Meistaranám

Opið fyrir umsóknir

Af hverju meistaranám við HR?

Í meistaranámi tileinka nemendur sér enn meiri þekkingu og færni á því sviði sem þeir hafa áhuga á og öðlast dýrmæta sérhæfingu sem nýtist á vinnumarkaðinum. Háskólinn í Reykjavík býður nemendum sínum nútímalega kennsluhætti, góða aðstöðu, öflugar rannsóknir og sterk tengsl við atvinnulífið.

Starfsnám á vegum Háskólans í Reykjavík er mjög mikilvægur hluti af náminu og skólinn er í samstarfi við fjölda íslenskra og erlendra fyrirtækja. Frumkvæði að starfsnámi liggur hjá nemendum sem velja sér starfsnám með sama hætti og annað nám við HR.

 

Rannsóknir með atvinnulífinu

Við akademískar deildir HR eru stundaðar alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir. Meistaranemum við HR gefst jafnframt tækifæri til að stunda fjölbreyttar rannsóknir með nokkrum af fremstu fyrirtækjum landsins.

Nýsköpun og frumkvöðlafræði

Hægt að velja áherslusvið í nýsköpun og frumkvöðlafræði í meistaranámi. Námskeið fjalla meðal annars um skapandi nálgun viðfangsefna, vöruþróun, áætlanagerð, stjórnun og fjármál. Vinsamlega athugið að nemendur í MBA- og MPM-námi geta ekki nýtt sér áherslusviðið.

Yfirlit yfir allt meistaranám við HR

Nám Gráða
Fjármálaverkfræði MSc
Fjármál fyrirtækja MSc / MCF
Gagnavísindi MSc
Gervigreind og máltækni MSc 
Hagnýt atferlisgreining MSc
Hagnýt gagnavísindi MSc
Hátækniverkfræði  MSc 
Heilbrigðisverkfræði MSc
Heilsuþjálfun og kennsla MEd
Hugbúnaðarverkfræði MSc
Íþróttavísindi og þjálfun MSc
Íþróttavísindi og stjórnun MSc
Klínísk sálfræði MSc
Lögfræði ML
Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði MSc / MHRM
Markaðsfræði MSc / MM
MBA (Master of Business Administration) MBA
MPM (Master of Project Management) MPM
Orkuverkfræði - Iceland School of Energy MSc
Raforkuverkfræði MSc 
Rekstrarverkfræði MSc
Reikningshald og endurskoðun MAcc
Sjálfbær orkuvísindi - Iceland School of Energy MSc 
Stjórnun í ferðaþjónustu   MSc / MTHM
Stjórnun nýsköpunar MSc / MINN
Tölvunarfræði MSc
Tölvunarfræði - tvöföld gráða í samstarfi við UNICAM á Ítalíu MSc 
Upplýsingastjórnun MSc / MIM
Viðskiptafræði MSc/MBM
Vélaverkfræði MSc
Verkfræði með eigin vali  MSc 
Verkfræði og tölvunarfræði MSc

Var efnið hjálplegt? Nei