22. október 2025
Guðmundur Kristjánsson hlýtur framgang í starfi við tæknifræðideild
22. október 2025
Guðmundur Kristjánsson hlýtur framgang í starfi við tæknifræðideild
Guðmundur Kristjánsson hefur hlotið framgang í starfi og gegnir nú stöðu háskólakennara II / Senior Lecturer við tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík.
Í framgangsnefnd sátu Dr. Haraldur Auðunsson, Dósent í verkfræðideild HR, Dr. Michael Shannon Moorhead, Dósent í tæknifræðideild HR og Dr. Kristinn Andersen, prófessor í verkfræðideild Háskóla Íslands.
Guðmundur hefur gegnt þýðingarmiklu hlutverki í þróun náms í rafmagnstæknifræði og starfað sem fagstjóri frá árinu 2019. Hann hefur kennt fjölda námskeiða í grunn- og diplómanámi, auk þess að leiðbeina nemendum í lokaverkefnum í tæknifræði og meistaranámi í verkfræði.
Hann tekur virkan þátt í fjölbreyttum verkefnum sem tengjast kennslunni, bæði innan HR og í samstarfsverkefnum s.s. CDIO-verkefninu um verkfræðimenntun, Nordplus-samstarfi og International Graduate Student Research Cohort þar sem unnið er að rannsóknarverkefnum sem kynnt eru á Arctic Circle ráðstefnunni.
Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir