- Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, heilbrigðisverkfræði, oes@ru.is, 543-5523
- Hlynur Stefánsson, rekstrarverkfræði, hlynurst@ru.is , 599-6308
- Sverrir Ólafsson, fjármálaverkfræði, sverriro@ru.is, 599-6332
- María Sigríður Guðjónsdóttir, orkuverkfræði, msg@ru.is, 599-6304
- Ármann Gylfason, vélaverkfræði, armann@ru.is , 599-6307
- Elias August, hátækniverkfræði, eliasaugust@ru.is
- Ragnar Kristjánsson, raforkuverkfræði, ragnark@ru.is , 599-656
Umsjón með doktorsnámi á skrifstofu deildar: