Námið
Rannsóknir
HR

Hljóð- og myndupptökubúnaður

Ný tækni fyrir rafræna kennslu í kennslustofum HR

Rafræn kennsla

Blönduð kennsla, þ.e. kennsla á staðnum í bland við rafræna kennslu, hefur aukist verulega undanfarin hár.  Helstu hvatarnir eru breytt kennslutækni í kjölfar Covid faraldursins og tækninýjungar sem auðvelda þessa tegund kennslu. Með notkun á fullkomnum hljóð- og myndbúnaði er hægt að bæta stafræna miðlun á því sem fer fram í kennslustofunni til þeirra nemenda sem heima sitja. Hægt er að nota búnaðinn við streymi og til upptöku. Búnaðurinn er aðgengilegur í öllum kennslustofum HR. Stofurnar eru merktar með skilti við inngang og fremst í stofunni.

Myndavélinni er beint að kennara í námskeiði en nemendur sem sitja fremst í stofunni, beint fyrir framan myndavélina kunna einnig að sjást í mynd. Í einhverjum tilvikum kann að sjást á tölvuskjá nemenda, þótt ekki sé mögulegt að lesa á skjáinn. Jafnframt kunna nemendur að sjást á leið sinni inn og út úr kennslustofunum. Hafa ber í huga að þegar búnaðurinn er í notkun geta nemendur sem sitja kennslustundina heima, heyrt samtöl sem eiga sér stað í stofunni, hvort sem þau eru á milli kennara og nemenda eða á milli einstakra nemenda.

Kennarar hafa val um hvort þeir nýti búnaðinn eða ekki. Ef notast er við upptöku, en ekki streymi, telst upptakan sem hluti kennslugagna námskeiðis og er það undir kennara í námskeiði komið hvernig aðgengi nemenda að upptökunni skuli háttað. Öllum upptökum úr kennslustofum sem fara fram í gegnum fjarfundabúnað er eytt við lok námskeiða.

Ef þið hafið athugasemdir eða spurningar varðandi tæknilega notkun búnaðarins, vinsamlegast sendið tölvupóst á upplýsingatækni á netfangið help@ru.is. Spurningum um persónuvernd má beina til persónuverndarfulltrúa skólans í netfangið personuvernd@ru.is. Frekari upplýsingar hvernig Háskólinn í Reykajvík vinnur persónuupplýsingar má finna í persónuverndarstefnu skólans.

Fara efst