Heilsuþjálfun og kennsla MEd

Í náminu er fjallað um íþrótta- og kennslufræði með áherslu á heilsuþjálfun. Lögð er áhersla á hvernig auka megi lífsgæði með skipulagðri hreyfingu fyrir einstaklinga á öllum aldri og á mismunandi getustigum. MEd-gráðan veitir kennsluréttindi að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Opið fyrir umsóknir frá 5. febrúar til og með 30. apríl - fyrir haustönn

Um námið

IthrottafraediMEd_template

Kennslufræði, þjálfun og lýðheilsa

Nám til MEd-gráðu í íþróttafræði er tveggja ára meistaranám og er 120 ECTS einingar. Nemendur ljúka námskeiðum sem fjalla meðal annars um kennslufræði, forvarnargildi hreyfingar, áhrifaþætti heilbrigðis, skipulag kennslu og hlutverk kennarans og heilsuþjálfarans. Lögð er áhersla á uppeldis- og kennslufræði, sálfræði, íþróttafræði og lýðheilsufræði. Námið er bæði starfstengt og fræðilegt.

Tækifæri til sérhæfingar

Lögð er áhersla á að nemendur vinni verkefni á því sviði sem þeir óska. Þessi svið geta verið tengd börnum, unglingum eða fullorðunum og þannig geta nemendur sérhæft sig. Þeir eru einnig hvattir til að velja sér ólík viðfangsefni til að fá breiðari þekkingu og þjálfun. Þetta er gert til dæmis með því að vinna með mismunandi aldurshópa eða á ólíkum þekkingarsviðum svo sem næringu, þjálfun eða rannsóknum.

Kennsluþjálfun

Lögð er áhersla á að nemendur þjálfist við kennslu ýmissa aldurshópa og þó áherslan sé á kennslu í grunnskóla þá er einnig lögð áhersla á að þjálfa nemendur í að halda fyrirlestra, kenna í framhaldsskólum og kenna fullorðnum. Á seinna námsári vinna nemendur sem íþróttakennara í grunnskóla í 50% starfi samhliða verkefnamiðum námskeiðum.

Í hópi framsækinna íþróttafræðisviða

Íþróttafræðideild vinnur eftir hugmyndafræði CDIO, sem stendur fyrir „Conceive, Design, Implement, Operate“. Samkvæmt hugmyndafræðinni er nemendum veittur traustur, fræðilegur grunnur en þeir vinna þar að auki raunhæf verkefni ásamt því að leysa verkefni í hópum.

Spennandi og þverfaglegar rannsóknir

Fræðimenn við íþróttafræðideild sinna fjölbreyttum rannsóknum, oft í samvinnu við aðrar deildir innan HR, eins og sálfræðideild. 

Nýsköpun þvert á deildir

Nemendur í meistaranámi í HR geta valið námskeið í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, þvert á deildir háskólans. Námskeiðin auka þekkingu og færni nemenda á öllum helstu sviðum nýsköpunar: fræðilegri þekkingu, skapandi nálgun viðfangsefna, vöruþróun, áætlanagerð, stjórnun og fjármálum. Ljúki nemendur 30 einingum á þessu sviði geta þeir útskrifast með nýsköpunar- og frumkvöðlafræði sem sérsvið.

 

Að námi loknu

Kennsluréttindi

Námið er sérstaklega ætlað einstaklingum sem stefna að því að verða íþróttakennarar og vinna við heilsuþjálfun fyrir ýmsa aldurshópa en einnig fyrir þá sem vilja efla sig sem starfandi íþróttakennarar í grunn-og/eða framhaldsskólum.

MEd-gráða í heilsuþjálfun og kennslu tryggir þeim sem hafa BSc-gráðu í íþróttafræði frá HR kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi. BSc-gráða frá öðrum skólum er metin við inntöku og nemendum leiðbeint í samræmi við lög og reglugerðir.

Umsögn útskrifaðs nemanda

Hákon Hermannsson Bridde

  • BSc í íþróttafræði frá HR 2014
  • MEd í heilsuþjálfun og kennslu frá HR 2016

„Eftir að náminu lauk var mig farið að langa vinna við þjálfun í fullu starfi, þekkingin sem ég öðlast í náminu er svo mikil að mig langaði að miðla henni strax. Kennsla var samt líka inni í myndinni og fékk ég boð um að starfa sem umsjónarkennari og sem íþróttakennari. Að lokum fékk ég frábært starf hjá Handknattleiksdeild Kópavogs (HK) þar sem ég starfa í dag sem yfirþjálfari og aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Alla daga fæ ég að hugsa um og vinna í því sem mér þykir skemmtilegast.

Aðaláherslur mínar sem yfirþjálfari eru að koma að mótunar- og uppbyggingarstarfi sem á sér stað innan HK. Starfið sem ég er í snýr auðvitað mikið að handbolta; ég skipulegg lyftingaæfingar, set saman heildarskipulag og áætlanir frá einum degi til næsta og allt upp í ársáætlanir. Ég vinn með öðrum þjálfurum og á í miklum samskiptum við foreldra ásamt því að sinna mörgum öðrum verkefnum. Námið kemur mikið við sögu í allri þessari vinnu og fræðilegur grunnur og þjálfun í árangursríkum og góðum samskiptum hefur nýst mér afar vel.“

Skilyrði fyrir veitingu kennsluréttinda

Skilyrði fyrir því að öðlast kennsluréttindi að námi loknu er að hafa öðlast þá færi sem tiltekin er í lögum nr. 95 1. júlí 2019. (Sjá Lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla).

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Kennslan fer fram í háskólabyggingu HR, í Valsheimilinu og Laugardal. Í HR er aðstaða til bóklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur. 

Valsheimili

Verkleg kennsla og rannsóknir

Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Því er aðstaða til verklegrar kennslu til fyrirmyndar. Nemendur í íþróttafræði hafa aðgang að Valsheimilinu og íþróttaaðstöðu í Laugardal. Auk þess hafa þeir aðgang að vel búnum rannsóknarstofum háskólans og fer kennslan að hluta til fram í rannsóknarstofu í íþróttafræði.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. 

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er jafnframt Háskólabúðin sem selur helstu nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Kennarar

Vísindamenn og sérfræðingar

Nemendur í meistaranámi í heilsuþjálfun og kennslu njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna á fagsviðinu innan háskólans og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr íþróttaheiminum. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur. Nám í heilsuþjálfun og kennslu heyrir undir íþróttafræðisvið. 

Deildarforseti er Hafrún Kristjánsdóttir, dósent

 

 

Kennarar:

Skipulag náms

MEd-námi í heilsuþjálfun og kennslu er 120 ECTS meistaranám sem yfirleitt er lokið á tveimur árum.

Kennslufræði og íþróttafræði

Námið skiptist í 60 ECTS nám í kennslufræði og 60 ECTS nám í íþróttafræði og heilsuþjálfun, alls 120 ECTS. Flest námskeið á fyrsta ári eru kennd í sex vikna lotum.

Launað starfsnám

Á seinna námsári vinna nemendur sem íþróttakennarar í 50% starfi í grunnskóla. Kennaranemi hefur frumkvæði að því að leita að kennarastöðu og ræður sig frá 1. ágúst til 31. júlí að fengnu samþykkir Íþróttafræðideildar HR. Neminn ber ábyrgð og sinnir skyldum til jafns við aðra kennara í þeim skóla sem hann starfar í. HR ber faglega ábyrgð á starfsnáminu en nemendur hafa leiðsagnarkennara á vettvangi. Sjá nánar hér: https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=388b9679-86af-11e9-943f-005056bc530c

Val og skylda

Náminu er skipt niður í 110 ECTS í skyldunámskeiðum og 10 ECTS í valnámskeiðum. Þó verða alltaf að vera samtals 60 ECTS í kennslufræði og 60 ECTS í faggrein. Nemendur geta valið námskeið af öðrum sviðum og deildum skólans og einnig úr öðrum háskólum í samvinnu við íþróttafræðideild.

Námskeið

Námið er samsett úr námskeiðum sem fjalla m.a. um kennslufræði, hlutverk kennarans, kennslu- og matsaðferðir, forvarnargildi hreyfingar, áhrifaþætti heilbrigðis og heilsuþjálfun. Einnig fjalla þau um hvernig megi hámarka lífsgæði með skipulagðri hreyfingu á öllum aldri sem byggist á forsendum uppeldis- og kennslufræði, sálfræði, íþróttafræði og lýðheilsufræði.

 

 

Haust

 Vor
Fyrra ár
  • Sálræn Þjálfun
  • Rannsóknir í íþróttafræðum
  • Næring í íþróttum
  • Nám, þroski og rannsóknir
  • Þjálfunarlífeðlisfræði og mælingar
  • Lausnamiðuð leikni og jákvæð samskipti 
  • Hugmyndfræði og skipulag þjálfunar (val)

 
Seinna ár
  • Kennsluþjálfun I
  • Umhverfisþættir í íþróttum 
  • Námsefnisgerð I
  • Kennsluþjálfun II
  • Námsefnisgerð II
  • Siðfræði í íþróttum
    

Skyldunámskeið

  • Rannsóknir í íþróttafræðum

  • Þjálfunarlífeðlisfræði og mælingar

  • Sálræn þjálfun

  • Lausnamiðuð leikni og jákvæð samskipti

  • Kennsluþjálfun I

  • Kennsluþjálfun II

  • Nám, þroski og rannsóknir

  • Námsefnisgerð I 

  • Námsefnisgerð II

Dæmi um valnámskeið

  • Hagnýt tölfræði

  • Frammistöðugreining

  • Sjálfstætt verkefni

Námskeiðslýsingar og lærdómsviðmið

Hægt er að lesa um innihald námskeiða, einingafjölda þeirra og þekkingu og hæfni sem nemendur eiga að búa yfir að námi loknu í kennsluskrá meistaranáms í íþróttafræði:

Stundatöflur

Námsstyrkur

Nemendur á lokaári meistaranáms Heilsuþjálfun og kennsla MEd geta sótt um styrk að upphæð 800.000 kr. samhliða kennsluþjálfun/kennsluæfingum. Styrkurinn er greiddur í tvennu lagi, fyrrihluti við lok fyrri annar og seinni hluti við útskrift (sem þarf að vera innan 18 mánaða frá móttöku fyrri hluta styrksins).

Skilyrði og fjárhæð styrkja

Hver nemandi sem lýkur 120 eininga MEd námi í heilsuþjálfun og kennslu við Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) getur sótt um styrk sem nemur allt að kr. 800.000-

Þegar nemandinn hefur lokið 90 ESTS fær hann greiddan fyrri helming styrksins, kr. 400.000-. Seinni helmingur styrksins, kr. 400.000- greiðist þegar nemandinn hefur lokið námi og brautskráðst með MEd gráðu frá HR.

Hafi nemandinn ekki brautskráðst innan við 18 mánuðum frá móttöku fyrri hluta styrksins falla niður réttindi hans til að sækja um seinni hluta styrksins.

Ferli umsókna og afgreiðsla

Þegar nemandi hefur lokið 90 ECTS einingum í MEd námi við í heilsuþjálfun og kennslu fyllir hann út umsókn um greiðslu á fyrri hluta námsstyrks. Umsóknin er tekin fyrir af stjórn sjóðsins.

Þegar nemandi hefur útskrifast með MEd gráðu í heilsuþjálfun og kennslu frá HR með lokaverkefni getur hann/hún sótt um seinni hluta styrksins.


Inntökuskilyrði

Nemendur þurfa að framvísa sakavottorði við upphaf náms á skrifstofu skólans. Kallað er eftir fyrrnefndum upplýsingum þar sem námið felur í sér verknám á staði þar sem unnið er með viðkvæmum hópum. Á þessum stöðum er almennt óheimilt að ráða inn einstaklinga sem hafa hlotið refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hefningarlaga nr. 19/1940. Verknám þetta er mikilvægur þáttur námsins og er forsenda fyrir útskrift úr námslínunni. 

Æskilegur undirbúningur

Ætlast er til að nemendur hafi lokið grunnnámi í íþróttafræði, sjúkraþjálfun, heilsuþjálfun, líffræði, menntavísindum eða öðrum skyldum greinum.

Undirbúningur ef öðlast á kennsluréttindi

Námið veitir ekki kennsluréttindi nema að nemandi hafi lokið ákveðnum einingafjölda í kennslu- og íþróttafræði samtals í sínu BSc- og MEd-námi samkvæmt lögum. Grunngráðan skiptir því máli ef nemandi vill öðlast kennsluréttindi að loknu MEd-náminu.

Lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla

Opið fyrir umsóknir frá 5. febrúar til og með 30. apríl - fyrir haustönn

Getum við aðstoðað?

Asa-Gudny-Asgeirsdottir_1521730425630

Ása Guðný Ásgeirsdóttir

Verkefnastjóri

Netfang: asagudny@ru.is
Sími: 599 6471


Var efnið hjálplegt? Nei