Um viðskiptadeild

Nefndir og ráð

Starfsemi viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík skiptist á tvö meginsvið kennslu og rannsókna auk yfirstjórnar:

Deildarforseti

Deildarforseti er framkvæmdastjóri deildar og ber ábyrgð á starfsemi og fjárhag hennar gagnvart rektor. Deildarforseti ræður kennara og aðra starfsmenn til deildarinnar í umboði rektors. Deildarforseti á frumkvæði að mótun stefnu fyrir deildina og stýrir daglegu starfi hennar. Deildarforseti gerir fjárhagsáætlun fyrir deild og skal hún lögð fram til umfjöllunar í framkvæmdastjórn HR sem hluti af heildarfjárhagsáætlun skólans. Deildarforseti skipar deildarráð og boðar til funda í því og heldur einnig reglulega deildarfundi.

Deildarráð

Deildarráð fer með yfirstjórn allra mála sem lúta að nemendum, námskrá, rannsóknum
og ytri tengslum deildarinnar. Deildarforseti stýrir fundum deildarráðs og er ábyrgur fyrir því að kalla saman fundi eigi sjaldnar en tvisvar í mánuði að teknu tilliti til venjulegra fría. Ákvarðanir og tillögur ráðsins skulu færðar til bókar og gerðar aðgengilegar og einnig kynntar á deildarfundum eftir því sem við á. 

Í deildarráði sitja:

  • Aldís Guðný Sigurðardóttir, forstöðumaður MBA náms
  • Bryndís Ásbjarnardóttir, forstöðumaður BSc-náms í viðskipta- og hagfræði 
  • Ender Demir, forstöðumaður námsbrauta í meistaranámi
  • Ewa Ryszarda Lazaczyk Carlson, forstöðumaður doktorsnáms
  • Freyr Halldórsson, forstöðumaður námsbrauta í meistaranámi
  • Hallur Þór Sigurðarsson, forsöðumaður námsbrauta í meistaranámi
  • Hrund Steingrímsdóttir, skrifstofustjóri
  • Jón Þór Sturluson, deildarforseti


Deildarfundir
Á deildarfundum eiga sæti allir starfsmenn deildarinnar og starfsmenn stofnana sem
heyra undir deildina. 

Tilgangur deildarfundar er að:

  • Vera vettvangur umræðna um markmið og hlutverk deildarinnar.
  • Veita upplýsingar til starfsmanna um ýmis fagleg málefni er snerta deildina.
  • Fjalla um skipulag kennslu, námsframboð og námsleiðir.
  • Fjalla um rannsóknir við deildina.
  • Fjalla um hlutverk og skyldur ráða og nefnda.

PRME

PRME: Menntun ábyrgra stjórnenda

PRME

PRME leggur áherslu á að menntastofnanir sem skrifað hafa undir viljayfirlýsinguna endurskoði rannsóknir og kennsluaðferðir sínar sem og daglega starfsemi skólans með sjálfbæra þróun og samfélagsábyrgð að leiðarljósi.

Viðskiptadeild skrifaði þann 7. desember 2012 undir viljayfirlýsingu PRME varðandi menntun ábyrgra stjórnenda (PRME, Principles for Responsible Management Education) sem hefur nú verið samþykkt af PRME skrifstofunni í New York. Þetta er annað mikilvæga skrefið sem HR tekur varðandi samfélagsábyrgð fyrirtækja en skólinn hefur gert samstarfssamning við Festu, miðstöð um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja sem er með aðsetur í HR.

PRME átakinu var upphaflega hrundið af stað af Sameinuðu þjóðunum árið 2007 í tengslum við Global Compact alþjóðasáttmálann, en í dag eru um 450 viðskiptaháskólar frá yfir 80 löndum hluti af verkefninu. Er viðskiptadeild HR afar ánægð með að vera hluti af hinum ört stækkandi hóp metnaðarfullra viðskiptaháskóla sem láta sig þessi mál varða.

Þar sem Háskólinn í Reykjavík tekur virkan þátt í því að mennta stjórnendur framtíðarinnar mun hann leggja áherslu á eftirfarandi markmið og greina skýrt frá þeim árangri er skólinn nær í þessum málum til viðeigandi aðila:

  1. Tilgangur  - Við munum leitast við að mennta nemendur okkar með það að leiðarljósi að þeir verði leiðandi í uppbyggingu á sjálfbærni í viðskiptum ásamt því að þeir geti unnið að heildrænum og sjálfbærum lausnum á vandamálum framtíðarinnar.
  2. Gildi  - Við munum leitast eftir því að samtvinna hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og samfélagsábyrgðar við gerð námsskrár, námsefnis og í kennslufræðum skólans.
  3. Aðferðir - Við munum bjóða upp á námsefni, kennsluaðferðir og aðstæður sem gera nemendum kleift að efla færni og skilning á því hvað það er að vera ábyrgur stjórnandi. 
  4. Rannsóknir - Við munum leggja áherslu á að stunda rannsóknir sem auka skilning á bæði hlutverki sem og mögulegum áhrifum fyrirtækja og stofnana á þróun samfélags, umhverfis og efnahagslegra gilda.
  5. Samvinna við fyrirtæki og stofnanir - Við munum auka samskipti og samstarf við stjórnendur fyrirtækja í þeim tilgangi að auka skilning okkar á þeim samfélagslegu og umhverfislegu áskorunum sem þau standa frammi fyrir ásamt því að þróa með þeim árangursríkar leiðir til að takast á við þessar áskoranir. 
  6. Umræða - Við munum standa fyrir og styðja við gagnrýna umræðu á meðal kennara, nemenda, fyrirtækja, stofnana, stjórnvalda, fjölmiðla og annarra áhugasamra aðila í samfélaginu um mikilvæg málefni tengd sjálfbærni og samfélagsábyrgð.

Viðskiptadeild hefur gefið út tvær skýrslur um framgang PRME verkefnisins. Í skýrslunum er talað um hvernig viðskiptadeildin hefur unnið að framgangi PRME markmiðanna og hvaða markmið deildin hefur sett sér í ábyrgri stjórnunarmenntun fyrir komandi ár. 

Skýrslurnar má finna hér:

Nánari upplýsingar um PRME er hægt að nálgast á heimasíðu PRME: http://www.unprme.org/

Munur á MSc gráðu og viðbótargráðu á meistarastigi

Menntamálaráðuneytið gefur út „viðmið um æðri menntun og prófgráður“.

  • Samkvæmt viðmiðunum er meistaragráða (MSc) skilgreind sem 90-120 ECTS gráða á meistarastigi sem lýkur með lokaritgerð sem er að lágmarki 30 ECTS.
  • Viðmiðin skilgreina einnig aðrar prófgráður á meistarastigi, svokallaðar viðbótargráður á meistarastigi. Slíkar gráður eru á bilinu 30-120 ECTS og eiga það sammerkt að ekki er gerð lokaritgerð, eða að lokaritgerð/lokaverkefni er umfangsminna en 30 ECTS. Dæmi um prófgráður á meistarastigi eru MBA-gráða, MPM-gráða og MAcc-gráða, en sú síðastnefnda er til að mynda sú framhaldsgráða sem þeir ljúka sem ætla að leggja fyrir sig endurskoðun. 

Starfsfólk



Var efnið hjálplegt? Nei