Viðskiptafræði BSc með lögfræði sem aukagrein

Það er verðmætt í nútíma samfélagi að búa yfir þverfaglegri þekkingu. Námsbraut í viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein er gott dæmi um nám sem veitir nemendur slíka þekkingu ásamt traustum, fræðilegum grunni. 

Um námið

Manneskja í gráum jakkafötum og appelsínugult bindi situr ásamt fjölda annara nemenda við skólaborð og horfir á kennara sem sést í bakið í.

Grunnþekking í viðskiptafræði og innsýn í lögfræði

Grunnnám í viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein er þriggja ára, 180 ECTS nám. Nemendur ljúka 120 einingum í viðskiptafræði og 60 einingum í lögfræði. Þannig afla þeir sér haldgóðrar grunnþekkingar í viðskiptafræði en hafa hlotið talsverða innsýn í lögfræði. Það er stefna viðskiptadeildar að nemendur efli frumkvæði og fái jafnframt sterka, fræðilega undirstöðu í lykilþáttum viðskipta. 

Tenging við atvinnulífið

Áhersla er á virk tengsl við atvinnulífið því þannig fá nemendur bestan undirbúning fyrir störf að námi loknu. Nemendur gera hagnýt verkefni, geta sótt um starfsnám hjá fyrirtækjum og stofnunum og sitja fyrirlestra með sérfræðingum úr atvinnulífinu. Á hverju ári koma 60–80 gestafyrirlesarar úr atvinnulífinu að kennslu. HR stendur að ýmsum viðburðum sem nemendur geta valið að taka þátt í. Dæmi um slíkan viðburð er Hnakkaþon HR og SFS þar sem gerðar eru áætlanir fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi og nemendur vinna þvert á deildir í tvo daga til að leggja fram bestu lausnina.

Hvað segja nemendur?

Stelpa í svörtum jakka horfir í myndavél í lesrými HR

„Í HR hef ég fengið fjöldann allan af tækifærum til að vinna verkefni sem tengjast atvinnulífinu beint og myndað góð tengsl í gegnum mörg þeirra. Til dæmis er ég að vinna virkilega spennandi verkefni fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Helsti kosturinn við námið í HR er sá að maður fær að spreyta sig á verkefnum sem líkjast því sem maður gæti þurft að kljást við þegar komið er á vinnumarkaðinn. Auk þessað vera góður undirbúningur fyrir lífið þá kynnist maður samnemendum vel í gegnum hópavinnuna og við skemmtum okkur yfirleitt konunglega þegar við erum að vinna verkefni.“

Heiðrún Ingrid Hlíðberg
BSc-nemi í viðskiptafræði
Verkefnastjóri hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi

Ungur maður í appelsínugulum bol stendur í miðrými HR og horfir í myndavélina

„Áherslan á hagnýta þekkingu er eitt af því sem gefur náminu í HR forskot. Sem dæmi má nefna námskeiðið Nýsköpun og stofnun fyrirtækja sem ég lauk á síðasta ári. Hópurinn minn bjó til nýja vöru sem varð að góðri viðskiptahugmynd og rataði að lokum í fjölmiðla út um allan heim. Við lærðum gríðarlega mikið af því.“

Anton Reynir Hafdísarson
BSc-nemi í viðskiptafræði
Dæmatímakennari í rekstrarhagfræði

Nýsköpun og stofnun fyrirtækja

Nemendur í grunnnámi í lagadeild, tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræðideild og viðskiptadeild ljúka á fyrsta ári þriggja vikna námskeiði sem heitir Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Þar eiga þeir að finna viðskiptahugmynd og gera viðskiptaáætlun. Nemendur kynnast því nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, gerð viðskiptaáætlunar og þverfaglegri samvinnu strax í upphafi námsins. Þeir kynna verkefnið reglulega með svokölluðum lyftukynningum þar sem ein mínúta gefst til að þess að „selja“ hugmyndina hugsanlegum fjárfestum.  

EPAS Logo

Alþjóðleg vottun

BSc-námið í viðskiptafræði við HR sker sig úr frá sambærilegu námi hér á landi að því leyti að það hefur alþjóðlega vottun (EPAS) sem staðfestir gæði þess.

Nýsköpun og stofnun fyrirtækja

Nemendur í grunnnámi í lagadeild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild ljúka á fyrsta ári þriggja vikna námskeiði sem heitir Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Þar eiga þeir að finna viðskiptahugmynd og gera viðskiptaáætlun. Nemendur kynnast því nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, gerð viðskiptaáætlunar og þverfaglegri samvinnu strax í upphafi námsins. Þeir kynna verkefnið reglulega með svokölluðum lyftukynningum þar sem ein mínúta gefst til að þess að „selja“ hugmyndina hugsanlegum fjárfestum.

Hluti náms á ensku

Hluti námsins er á ensku en það undirbýr nemendur fyrir framhaldsnám og störf í alþjóðlegu umhverfi. 

Skiptinám

Nemendur í viðskiptadeild eru hvattir til að nýta sér þau alþjóðlegu tækifæri sem bjóðast á meðan þeir eru í námi. Reynsla af skiptinámi erlendis eykur virði háskólagráðunnar og hefur jákvæð áhrif á atvinnuhorfur að námi loknu. Nánari upplýsingar má nálgast hjá verkefnastjóra námsins eða skrifstofu alþjóðaskipta.   

Samfélagsleg ábyrgð í starfi viðskiptadeildar

PRME

Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu PRME (Principles of Responsible Management Education) varðandi menntun ábyrgra stjórnenda. Þar með hefur deildin skuldbundið sig til að mennta nemendur í samfélagslegri ábyrgð. Í því felst að leggja áherslu á ábyrga stjórnun og hvetja til þess að atvinnulífið stundi ábyrga viðskiptahætti. Viljayfirlýsing PRME var upphaflega sett fram af Sameinuðu þjóðunum. Í dag eru um 450 viðskiptaháskólar frá yfir 80 löndum hluti af verkefninu.

HR er jafnframt samstarfsaðili Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð. 

Frekari upplýsingar

Hafðu samband


Guðný Arna Einarsdóttir

Guðný Arna Einarsdóttir

Verkefnastjóri BSc-náms í viðskipta- og hagfræði

HrefnaB

Hrefna Sigríður Briem

Forstöðumaður BSc-náms í viðskipta- og hagfræði

Að námi loknu

Viðskiptafræði opnar dyr að margvíslegum starfstækifærum og framhaldsnámi. Viðskiptafræðingar starfa við stofnun og rekstur fyrirtækja, mannauðsmál, fjármál, stefnumótun, sölu- og markaðsmál, framleiðslu og reikningshald. Viðskiptafræðingar hafa því möguleika á fjölbreyttum störfum.

Lögverndað starfsheiti

Þeir sem ljúka BSc-prófi úr viðskiptadeild mega nota lögverndaða starfsheitið viðskiptafræðingur.

Áframhaldandi nám

Grunnnám í viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein undirbýr nemendur fyrir meistaranám í viðskiptafræði eða lögfræði

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Nemandi lærir í Sólinni

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR. 

Þjónusta 

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu. 

Verslanir og kaffihús

Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, Bóksala Stúdenta, Te og kaffi, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Kennarar

Vísindamenn og sérfræðingar

Nemendur í viðskiptafræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna og sérfræðinga á fagsviðinu, stundakennara og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.

Stundakennarar

Meðal þeirra sem koma að kennslu í viðskiptafræði er fjöldi stundakennara sem færa atvinnulífið beint inn í skólastofurnar og miðla fræðslu um verklag og verkefni sem þau eru að fást við hverju sinni. Meðal stundakennara eru markaðsstjóri Íslandsbanka, gæðastjóri hjá Hagstofunni, sérfræðingar frá Arion banka, endurskoðandi frá EY og margir fleiri. 

Fastir kennarar

Arney-Einarsdóttir

Arney Einarsdóttir

Lektor

MSc í viðskiptafræði frá Cal Poly Polytechnic University, Los Angeles og MA í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.
Sérsvið: Mannauðsstjórnun, starfsánægja, frammistöðustjórnun, ráðningar og val á starfsfólki, þarfagreining fræðslu og menntunar, ferðamálafræði.
Auður Arna Arnardóttir

Auður Arna Arnardóttir

Lektor

PhD og MSc í ráðgjafarsálfræði frá Virginia Commonwealth University. PLD frá IESE. Sérnám í hugrænni atferlismeðferð frá Háskóla Íslands. BA í sálfræði frá Háskóla Íslands.

Sérsvið: Vinnusálfræði, ráðgjafasálfræði, leiðtogafræði, breytingastjórnun, frammistöðustjórnun, hópadýnamík, vinnu og fjölskyldu jafnvægi.
Axel-Hall

Axel Hall

Lektor

Phd í vinnumarkaðshagfræði frá Háskóla Íslands. MSc í stærðfræðilegri hagfræði og hagrannsóknum frá London School of Economics.
Sérsvið: Hagfræði, hagnýt stærðfræði, þjóðhagfræði, rekstrarhagfræði, vinnumarkaðshagfræði.
IMG_8024-copy

Ewa Ryszarda Lazarczyk Carlson

Lektor

Phd í hagfræði frá School of Economics, Stokkhólmi. MSc-gráðu bæði í í hagrannsóknum og í upplýsingakerfum frá Warsaw, School of Economics. CEMS í alþjóðlegri stjórnun.

Sérsvið: Hagfræði, hagrannsóknir.
Fridrik-Mar-Baldursson

Friðrik Már Baldursson

Prófessor

PhD í tölfræði og hagnýttri líkindafræði frá Columbia University. MSc í hagfræði frá Háskóla Íslands og BSc í stærðfræði og stærðfræðilegri tölfræði frá Háskólanum í Gautaborg.
Sérsvið: Hagfræði, stærðfræði, líkinda- og tölfræði.
Guðrún Mjöll

Guðrún Mjöll Sigurðardóttir

Aðjúnkt

MPA frá School of International and Public Affairs, Columbia University. BSc í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Sérsvið: Tölfræði, stjórnun almannaheilla samtaka.
Svarthvit_HallurThorSigurdsson_1500x1000--003-

Hallur Þór Sigurðsson

Aðjúnkt

Doktorsnemi í viðskiptafræði við CBS. MSc í viðskiptafræði og heimspeki frá CBS. BSc í tölvunarfræði frá HR.
Sérsvið: Nýsköpunarfræði, frumkvöðlafræði.
Haukur-Freyr-Gylfason

Haukur Freyr Gylfason

Aðjúnkt

MSc í heilsuhagfræði frá University of York og MA í sálfræði frá Háskóla Íslands.  
BA í sálfræði og BSc í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Sérsvið: Aðferðafræði, heilsuhagfræði, lífsgæði, atferlisfjármál.

HrefnaB

Hrefna Sigríður Briem

Forstöðumaður BSc-náms í viðskipta- og hagfræði

AMP frá IESE, University á Spáni. MSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun og BSc í viðskiptafræði frá sama skóla.
Sérsvið: Stjórnun, stefnumótun, árangursstjórnun, stefnumiðað árangursmat (Balanced Scorecard).
Jón Ormur Halldórsson

Jón Ormur Halldórsson

Dósent

PhD frá  University of Kent at Canterbury, Englandi, MA Instiute of Social Studies, Hollandi, Development Studies og BA frá 
University of Essex, Englandi, Government and Economic History.

Sérsvið:

Alþjóðavæðing, -viðskipti, -stjórnmál og -stofnanir, efnahags- og stjórnmál Asíu

Jón Þór Sturluson

Jón Þór Sturluson

Dósent

PhD í hagfræði frá Stockholm School of Economics. MSc og BSc í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Sérsvið: Hagfræði
Katrín Ólafsdóttir

Katrín Ólafsdóttir

Lektor

PhD-gráðu í vinnumarkaðshagfræði frá Cornell University í New York-fylki. AB gráðu (Advanced Bachelor‘s) í hagfræði með stærðfræði sem aukagrein frá Occidental College í Kaliforníu.

Sérsvið: Vinnumarkaðshagfræði, hagfræði hins opinbera, þjóðhagsspár.
Ketill

Ketill Berg Magnússon

Aðjúnkt

MBA frá ESADE Barcelona á Sáni. MA í heimspeki með áherslu á viðskiptasiðfræði. BA í heimspeki frá Háskóla Íslands.

Sérsvið: Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja.

Kristján Vigfússon

Kristján Vigfússon

Aðjúnkt

Personal Leadership Program frá IESE University of Navarra  
MBA frá Háskólanum í Reykjavík, MA í stjórnmálahagfræði og BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.
Sérsvið: Orkumál, loftslagsmál, alþjóðaviðskipti, stjórnsýsla, markaðsbrestir, ríkisbrestir, 
Evrópusambandið.
Dr. Marina Candi

Marina Candi

Dósent

PhD í viðskiptafræði frá Copenhagen Business School. MSc í rafmagnsverkfræði frá University of Washington.

Sérsvið: Nýsköpunar og frumkvöðlafræði.
Mar-Wolfgang-Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor

PhD í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. MSc í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands. BSBA Finance frá University of Arizona og BA í heimspeki frá University of Arizona.

Sérsvið: Fjármál, fjárfestingar, bankar og fjármálamarkaðir, efnahagsmál.
Páll Melsteð Ríkharðsson

Páll Melsted Ríkharðsson

Forseti, viðskiptadeildar

PhD og MSc í viðskiptafræði frá Aarhus School of Business, Danmörk. Cand.Oecon frá Háskóla Íslands.

Sérsvið: Stjórnunarreikningsskil, heildarkerfi og viðskiptagreindarkerfi.
Stefan Wendt

Stefan Wendt

Lektor

Phd og MSc í viðskiptafræði frá Bamberg University, Þýskalandi.

Sérsvið: Fjármál fyrirtækja og stofnana, fjármálamarkaðir, verðmyndun eigna, atferlisfjármál, miðlun fjármagns og áhættustjórnun.
Unnar Friðrik

Unnar Friðrik Pálsson

Aðjúnkt

Cand.Oecon frá Háskóla Íslands.

Sérsvið: Löggiltur endurskoðandi.
Valdimar Sigurðsson

Valdimar Sigurðsson

Dósent

PhD í markaðsfræði með áherslu á neytendasálfræði frá Cardiff Business School, Wales, Bretlandi. MSc í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá Háskóla Íslands og BA í sálfræði með viðskiptafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands.

Sérsvið: Neytendahegðun, markaðsrannsóknir, tilraunamarkaðsfræði, hagfræðileg sálfræði, markaðssetning matvæla.
Þorlákur Karlsson

Þorlákur Karlsson

Dósent

PhD í sálfræði með aukagrein í tölfræði og aðferðafræði, West Virginia University. 

Sérsvið: Markaðsrannsóknir, aðferðafræði rannsókna, tölfræði, kannanir og gerð spurningalista, úrtaksfræði, námssálfræði, atferlisgreining.
Þröstur Olaf

Þröstur Olaf Sigurjónsson

Dósent

PhD frá Copenhagen Business School. MBA frá IESE, Barcelona á Sáni. BA í heimspeki og Cand.Oecon frá Háskóla Íslands.

Sérsvið: Stefnumótun, skipulag fyrirtækja, stjórnun, áætlun fyrirtækja, stjórnun starfsframans.

Skipulag náms

Einingar

BSc-nám í viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein er 180 ECTS og skipulagt sem þriggja ára nám. Að jafnaði eru tekin fimm námskeið (30 ECTS) á hverri önn og telst það fullt nám. Nemendur ljúka 120 einingum í viðskiptafræði og 60 einingum í lögfræði.

Tvær lotur á önn

Annirnar skiptast í tvær lotur. Fyrri lotan er 12 vikur og taka nemendur þá fjögur námskeið. Eftir fyrri lotu eru lokapróf og að þeim loknum hefst þriggja vikna lota og þá taka nemendur eitt námskeið. Aðeins er leyfilegt að skrá sig í eitt námskeið á hverri þriggja vikna lotu. 

Skiptinám

Nemendur þurfa að hafa lokið 60 ECTS áður en farið er utan í skiptinám. Nánari upplýsingar má nálgast hjá verkefnastjóra námsins. 

Sjá skipulag náms

1. ár

Haust

Vor

2. ár

Haust

Vor

3. ár

Haust

Vor

Upplýsingar fyrir nemendur

Starfsnám

Einstakt tækifæri

Nemendur í grunnnámi í viðskiptafræði geta sótt um að ljúka einingum í starfsnámi. Starfsnámið veitir nemendum einstakt tækifæri til að undirbúa sig fyrir þær áskoranir sem viðskiptafræðingar mæta í atvinnulífinu. Dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem hafa tekið við nemendum í starfsnám:

• Icelandair Group • Össur • KPMG • Deloitte • PwC • E&Y • Landspítalinn • Síminn • Orkuveita Reykjavíkur • NOVA • Vodafone • Vífilfell • Ölgerðin • Virðing • Sameinaði lífeyrissjóðurinn • Pipar TBWA • WOW • Icelandair  • Landsvirkjun • Advania • Alvogen • Landsbankinn • Mannvit • Nýherji • Reiknistofa bankanna • Eik fasteignafélag

Hvað segja nemendur um starfsnámið?

Bergdís Ragnarsdóttir
Starfsnám hjá Icelandair Group

„Starfsnám er einstakt tækifæri til þess að kynnast atvinnulífinu og upplifa hvernig það er að starfa við það sem maður er að læra. Ég fékk tækifæri til að vera í starfsnámi hjá Icelandair Group á sviði fjármála og fékk þar ýmis krefjandi og spennandi verkefni til að leysa. Ég lærði mikið á þessum tíma og fékk að kynnast fyrirtækinu og starfsemi þess mjög vel. Þetta var góð reynsla sem mun án efa nýtast mér í framtíðinni.“

Huginn Ragnarsson
Starfsnám hjá Advania

„Ég fór í starfsnám á viðskiptagreindarsvið Advania eftir að hafa tekið áfangann Viðskiptagreind en þar fékk ég mikinn áhuga á viðfangsefninu. Ég leit á starfsnámið sem tækifæri til þess að kynna mér hvernig það væri að vinna á þessu sviði og varð ekki fyrir vonbrigðum. Advania hagaði starfsnáminu þannig að mín þekking úr viðskiptafræðinni nýttist vel við þau verkefni sem ég vann.“

Inntökuskilyrði

Umsóknarfrestur

Tekið er við umsóknum 5. febrúar - 5. júní ár hvert.

Nauðsynlegur undirbúningur

Umsækjandi þarf að hafa lokið stúdentsprófi eða samsvarandi námi. Aðrar prófgráður koma til greina og eru skoðaðar sérstaklega.

  • Nauðsynlegt er að hafa ákveðna grunnfærni í stærðfræði. Þessi færni felur í sér grunnalgebru (m.a. veldi, rætur og logarithma), föll, ferla í hnitakerfi og diffrun.
  • Nemendur þurfa að hafa lokið stærðfræði 363 eða 403. Þeir sem ekki uppfyllakröfur um stærðfræði geta tekið stærðfræði 363 í sumarskóla í frumgreinadeild HR. Frekari upplýsingar má finna hér.
  • Gerð er krafa um að nemendur hafi hæfni samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla í íslensku, ensku og stærðfræði sem samsvarar 3. hæfniþrepi viðmiða mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Fylgigögn með umsókn

Allir umsækjendur verða að fylla út rafræna umsókn og staðfestu afriti af stúdentsprófi skila inn í umsóknarkerfið þegar sótt er um. Umsækjandi getur jafnframt sent meðmælabréf, en það er ekki skylda. 

Vantar þig grunninn? Byrjaðu strax í HR

Þeir nemendur sem vilja hefja nám í viðskiptafræði en vantar nauðsynlegan undirbúning geta hafið háskólanámið í frumgreinadeild HR. Þar er boðið upp á eins árs undirbúningsnám með sérsniðnum viðskiptafræðigrunni.  

Að hefja nám á vorönn

Ekki er opið fyrir umsóknir um áramót. Undantekningar eru mögulegar ef nemandi í HR óskar eftir að skipta um námsbraut og uppfyllir inntökuskilyrði í viðskiptafræði. Einnig ef nám í viðskiptafræði hefur verið stundað í öðrum háskóla. Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri.

Mat á fyrra námi

Ef umsækjandi hefur lokið námskeiðum á háskólastigi er hægt að sækja um mat á fyrra námi.

Hafðu samband

Guðný Arna Einarsdóttir

Guðný Arna Einarsdóttir

Verkefnastjóri BSc-náms í viðskipta- og hagfræði

HrefnaB

Hrefna Sigríður Briem

Forstöðumaður BSc-náms í viðskipta- og hagfræði
Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir nema í viðskiptadeild

Ásta Björg er á skrifstofu fyrirtækis

Ásta Björg Magnúsdóttir: meistaranám í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði

Ein af aðalástæðum þess að ég valdi meistaranám í mannauðsstjórnun við Háskólann í Reykjavík var sterk tenging háskólans við atvinnulífið. Í náminu fékk ég tækifæri til þess að fara í starfsnám á mannauðssvið WOW Air. Mér var tekið ákaflega vel og leið eins og hverjum öðrum starfsmanni en fékk þó þann stuðning og kennslu sem ég þurfti sem nemandi. Verkefnin sem ég vann voru fjölbreytt og krefjandi; þátttaka í ráðningum, umsjón með skipulagi og mótttöku nýrra starfsmanna ásamt því að hanna kynningar fyrir hinar ýmsu deildir. Að starfsnáminu loknu var mér boðin fastráðning sem ég glöð þáði!