- PDF bæklingur - Tölvunarstærðfræði
Nám í tölvunarstærðfræði býr nemendur undir að takast á við flókin viðfangsefni í hugbúnaðargerð og hentar vel þeim sem hafa gaman af því að leysa stærðfræðiþrautir. Það er mikil eftirspurn á vinnumarkaði eftir tölvunarfræðingum með góðan stærðfræðilegan bakgrunn.
Hvernig geta bílar ekið af sjálfsdáðum? Hvernig er hægt að ná þeim árangri að reiknirit geti fundið æxli betur á röntgenmynd heldur en læknar? Hvernig er hægt að sanna að reiknirit virki rétt?
Margar nútímalegar rannsóknir þarfnast yfirgripsmikillar þekkingar, bæði í stærðfræði og í tölvunarfræði. Mjög nýlegt dæmi er gagnavísindi (e. data science). Að auki er stærðfræði undirstaða tölvunarfræði og á sama tíma opnar tölvunarfræðin nýjar og áhugaverðar rannsóknarspurningar fyrir stærðfræðinga.
Nám til BSc-gráðu í tölvunarstærðfræði er þriggja ára nám og er 180 ECTS. Nemendur læra að beita stærðfræðilegum aðferðum við lausn flókinna viðfangsefna í tölvunarfræði, sem og að nýta tölvunarfræði við lausn vandamála í stærðfræði. Þessi þekking er mikilvægari í dag en nokkru sinni fyrr.
BSc-námið í tölvunarstærðfræði við HR hefur þá sérstöðu hér á landi að það hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun (ASIIN).
Nemendum gefst tækifæri á að fara í starfsnám. Það veitir þeim einstakt tækifæri til að undirbúa sig fyrir þær áskoranir sem tölvunarfræðingar mæta í atvinnulífinu. Nemendur í tölvunarfræði geta sótt um starfsnám hjá virtri rannsóknarstofnun í Maryland í Bandaríkjunum sem heitir Fraunhofer. Einnig geta nemendur sótt um að fara í starfsnám til tölvuleikjafyrirtækisins CCP Games.
Nemendur í tölvunarfræðideild hafa möguleika á að sækja um að fara til Bandaríkjanna í starfsnám við Háskólann í Maryland og fengið vinnuna metna til eininga. Við Fraunhofer eru stundaðar öflugar rannsóknir í nánu samstarfi við stofnanir á borð við NASA og FDA og fá nemendur að taka þátt í þeirri vinnu. Nemendur fá borguð laun meðan á starfsnáminu stendur og algengast er að nemendur fari í sex mánuði í senn.
CCP Games og Háskólinn í Reykjavík eru með samstarfssamning um rannsóknir og kennslu í tölvunarfræði. Hluti af þessum samningi er starfsnám nemenda HR hjá fyrirtækinu.
Frekari upplýsingar um starfsnámið veitir skrifstofa tölvunarfræðideildar: td@ru.is .
Lokaverkefni nemenda í tölvunarstærðfræði eru hópverkefni sem unnin eru í samstarfi við kennara eða í samvinnu við fyrirtæki. Meðal verkefna sem nemendur unnu vorið 2016 voru fræðileg viðfangsefni í umraðanamynstrum og myndgreiningu; og hugbúnaðarverkefni í samstarfi við Icelandair, Advania, Plain Vanilla, Minjastofnun, Marel, Tempo, Netorku og Landspítalann.
Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík er sú stærsta sinnar tegundar á landinu og við hana starfa vísindamenn og kennarar sem eru í fremstu röð í sínu fagi. Þannig hafa fræðimenn tölvunarfræðideildar til dæmis hlotið hin virtu Kurzweil-verðlaun tvisvar sinnum og CADIA player, sigursælasta leikjavél sem gerð hefur verið með gervigreind í almennri leikjaspilun, var þróuð innan deildarinnar einnig hafa nokkrir starfsmenn deildarinnar hlotið heiðurinn Fellows of the European Association for Theoretical Computer Science og eru meðlimir Academia Europaea (the Academy of Europe). Helstu rannsóknarsvið tölvunarfræðideildar eru gervigreind, fræðileg tölvunarfræði og hugbúnaðar- og tölvukerfi.
Það eru mjög góð atvinnutækifæri fyrir
útskriftarnema á öllum hefðbundnum sviðum stærðfræði og
tölvunarfræði. Þar að auki hentar brautin sérstaklega vel sem undirbúningur fyrir
krefjandi og spennandi störf í rannsóknum og þróun á sviði tölvutækni,
stærðfræði, fjármála, netverslunar, fjarskipta o.fl.
BSc-nám í tölvunarstærðfræði er góður undirbúningur fyrir framhaldsnám í tölvunarfræði eða strjálli stærðfræði.
Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, rannsókna, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.
Aðstaða til rannsókna innan tölvunarfræði í HR er afar góð en þær fara að verulegu leyti fram innan sérstakra rannsóknarsetra. Setrin vinna jafnframt að rannsóknum í samstarfi við innlenda og erlenda háskóla, fyrirtæki og stofnanir.
Markmið setursins er að byggja upp grunnrannsóknir hér á landi á stærðfræðilegum kjarnasviðum tölvunarfræði. Þar má nefna hönnun og greiningu reiknirita, lífupplýsingafræði, strjála stærðfræði og reiknifræði.
HR stendur framarlega á heimsvísu í rannsóknum í gervigreind. Þeir nemendur sem gera verkefni og stunda rannsóknir með vísindamönnum Gervigreindarseturs HR, CADIA, hafa afnot af aðstöðu setursins fyrir tilraunir og sérstaka þróun í margmiðlunartilraunaherbergi sem kallað er Svartholið. Þar eru margskonar tæki sem nýta má í samskiptum fólks og tölva, eins og sýndarveruleikabúnaður (Oculus Rift og HTC Vive), risaskjár (3m x 2m), tölvusjón (Kinect), stefnuvirkir hljóðnemar, tölvustýrð LED-lýsing, hátalarakerfi og hljóðblandari svo að fátt eitt sé nefnt. Hægt er að bóka herbergið vegna verkefnavinnu eða tilrauna.
Þar er líka aðstaða fyrir hópavinnu nemenda og starfsmanna á öllum námsstigum. Þar eru borð (flestum úthlutað á hverri önn, en líka borð sem nemendur geta notað hluta vikunnar), geymsluaðstaða (skúffur, hillur, kassar), grunn tækjabúnaður (skjáir, snúrur osfr.) og svo tússtöflur og afþreyingaraðstaða (sófi og leikjavélar).
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Nemendur í tölvunarfræði læra oft saman á ákveðnu svæði í Sólinni. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.
Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.
Nemendur í tölvunarstærðfræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna og sérfræðinga á fagsviðinu, stundakennara og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.
Meðal þeirra sem koma að kennslu er fjöldi stundakennara sem færa atvinnulífið beint inn í skólastofurnar og miðla fræðslu um verklag og verkefni sem þau eru að fást við hverju sinni.
Forstöðumaður grunnnáms í tölvunarfræði og hefur séð um samstarf deildarinnar við fyrirtæki og lokaverkefni.
Kári hefur um árabil kennt tölvugrafík, fengist við tölvuleikjagerð og stundað rannsóknir í gervigreind. Einnig hefur hann leiðbeint hópum í verklegum námskeiðum og lokaverkefnum, bæði almennum og rannsóknartengdum.
Sérfræðingur á sviði notendamiðaðrar hugbúnaðargerðar og kennir meðal annars námskeið um samskipti manns og tölvu.
Er í stjórn samtaka leikjaframleiðenda, IGI (Icelandic Gaming Industry) og fulltrúi Íslands í Nordic Game samstarfinu. Hann er einn stofnenda Betware.
Til að ljúka BSc. í tölvunarstærðfræði þarf að ljúka 180 ECTS einingum, en þar af eru 144 ECTS einingar skyldunámskeið, 18 ECTS einingar í bundnu vali og 18 ECTS einingar í frjálsu vali, sem má vera í öðrum deildum. Hvert námskeið er 6 ECTS einingar, nema lokaverkefni sem er 12 ECTS einingar.
Dæmi um hverning nám í staðarnámi er skipulagt má sjá í meðfylgjandi töflu, en raða má námskeiðum á annan hátt ef undanfarareglum er fylgt. Ath að neðangreint skipulag er fyrir þá sem innritast í námið haustið 2019
1. önn | 2. önn |
---|---|
|
|
3. önn | 4. önn |
---|---|
|
|
5. önn | 6. önn |
---|---|
|
|
* Nemendur taka annað hvort Stýrikerfi eða Tölvusamskipti sem skyldu.
** Algebra og fléttufræði / Hönnun og greining reiknirita eru kennd á oddatölu árum.
*** Taka þarf tvö af þremur námskeiðum: Algebra og fléttufræði / Netafræði / Rökfræði í tölvunarfræði. Netafræði / Rökfræði í tölvunarfræði eru kennd á sléttum árum.
Athugasemdir:
Námskeið sem taka má í bundnu vali í tölvunarstærðfræði (athugið að listinn er ekki tæmandi):
Tölvunarstærðfræði | Rannsóknarmiðuð tölvunarfræði |
---|---|
|
|
Námskeið frá Tækni- og verkfræðideild | Námskeið frá Tækni- og verkfræðideild |
|
|
Ef umsækjandi hefur lokið námskeiðum á háskólastigi er hægt að sækja um mat á fyrra námi. Vinsamlegast sendið póst til verkefnastjóra deildarinnar í gegnum td@ru.is
Nemendur geta sótt um að skipta um námsbraut innan tölvunarfræðideildar. Fyllið út eyðublað og sendið á td@ru.is . Umsóknin er svo lögð fyrir Námsmatsnefnd.
Til að hefja nám í tölvunarstærðfræði þurfa umsækjendur að hafa lokið stúdentsprófi, frumgreinaprófi eða sambærilegu prófi. Æskilegt er að nemendur hafi haldgóða þekkingu á stærðfræði. Við mat á umsóknum er tekið tillit til einkunna á stúdentsprófi, frekari menntunar, starfsreynslu ofl. Umsækjendur eru því hvattir til að gera grein fyrir öllu því sem þeir telja geta orðið umsókn sinni til framdráttar.
Allir umsækjendur verða að fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:
Þeim nemendum sem vilja hefja nám í tölvunarstærðfræði en vantar nauðsynlegan undirbúning, til dæmis í stærðfræði er bent á frumgreinanám HR sem er undirbúningsnám fyrir háskóla. Þar er hægt að velja strax áherslulínu fyrir tölvunarfræði.
Ef umsækjandi hefur lokið námskeiðum á háskólastigi er hægt að sækja um mat á fyrra námi.
Stærðfræði hefur alltaf verið uppáhaldsfagið mitt og að leysa flókin verkefni er það sem mér finnst mest gefandi við þetta nám. Tölvunarfræði er skemmtilegt fag sem býður upp á miklu fleiri möguleika en ég hafði gert mér grein fyrir, bæði hvað varðar framhaldsnám og starfsmöguleika. Ég hef aðeins fengið að kynnast því hvernig það er að starfa sem tölvunarfræðingur þegar ég vann raunverulegt verkefni í samstarfi við fyrirtæki. Ég vann það í hóp sem fékk að starfa í algjörlega nýju umhverfi sem var mjög lærdómsríkt.