Tölvunarfræði diplóma

Diplómanám í tölvunarfræði er samsvarandi fyrstu tveimur árunum í BSc-námi í tölvunarfræði. Diplómanámi má ljúka í staðarnámi í dagskóla og með vinnu. Námið er einnig kennt á Akureyri, í samstarfi við HA.  

Tölvunarfræðideild - Kynningarfundur

Um námið

Hagnýtt nám við öfluga deild

Nám í tölvunarfræði hentar þeim sem hafa áhuga á að hanna hugbúnað og vefsíður, þróa tölvuleiki, glíma við stærðfræði og læra forritun, meðal annars. Tölvunarfræði er fjölbreytt og lifandi grein sem skarast við ýmis önnur fræðasvið eins og stærðfræði, sálfræði, verkfræði, lífupplýsingafræði og viðskiptafræði. Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík er sú stærsta sinnar tegundar á landinu og við hana starfa vísindamenn og kennarar sem eru í fremstu röð í sínu fagi. 

Tölvunarfræði til diplómaprófs er tveggja ára nám og er 120 ECTS. Nemendur geta að námi loknu ákveðið að halda áfram og bæta við sig einu námsári eða 60 einingum og útskrifast með BSc-próf í tölvunarfræði.

Nám stundað í dagskóla

Diplómanám í tölvunarfræði í dagskóla er skipulagt sem fullt nám í tvö ár eða fjórar annir. 

Nám stundað á Akureyri

HR og HA bjóða í sameiningu upp á diplómanám í tölvunarfræði sem kennt er á Akureyri. Byggt er á námsefni frá HR en kennsla fer fram í Háskólanum á Akureyri í dagskóla. Námið er skipulagt sem fullt nám í tvö ár eða fjórar annir. Nemendur eru skráðir í nám við HR og borga skólagjöld samkvæmt gjaldskrá Háskólans í Reykjavík. 

Nám stundað með vinnu

Nemandi setur upp námsskipulag miðað við tíma og getu en flestir ljúka náminu á fjórum árum meðfram vinnu. Hægt er að ljúka náminu á styttri eða lengri tíma en nemandi verður að passa upp á að uppfylla undanfara fyrir hvert námskeið og reglur um hámarks námstíma. Þeir nemendur sem stunda vinnu geta í langflestum tilvikum horft á fyrirlestrana á netinu en þurfa að mæta í dæmatíma á kvöldin í HR, að meðaltali um einu sinni í viku nema í forritun og gagnaskipan en þá þarf að mæta tvisvar í viku.  

Raquelita Aguilar „Háskólanám er lykillinn að velgengni“

Frekari upplýsingar

Að námi loknu

Grunnþekking með diplómagráðu

Nemendur hafa að loknu námi diplómapróf í tölvunarfræði og þar með staðfestingu á því að hafa grunnþekkingu og þjálfun í faginu. 

Lögverndað starfsheiti að loknu einu ári í viðbót

Nemendur geta að námi loknu ákveðið að halda áfram og bæta við sig einu námsári eða 60 einingum. Þá útskrifast þeir með BSc-próf í tölvunarfræði og öðlast réttindi til að nota lögverndaða starfsheitið tölvunarfræðingur.

Að BSc-náminu loknu geta nemendur svo stundað meistaranám í tölvunarfræði. 

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR. 

Þjónusta 

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu. 

Verslanir og kaffihús

Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Kennarar

Vísindamenn og sérfræðingar

Nemendur í tölvunarfræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna og sérfræðinga á fagsviðinu, stundakennara og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.

Stundakennarar

Meðal þeirra sem koma að kennslu í tölvunarfræði er fjöldi stundakennara sem færa atvinnulífið beint inn í skólastofunar og miðla fræðslu um verklag og verkefni sem þau eru að fást við hverju sinni. 

Meðal kennara eru:

Hallgrímur Arnalds

Hallgrímur Arnalds

Forstöðumaður grunnnáms í tölvunarfræði og hefur séð um samstarf deildarinnar við fyrirtæki og lokaverkefni. 

Kári Halldórsson

Kári Halldórsson

Kári hefur um árabil kennt tölvugrafík, fengist við tölvuleikjagerð og stundað rannsóknir í gervigreind. Einnig hefur hann leiðbeint hópum í verklegum námskeiðum og lokaverkefnum, bæði almennum og rannsóknartengdum. 

Marta Kristín

Marta Kristín Lárusdóttir

Sérfræðingur á sviði notendamiðaðrar hugbúnaðargerðar og kennir meðal annars námskeið um samskipti manns og tölvu. 

Ólafur Andri

Ólafur Andri

Er í stjórn samtaka leikjaframleiðenda, IGI (Icelandic Gaming Industry) og fulltrúi Íslands í Nordic Game samstarfinu. Hann er einn stofnenda Betware. 


Skipulag náms

Til að ljúka diplóma í tölvunarfræði þarf að ljúka 120 ECTS einingum, en þar af eru 90 ECTS einingar skyldunámskeið. Hvert námskeið er 6 ECTS einingar, nema lokaverkefni sem er 12 ECTS einingar. Dæmi um hvernig nám í staðarnámi er skipulagt má sjá í meðfylgjandi töflu, en raða má námskeiðum á annan hátt ef undanfarareglum er fylgt.

Dagskóli og Háskólinn á Akureyri

1. ár - Haust 1. ár - Vor 
Forritun
Strjál stærðfræði I
Tölvuhögun
Greining og hönnun hugbúnaðar
Verklegt námskeið 1 (3. vikna)                        
 Gagnaskipan
Vefforritun
Gagnasafnsfræði
Valnámskeið*
Verklegt námskeið 2 (3. vikna)                                               
2. ár - Haust 2. ár - Vor
Reiknirit
Hugbúnaðarfræði
Valnámskeið
Tölvusamskipti
Valnámskeið (3. vikna)                                    
Stýrikerfi
Valnámskeið
Valnámskeið**
Lokaverkefni                                                                           

*Hægt er að taka Strjála stærðfræði II sem er skylda í BSc í tölvunarfræði
** Hægt er að taka Forritunarmál sem er skylda í BSc í tölvunarfræði

Athugið að Stærðfræðigreining og tölfræði er líka skylduáfangi fyrir BSc í tölvunarfræði

Nemendur taka 24 ECTS einingar í vali. Nemendur geta valið valnámskeið innan deildar (þ.e. tölvunarfræðideildar og tæknigreina innan tækni- og verkfræðideildar). Ef um val utan deildar er að ræða gildir eftirfarandi:

  • Nemendur geta tekið allt að 12 ECTS einingar utan deildar.
  • Athugið sérstaklega að námskeiðið Hagnýt upplýsingakerfi (í viðskiptafræðideild) er ekki hægt að taka í vali vegna skörunar við skyldunámskeið í tölvunarfræði. 
  • Ekki er hægt að fá metna bæði Gagnavinnslu og Gagnasafnsfræði vegna skörunar. 

Háskólanám með vinnu

Nemandi setur upp námskipulag miðað við tíma og getu en flestir ljúka náminu á fjórum árum meðfram vinnu. Hægt er að ljúka náminu á styttri eða lengri tíma en nemandi verður að passa upp á að uppfylla undanfara fyrir hvert námskeið og reglur um hámarks námstíma. 

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um skynsamlega uppröðun skyldunámskeiða miðað við fjögurra ára námsskipulag. Athugið að í þessari uppsetningu eru valnámskeið en nemendur geta dreift valnámskeiðum á haust og vor eins og hentar þeim best.

Fyrir nemendur sem eru að taka áfanga í námi með vinnu viljum við vekja athygli á því að áfangarnir Verklegt námskeið 1 og Verklegt námskeið 2 eru staðarnámsáfangar þ.e. nemendur þurfa að mæta í 3 vikur í skólann. 

1. ár - Haust                                                        1. ár - Vor                                                                                              
Forritun
Greining og hönnun hugbúnaðar
Verklegt námskeið 1 (3. vikna staðarnám)
Gagnaskipan
Gagnasafnsfræði
Valnámskeið eða Nýsköpun og stofnun fyrirtækja* (3. vikna staðarnám)
2. ár - Haust                                                  2. ár - Vor                                                                                                    
Strjál stærðfræði I
Tölvuhögun
Vefforritun
Valnámskeið eða Strjál stærðfræði II*
Verklegt námskeið 2 (3. vikna staðarnám)                           
3. ár - Haust                                                  3. ár - Vor                                                                                                   
Reiknirit
Hugbúnaðarfræði
Valnámskeið                                         
Stýrikerfi
Valnámskeið eða Forritunarmál*  
4. ár - Haust4. ár - Vor                                                                                                   
Valnámskeið eða Stærðfræðigreining og tölfræði**
Tölvusamskipti
Lokaverkefni    

*Mælt er með að nemendur taki þessa áfanga í stað valáfanga ef þeir hyggjast ljúka BSc í tölvunarfræði

**Athugið að Stærðfræðigreining og tölfræði er líka skylduáfangi í BSc í tölvunarfræði

Valnámskeið

Nemendur taka 24 ECTS einingar í vali. Nemendur geta valið valnámskeið innan deildar (þ.e. tölvunarfræðideildar og tæknigreina innan tækni- og verkfræðideildar). Ef um val utan deildar er að ræða gildir eftirfarandi:

  • Nemendur geta tekið allt að 12 ECTS einingar utan deildar.
  • Athugið sérstaklega að námskeiðið Hagnýt upplýsingakerfi (í viðskiptafræðideild) er ekki hægt að taka í vali vegna skörunar við skyldunámskeið í tölvunarfræði. 
  • Ekki er hægt að fá metna bæði Gagnavinnslu og Gagnasafnsfræði vegna skörunar. 

Lokaverkefni

Lokaverkefni eru unnin í samvinnu við fyrirtæki eða rannsóknarsetur deildarinnar og tengjast viðfangsefnin þeirri áherslu sem nemendur hafa valið sér. Lokaverkefni eru í kjarna í kerfisfræði og í tölvunarfræði. 

Inntökuskilyrði

Nauðsynlegur undirbúningur

Til að hefja diplómanám í tölvunarfræði þurfa umsækjendur að hafa lokið stúdentsprófi, frumgreinaprófi eða sambærilegu prófi. Æskilegt er að nemendur hafi haldgóða þekkingu á stærðfræði. Við mat á umsóknum er tekið tillit til einkunna á stúdentsprófi, frekari menntunar, starfsreynslu ofl. Umsækjendur eru því hvattir til að gera grein fyrir öllu því sem þeir telja geta orðið umsókn sinni til framdráttar.

Fylgigögn með umsókn

Allir umsækjendur verða að fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • Staðfest (stimplað) afrit af stúdentsprófi sem skila þarf rafrænt í umsóknarkerfi HR. Skjáskot af námsferli eða óstaðfest ljósrit af gögnum eru ekki tekin gild.
  • Meðmælabréf (kostur en ekki skylda).
  • Ferilskrá eða viðeigandi upplýsingar um starfsreynslu (kostur en ekki skylda).

Vantar þig grunninn? Byrjaðu strax í HR

Þeim nemendum sem vilja hefja nám í tölvunarfræði en vantar nauðsynlegan undirbúning, til dæmis í stærðfræði er bent á Háskólagrunn HR sem er undirbúningsnám fyrir háskóla. Þar er hægt að velja strax áherslulínu fyrir tölvunarfræði.

Mat á fyrra námi

Ef umsækjandi hefur lokið námskeiðum á háskólastigi er hægt að sækja um mat á fyrra námi. 

Skipt um braut

Nemendur geta sótt um að skipta um námsbraut innan tölvunarfræðideildar. Fyllið út eyðublað og sendið á td@ru.is. Umsóknin er svo lögð fyrir Námsmatsnefnd. 

Getum við aðstoðað?

Björgvin Ívarsson Schram, verkefnastjóri grunnnáms við tölvunarfræðideild HR

Björgvin Í. Schram

Verkefnastjóri

Rakel-Gunnarsdottir

Rakel Gunnarsdóttir

Verkefnastjóri

Frekari upplýsingar


Umsóknarvefur


Fara á umsóknarvef

Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Tómas Arnar heldur ræðu á útskrift HR

Tómas Arnar Guðmundsson: hugbúnaðarverkfræði

Ég byrjaði í öðru námi þar sem við þurftum að taka nokkra tölvunarfræðikúrsa og ég fann að ég vildi gera meira af því. Í hugbúnaðarverkfræðinni fannst mér allir kúrsarnir skemmtilegir. Ég hugsaði með mér að kannski ætti ég bara að læra það sem mér finnst skemmtilegast.