23. maí 2025
Fjöldi kynnti sér framtíðar möguleika á opnu húsi í HR
23. maí 2025
Fjöldi kynnti sér framtíðar möguleika á opnu húsi í HR
Opið hús var haldið í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 21. maí, þar sem kennarar, starfsfólk og nemendur kynntu námið, aðstöðuna og þjónustuna við skólann. Viðburðurinn var vel sóttur og ánægjulegt að taka á móti gestum og gangandi.
Skapaðu framtíðina í HR
Það er mikilvægt að vanda valið þegar kemur að því að velja háskólanám við hæfi. Háskólanám markar fyrstu skrefin að þeirri framtíð sem þú vilt geta skapað þér.
Í kennslu við Háskólann í Reykjavík er lögð áhersla á trausta fræðilega undirstöðu, starfsnám og raunhæf verkefni sem unnin eru í samstarfi við fyrir fyrirtæki og stofnanir. Námsmat er fjölbreytt og nemendur vinna mikið í hópum að verkefnum, jafnvel þvert á ólíkar faggreinar.

Við Háskólann í Reykjavík eru tvö svið og sjö deildir. Við samfélagssvið er kennd íþróttafræði, sálfræði, lögfræði og viðskipta- og hagfræði. Við tæknisvið er kennd tæknifræði, tölvunarfræði og verkfræði.

Góð þjónusta er í boði fyrir nemendur HR og öll kennsla fer fram undir einu þaki í einstakri aðstöðu. Þú finnur upplýsingar um alla helstu þjónustu hér:
Umsóknarfrestur um grunnnám við Háskólann í Reykjavík er til 5. júní.
Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir