Iðnfræði

Fjarnám með tveimur staðarlotum

Iðnfræði er hagnýtt 90 ECTS eininga nám til diplómagráðu á háskólastigi. Kennt eingöngu í fjarnámi með tveimur staðarlotum á önn, eina helgi í senn. Námið er skipulagt þannig að hægt sé að stunda það samhliða vinnu og ljúka því á þremur árum.

Námsbrautir:

Nemendur og kennarar segja frá námi í iðnfræði við HR.

Lögverndað starfsheiti

Til að útskrifast sem iðnfræðingur, sem er lögverndað starfsheiti, þarf nemandi að hafa lokið sveinsprófi í iðngrein á viðkomandi sviði og veitir námið þá rétt til meistarabréfs.

Sýslumenn sjá um að gefa út iðnmeistarabréf. Þegar sótt er um meistarabréf til sýslumanns og umsækjandi hefur ekki lokið meistaraskóla þarf fyrst að sækja um staðfestingu hjá VMA um að nám hans jafngildi námi við meistaraskóla. Þessari staðfestingu framvísar umsækjandi hjá sýslumanni með umsókn sinni um meistarabréf og greiðist fyrir það samkvæmt gjaldskrá skólans. Sjá frekari upplýsingar hér: Mat á námi til iðnmeistararéttinda | Verkmenntaskólinn á Akureyri (vma.is)

Háskólagrunnur HR

Þau sem lokið hafa iðnfræðinámi geta lokið lokaprófi í Háskólagrunni HR á einni önn (vorönn).

Haldið áfram í tæknifræði

Útskrifaðir iðnfræðingar geta fengið hluta af námi sínu metið inn í tæknifræðinám iðn- og tæknifræðideildar. Til að hefja nám í tæknifræði þarf iðnfræðingur eftir atvikum að bæta við sig einni önn í Háskólagrunni. Með þessu fæst góð samfella í námi við deildina ef nemendur kjósa að halda áfram í frekara háskólanám.

Auk þess býður iðn- og tæknifræðifræðideild upp á diplómanám í:

Tækniháskóli í fremstu röð

Iðn- og tæknifræðideild er aðili að samstarfsneti um að þróa og bæta kennslu í verkfræði og tæknifræði, CDIO (Conceive, Design, Implement, Operate). Í dag eru um 100 háskólar frá öllum heimshornum þátttakendur og vinna þeir kerfisbundið að því að bæta skipulag námsbrauta og þróa námsbrautir í tæknigreinum með áherslu á þarfir atvinnulífsins. 

Hera Grímsdóttir deildarforseti iðn- og tæknifræðideildar


UmsóknarvefurGott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei