„Með þróun samfélagsins koma nýjar áskoranir fyrir lögfræðinga“
Samfélagið er náttúrulega alltaf að breytast og lögin þá með. Ef þú hefur gaman af því að rökræða eða vilt gæta hagsmuna fólks og standa vörð um réttindi þeirra þá er lögfræðin rétti staðurinn fyrir þig.
Í lögfræði við HR fá nemendur góðan fræðilegan grunn en jafnframt þjálfun í að beita lögfræðinni í raunhæfum verkefnum. Í boði er umtalsvert svigrúm til að haga náminu eftir áhugasviði og í meistaranáminu er boðið upp á öflugt starfsnám.
Tenglar
Grunnnám (BA) í lögfræði
BA í lögfræði
Þriggja ára nám til BA-prófs. Fjöldi eininga: 180. 165 einingar í kjarna og 15 einingar í vali. Nemendum gefst kostur á að velja tvær kjörgreinar úr meistaranámi við lagadeild eða skrifa BA-ritgerð sem er 15 einingar.
Nám í lögfræði er verkefnatengt laganám og áhersla er lögð á að nemendur vinni að úrlausn raunhæfra verkefna. Þannig fá nemendur þjálfun í að beita lögfræðilegri aðferðafræði sem gerir þá hæfari til að takast á við þau verkefni sem bíða þeirra eftir nám.
BA í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein
Þriggja ára nám til BA-prófs. Fjöldi eininga: 180. 120 einingar úr lögfræði og 60 einingar úr viðskiptafræði. Nemendum gefst kostur á að bæta við sig einu aukaári í viðskiptafræði eftir útskrift og ljúka þannig tveimur námsgráðum á fjórum árum.
BSc í viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein - 4 ár
Nemandi sem hefur lokið BA-gráðu í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein getur sótt um að bæta við sig einu ári í viðskiptafræði og útskrifast að því loknu einnig með BSc-gráðu í viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein.
Meistaranám (ML) í lögfræði
ML-nám í lögfræði er tveggja ára nám, en heimilt er að ljúka því á fjórum árum. Námið byggist að mestu leyti á einstaklingsbundinni námsáætlun, sjálfstæðri vinnu undir handleiðslu kennara og verkefnavinnu. Eitt af megineinkennum námsins er fjölþætt val um áherslur og námsleiðir. Þetta veitir nemendum mikla möguleika á sérhæfingu innan lögfræðinnar og samþættingu við aðrar háskólagreinar. Sérstök áhersla er lögð á að bjóða kjörgreinar á sviði alþjóðalaga og alþjóðaviðskipta, dómstóla og málflutnings og fjármunaréttar.
Endurmenntun
Háskólinn í Reykjavík býður nú öllum útskrifuðum meistaranemum frá lagadeild HR 50% afslátt af gjaldskrá skólans vegna þátttöku í námskeiðum við þá námsbraut og á því námsstigi sem þeir hafa útskrifast frá. Þátttaka í námskeiðum er með fyrirvara um undanfara/forkröfur og forgang núverandi nemenda sem stunda nám við brautina til að ljúka prófgráðu. Afslátturinn nær ekki til námskeiða sem eru kennd við aðrar námsbrautir og ekki til námskeiða á vegum Opna háskólans.
- Upplýsingar um námsframboð í meistaranámi
- Skólagjöld fyrir meistaranám í lagadeild
- Sækja um nám við HR
Frekari upplýsingar gefur skrifstofa lagadeildar
Doktorsnám (PhD) í lögfræði
Doktorsnám er fullt nám í þrjú ár og er 180 einingar. Gert er ráð fyrir því að námstíminn vari í fjögur ár ef nemandi sinnir kennslu eða öðrum störfum með náminu.
Ekki er sérstök námskeiðalína í doktorsnámi. Þess í stað eru námskeið og rannsóknarmálstofur skipulögð ad hoc, eða í samstarfi við aðra háskóla og rannsóknasamstarf. Leiðbeinandi og doktorsnemi skipuleggja saman einstaklingsbundna námsáætlun sem er til þess fallin að auka hæfni og þekkingu doktorsnemans til að vinna að rannsóknum og kennslu á sínu sérsviði.
Endurmenntun fyrir lögfræðinga
Lagadeild Háskólans í Reykjavík býður upp á endurmenntun fyrir lögfræðinga með námskeiðum í meistaranámi. Útskrifuðum meistaranemum frá deildinni stendur til boða að sækja námskeiðin með 50% afslætti. Vinsamlega hafið samband við lagadeild sé frekari upplýsinga óskað.
Viðburðir
Engin grein fannst.
Fréttir

Stærsta brautskráning Háskólans í Reykjavík frá stofnun
Aldrei hafa fleiri nemendur verið brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík og í dag, laugardaginn 20. júní, en þá brautskráðust 688 nemendur frá háskólanum við hátíðlegar athafnir í Hörpu.

Rannsóknasjóður HR úthlutar 10 doktorsnemastyrkjum
Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 10 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 57.480.000 kr.

204 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í tíu athöfnum
204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag, laugardaginn, 30. janúar. Vegna samkomutakmarkana var hátíðinni skipt upp í tíu minni athafnir þar sem hámark tuttugu nemendur voru brautskráðir í hverri athöfn. 158 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 44 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi.