3. nóvember 2025
Vel lukkaður sjálfbærnidagur haldinn í HR
3. nóvember 2025
Vel lukkaður sjálfbærnidagur haldinn í HR
Sjálfbærnidagur HR fór fram miðvikudaginn 29. október. Fjölbreytt dagskrá var í boði yfir daginn fyrir starfsfólk, nemendur og gesti og gangandi.
Dagskrá hófst með kynningum í Sólinni þar sem samstarfsaðilar og bakhjarlar SIF (Rannsóknarseturs um sjálfbæra þróun), Landsvirkjun og Landsnet kynntu starfsemi sína í þágu aukinnar sjálfbærni, með áherslu á hringásarhugsun. Þá var fríbúð Sorpu opin að vanda og Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri kynninga hjá Sorpu leiddi nemendur í gegnum KAHOOT spurningakeppni um hringrásarhagkerfið.


Í hádeginu var haldin málstofa á vegum Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar HR CLoCCS er bar heitið Loftslagsaðgerðir: Hvar liggur ábyrgðin? Skuldbindingar íslenska ríkisins á sviði loftslagsmála. Þar ræddu sérfræðingar úr háskólanum og atvinnulífinu helstu skuldbindingar íslenska ríkisins á sviði loftslagsmála með sérstakri áherslu á framlag og ábyrgð fyrirtækja í baráttunni gegn loftslagsvánni.
Framsögumenn voru:
- Ketill Berg Magnússon, Program Manager Safety Excellence hjá JBT Marel
Loftslagsmál – er það mitt mál? - Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu 
Samspil milli skyldna ríkja og fyrirtækja - Bára Alexandersdóttir, doktorsnemi í loftslagsrétti
Regluverk um kolefnisföngun- og förgun - David Finger, dósent í verkfræðideild HR og Orkuskólanum (Iceland School of Energy)-Engineering Perspective on Circular Carbon Reutilization in Iceland
 - Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður Loftslags- og áhrifastýringar, Landsvirkjun - Framlag Landsvirkjunar til loftslagsmála
 
Þátttakendur í pallborði voru þeir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri fræðslu og kynninga, hjá Sorpu og Magni Þ. Pálsson, verkefnastjóri rannsókna, hjá Landsneti. Með fundarstjórn fór Snjólaug Árnadóttir, dósent og forstöðumaður Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar HR.
Að lokinni málstofu voru afhentir styrkir í Sólinni en SIF leggur áherslu á að efla rannsóknir og menntun í sjálfbærri þróun. Sá forsvarsfólk Landsvirkjunar og Landsnets, samstarfsaðilar og styrktaraðilar SIF, um að afhenda styrki til valinna doktors- og rannsóknarverkefna. Eftirtalin hlutu styrki;
Styrk frá Landsvirkjun fyrir doktorsverkefni hlutu;

- Anna Sigríður Islind, Brynjar Halldórsson og Hafrún Kristjánsdóttir fyrir verkefnið Healthcare Innovation for Sustainable Delivery of Anxiety Care Across Iceland
 - Hlynur Stefánsson fyrir verkefnið Pathways of Microplastics
 
Eftirtalin verkefni hlutu einnig verkefnastyrk frá Landsvirkjun;

Humble, sprotafyrirtæki sem hefur þróað app sem miðar að minnkun matarsóunar, kynnir starfsemi sína.
- Ingunn Ýr Guðbrandsdóttir fyrir verkefnið Supporting the sustainability transition of salmon aquaculture: Policy leverage
 - Hlynur Stefánsson fyrir verkefnið Equipment for microplastic research
 

Styrk frá Landsneti hlutu eftirtalin;

- David Christian Finger, Guðmundur Kristjánsson, Ágúst Valfells, Aldís Ingimarsdóttir og Michael Shannon Moorhead fyrir verkefnið Off grid hydropower
 - María Sigríður Guðjónsdóttir and Nursanty Elisabeth Banjarnahor fyrir verkefnið Pilot Scale testing of GeoEjector integrated with real-time measurements of two-phase geothermal flow.
 

Sameiginlegan styrk frá Landsneti og Landsvirkjun hlaut Þórður Víkingur Friðgeirsson fyrir verkefnið Effectiveness and Efficiency in the Public Sector Through the Lens of Sustainability.
Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir