Iðnfræði

Fjarnám með tveimur staðarlotum

Iðnfræði er hagnýtt 90 ECTS eininga nám til diplómagráðu á háskólastigi. Kennt er í fjarnámi með tveimur staðarlotum á önn, eina helgi í senn. Námið er skipulagt þannig að hægt sé að stunda það samhliða vinnu og ljúka því á þremur árum. Einnig er mögulegt að ljúka náminu á skemmri tíma.

Námsbrautir:

Nemendur og kennarar segja frá námi í iðnfræði við HR.

Lögverndað starfsheiti

Til að útskrifast sem iðnfræðingur, sem er lögverndað starfsheiti, þarf nemandi að hafa lokið sveinsprófi í iðngrein á viðkomandi sviði og veitir námið þá rétt til meistarabréfs.

Háskólagrunnur HR

Þau sem lokið hafa iðnfræðinámi geta lokið lokaprófi í Háskólagrunni HR á einni önn (vorönn).

Haldið áfram í tæknifræði

Útskrifaðir iðnfræðingar geta fengið hluta af námi sínu metið inn í tæknifræðinám iðn- og tæknifræðideildar. Til að hefja nám í tæknifræði þarf iðnfræðingur eftir atvikum að bæta við sig einni önn í Háskólagrunni. Með þessu fæst góð samfella í námi við deildina ef nemendur kjósa að halda áfram í frekara háskólanám.

Auk þess býður iðn- og tæknifræðifræðideild upp á diplómanám í:

Tækniháskóli í fremstu röð

Iðn- og tæknifræðideild er aðili að samstarfsneti um að þróa og bæta kennslu í verkfræði og tæknifræði, CDIO (Conceive, Design, Implement, Operate). Í dag eru um 100 háskólar frá öllum heimshornum þátttakendur og vinna þeir kerfisbundið að því að bæta skipulag námsbrauta og þróa námsbrautir í tæknigreinum með áherslu á þarfir atvinnulífsins. 

Hera Grímsdóttir deildarforseti iðn- og tæknifræðideildarGott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei