16. október 2025
Háskólinn í Reykjavík hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar árið 2025
16. október 2025
Háskólinn í Reykjavík hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar árið 2025
Háskólinn í Reykjavík hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA, árið 2025. Viðurkenningarhátíð fór fram í Háskóla Íslands í síðustu viku og tóku Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri HR, og Elísabet Þóra Jóhannesdóttir, mannauðssérfræðingur hjá HR, við viðurkenningunni.
Alls hlutu 90 fyrirtæki, 22 opinberir aðilar og 16 sveitarfélög viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í ár.

Við erum stolt af þessari viðurkenningu sem veitir bæði hvatningu og aðhald í okkar vinnu. Við megum ekki sofna á verðinum og höldum áfram að stuðla að og tryggja jafnrétti í okkar starfi. Háskólinn í Reykjavík er stór og fjölbreyttur vinnustaður og við viljum tryggja að þar sé öllum tekið opnum örmum.
Segir Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri Háskólans í Reykjavík.
Dr. Ásta Dís Óladóttir, prófessor við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogarinnar opnaði hátíðina og hrósaði stjórnendum fyrir eftirtektarverðan árangur í jafnréttismálum. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, flutti fræðandi erindi undir heitinu „Er þetta ekki komið?“ og dómsmálaráðherra, Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, flutti áhugavert og hvetjandi ávarp.
Verkefni Jafnvægisvogarinnar snúa að því að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir, og að taka saman heildræna stöðu og niðurstöðu greininga á stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi, og birta niðurstöður. Jafnvægisvogin veitir stjórnendum fyrirtækja sem hafa náð markmiðum um jöfn tækifæri kynjanna viðurkenningar árlega.
Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir