Grunnnám við HR

Af hverju HR?

Háskólinn í Reykjavík býður nemendum sínum nútímalega kennsluhætti, góða aðstöðu, öflugar rannsóknir og sterk tengsl við atvinnulífið.

Grunnur og sérhæfing

Háskólanám hefst með grunnnámi (BSc- eða BA-gráða) sem tekur yfirleitt þrjú ár. Að því loknu öðlast nemendur aukna sérhæfingu með meistaranámi (MSc- eða ML-gráða) sem að öllu jöfnu tekur tvö ár. Í heildina er háskólanámið því oftast fimm ár, þó að undantekningar séu á þeirri reglu. Þannig er hægt að ljúka diplómanámi, sem er styttra en þrjú ár, í nokkrum greinum.

Hvernig er að vera í HR?

Á síðunni Lífið í HR getur þú kynnst nemendum sem völdu nám við HR, ástæðunum þar að baki og hvernig námið hefur reynst þeim. Síðast en ekki síst geturðu spurt nemendurna um það sem á þér brennur varðandi námið.

Umsóknarferlið

Að sækja um nám í HR er ekki flókið en það borgar sig samt sem áður að vera búin/n að kynna sér umsóknarferlið.

Yfirlit yfir allt grunnnám við HR

Nám Gráða
Byggingafræði BSc
Byggingariðnfræði Diplóma
Byggingartæknifræði BSc
Fjármálaverkfræði BSc
Háskólagrunnur HR
Lokapróf
Haftengd nýsköpun Diplóma
Hagfræði BSc
Hátækniverkfræði BSc
Heilbrigðisverkfræði BSc
Hugbúnaðarverkfræði BSc
Iðnfræði Diplóma
Iðnaðartæknifræði* BSc 
Íþróttafræði BSc
Kerfisstjórnun* Diplóma
Lögfræði BA
Lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein BA
Rafiðnfræði Diplóma
Rafmagnstæknifræði BSc
Rekstrariðnfræði Diplóma
Rekstrarverkfræði BSc
Sálfræði BSc
Tæknifræði BSc
Tölvunarfræði - áður kerfisfræði (staðarnám, háskólanám með vinnu og Akureyri) Diplóma
Tölvunarfræði BSc
Tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein BSc
Tölvunarstærðfræði BSc
Verkfræði BSc     
Vélaverkfræði BSc
Véliðnfræði Diplóma
Vél- og orkutæknifræði BSc
Viðskiptafræði BSc
Viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein  BSc
Viðskiptafræði með tölvunarfræði sem aukagrein    BSc
Aperio - sérsniðið  nám fyrir afburðarnemendur  

* Ekki var tekið inn í stjörnumerktar námslínur haustið 2017Fara á umsóknarvefGott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei