Námið
Rannsóknir
HR

14. október 2025

Rætt um ávinninga og áskoranir Neurotech á málþingi

Dr. Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, og Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, sviðsforseti samfélagssviðs, tóku þátt í pallborðum á málþingi í Norræna húsinu í dag.  

Frá vinstri: Rúna Guðmarsdóttir, forstöðukona Erasmus+ á Íslandi, Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands og Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst.

Yfirskrift málþingsins var ávinningur og áskoranir evrópsku háskólanetanna fyrir nemendur, starfsfólk, stöðu háskólanna og samfélagið. Rætt var m.a. um áskoranir og ávinninga Neurotech, samstarfsverkefni nokkurra fremstu rannsóknaháskóla Evrópu á sviði taugatækni.  

Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, sviðsforseti samfélagssviðs, Magnús Þór Torfason, sviðsforseti félagsvísindasviðs HÍ, Jón Grétar Sigurjónsson, kennslustjóri LbhÍ, Einar Hreinsson, gæðastjóri Háskólans á Bifröst og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak - Icelandic Startups.

Fjórir íslenskir háskólar eru hver um sig í einu af 65 háskólanetum í Evrópu. Háskólarnir buða til málþingsins sem var haldið í samstarfi við Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið, sjá nánar hér.

Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar og háskólaráðherra.


Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir