Gæðastefna HR
Gæðastefna HR
Gæðastefnan miðar að því að tryggja að öll starfsemi Háskólans í Reykjavík (HR) uppfylli kröfur um gæði, fagmennsku og stöðugar umbætur. Hún tekur mið af evrópskum viðmiðum um gæðamat háskóla, metnaði starfsmanna og nemenda og byggir á virku samstarfi háskólasamfélagsins ( Standards and Guidelines for Quality Assurance in the European Higher Education Area (ESG)), viðmiðum fyrir vottanir, viðmiðunarskólum og metnaði starfsmanna og nemenda og nær yfir alla starfsemi skólans.
- Gæði og ábyrgð
• Allir starfsmenn og nemendur leggja sitt af mörkum til að tryggja gæði og fagmennsku.
• Reglulegt sjálfsmat og úttektir styðja við umbætur.
• Samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni eru leiðarljós í öllu starfi HR. - Nám og kennsla
• Nám og kennsla uppfylla alþjóðleg viðmið.
• Nemendur taka virkan þátt í umbótum og þróun náms.
• Nýsköpun og stafrænar lausnir stuðla að betri árangri nemenda. - Rannsóknir og nýsköpun
• Rannsóknir stuðla að nýsköpun og framþróun samfélagsins.
• Niðurstöður eru birtar á ritrýndum og viðurkenndum vettvangi.
• Akademískt frelsi og siðferðileg viðmið eru í heiðri höfð. - Þjónusta og stjórnsýsla
• Þjónusta við nemendur, starfsfólk og samstarfsaðila er skilvirk og notendavæn.
• Ákvarðanir byggjast á traustum gögnum og greiningu.
• Markmið eru skýr og árangur mældur reglulega.
HR leggur áherslu á jafnrétti, fjölbreytileika og virka samvinnu við atvinnulíf og samfélag til að skapa öruggt og framsækið háskólasamfélag.
Samþykkt í framkvæmdaráði HR 11. febrúar 2025.