Námið
Rannsóknir
HR

1. Jafnlaunastefna

Háskólinn í Reykjavík hefur sett sér heildræna stefnu sem endurspeglar skuldbindingu um að uppfylla lagalegar kröfur um launajafnrétti. Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu HR og er birt á vefsíðu HR.

Til þess að framfylgja lögum um launajafnrétti mun HR:

  • Við ákvörðun launa gæta þess að kynjum sé ekki mismunað og skulu laun ákveðin á sama hátt fyrir allt starfsfólk óháð kyni. Um skilgreiningu á launum og kjörum vísast til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150 / 2020. Starfsfólk hefur leyfi til að skýra frá launakjörum sínum.
  • Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85, það skjalfest og því viðhaldið.
  • Framkvæma launagreiningu einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni. Niðurstöður skulu svo kynntar fyrir starfsfólki.
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Gera innri úttekt og rýna kerfið og árangur þess með stjórnendum a.m.k árlega.
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum sem í gildi eru á hverjum tíma.
  • Kynna stefnuna fyrir starfsfólki HR og hafa hana aðgengilega á innri og ytri vef Háskólans í Reykjavík.

Rektor ber ábyrgð á jafnlaunastefnu HR og jafnlaunakerfi sem byggir á þeirri jafnlaunastefnu, mannauðsstefnu og að þeim lagalegu kröfum sem tengjast jafnlaunakerfi HR sé framfylgt. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi jafnlaunakerfis í samræmi við staðalinn ÍST 85.

2.      Tilvísanir

Samþykkt af framkvæmdastjórn HR 7. mars 2025.
Samþykkt af framkvæmdastjórn HR í desember 2018.

Fara efst