MSc í gervigreind og máltækni
Hugbúnaður, sem stórfyrirtæki eins og Apple, Amazon, Facebook, Google og Microsoft þróa, krefst þekkingar á gervigreind og máltækni. Sérhæfing í gervigreind og máltækni veitir spennandi tækifæri til starfa á íslenskum og alþjóðlegum vettvangi því eftirspurn eftir starfskröftum með þessa þekkingu er alltaf að aukast.
Opið er fyrir umsóknir frá 5.febrúar til og með 30.apríl 2023. Sækja um : http://umsoknir.ru.is/#/
Um námið
Gervigreind og máltækni
Gervigreind er rannsóknar- og þróunarsvið sem snýst um að þróa aðferðir til að leysa verkefni sem yfirleitt krefjast mannlegrar greindar. Máltækni, sem er sambland af tölvunarfræði, verkfræði, málvísindum, tölfræði og sálfræði, miðar að því að þróa kerfi sem geta unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu.
Gervigreind og máltækni í atvinnulífinu
Hugbúnaður, sem stórfyrirtæki eins og Apple, Amazon, Facebook, Google og Microsoft þróa, krefst þekkingar á gervigreind og máltækni. Sérhæfing í gervigreind og máltækni veitir spennandi tækifæri til starfa á íslenskum og alþjóðlegum vettvangi því eftirspurn eftir starfskröftum með þessa þekkingu er alltaf að aukast.
Markmið með náminu
Meistaranám í gervigreind og máltækni er tveggja ára, 120 ECTS nám við tölvunarfræðideild. Markmið með náminu er tvíþætt: annars vegar að útskrifa nemendur með þekkingu til að stjórna verkefnum og útfæra lausnir á sviði máltækni, hins vegar að undirbúa nemendur undir doktorsnám á sviðinu.
Nám með alþjóðlega vottun
MSc-námið í gervigreind og máltækni sker sig úr frá sambærilegu námi hér á landi að því leyti að það hefur alþjóðlega vottun (ASIIN) sem staðfestir gæði þess.
Viðfangsefni tengd vélrænu námi
Nemendur sem útskrifast með meistarapróf í gervigreind og máltækni búa yfir hæfni og þekkingu á sviði gervigreindar og vélræns náms sem nýtist víða í atvinnulífinu. Hægt er að beita verkfærum máltækninnar á viðfangsefni á öðrum sviðum en máltækni.
Dæmi um verkefni:
– Spjallmenni
– Samræðukerfi
– Raddstýringar
– Vélþýðingar
– Málgreining
– Máltækni fyrir heilbrigðiskerfið
Íslenska notuð í tækni
Mikil umræða hefur verið undanfarin misseri um notkun íslensku í samskiptum við hin ýmsu tæki. Bent hefur verið á að bjóða þurfi upp á íslensku í hinum ýmsu viðmótum tækja og er það meðal viðfangsefna máltækni. Stjórnvöld hafa sett á laggirnar „Máltækniáætlun fyrir íslensku 2018–2022“ sem hefur það að markmiði að tryggja að hægt verði að nota íslensku í samskiptum við tæki og í allri upplýsingavinnslu.
Samstarf HR og HÍ
Námið er sameiginlegt nám Háskólans í Reykjavík (HR) og Háskóla Íslands (HÍ). Í HR er gert ráð fyrir að nemendur hafi BS-próf í tölvunarfræði eða skyldum greinum en í HÍ er námið einnig sniðið að nemendum með BA-próf í hugvísindagreinum (almennum málvísindum, íslensku og erlendum tungumálum). Þeir sem hafa lokið háskólaprófi í öðrum greinum geta einnig sótt um inngöngu og er þá undirstaða þeirra metin sérstaklega.
Nemendur eru skráðir í MS í gervigreind og máltækni í HR eða í MA í máltækni í HÍ en geta tekið námskeið í báðum skólunum. Nemandi útskrifast frá þeim skóla sem hann er skráður í og vinnur að jafnaði meistaraverkefni undir handleiðslu kennara í viðkomandi skóla.
Rannsóknarsetur tengd máltækni:
Að námi loknu
Spennandi störf á alþjóðlegum vettvangi
Að námi loknu ættu nemendur að geta starfað við hugbúnaðarþróun í máltækni eða á sviðum þar sem vélrænu námi er beitt.
Jafnframt ætti námið að skapa grundvöll fyrir störfum á alþjóðlegum vettvangi því eftirspurn eftir starfskröftum með þessa þekkingu er alltaf að aukast. Nægir hér að nefna að tæki eða hugbúnaður, sem stórfyrirtæki eins og Apple, Amazon, Facebook, Google og Microsoft þróa, krefjast þekkingar á máltækni.
MSc-gráða ef námið er klárað í HR
Nemandi sem skráður er í HR útskrifast með MSc-gráðu í gervigreind og máltækni en nemandi sem skráður er í HÍ útskrifast með MA-gráðu í máltækni. Sérstakar námsreglur gilda um meistaranámið í hvorum skóla fyrir sig og skulu nemendur lúta námsreglum heimaskóla síns.
Hægt að stunda doktorsnám
Markmið með náminu er tvíþætt: annars vegar að útskrifa nemendur með þekkingu til að stýra verkefnum og útfæra lausnir á sviði máltækni; hins vegar að undirbúa nemendur undir doktorsnám á sviðinu.
Skipulag náms
Skipulag námsins í HR
Um er að ræða tveggja ára, þverfaglegt, 120 eininga nám. Nemendur taka a.m.k. 2/3 af einingum í námskeiðum á meistarastigi í tölvunarfræði, verkfræði og í námskeiðum við Háskóla Íslands. Samsetning eininga er sveigjanleg og fer eftir bakgrunni viðkomandi nemanda.
Hér fyrir neðan má sjá dæmi um námsskipulag. Sum námskeiðanna eru kennd í HR en önnur í HÍ. Meistaranámskeið í HR eru yfirleitt 8 einingar en grunnnámskeið eru 6 einingar.
Skylda er að taka áfangann T- 622-ARTI Gervigreind ef nemandi hefur ekki lokið áfanganum í BSc námi sínu. Áfanginn er kenndur á vorönn.
1. Dæmi um skipulag námsins þegar um 30 ECTS meistaraverkefni er að ræða
1. önn | 2. önn | 3. önn | 4. önn |
T-725-MALV, Málvinnsla (8 ein.) - Skyldufag | T-701-REM4, Aðferðafræði rannsókna (8 ein.) - Skyldufag | T-738-VIEN, Sýndarverur (8 ein.) | Meistaraverkefni (30 ein.) |
T-809-DATA, Gagnanám og vitvélar (8 ein.)(eða T-796-DEEP) - Skyldufag** | T-754-SPLP, Talvinnsla (8 ein.) - Skyldufag |
T-720-ATAI, Háþróuð viðfangsefni í gervigreind (8 ein.) | |
T-796-DEEP, Inngangur að djúpnámi (6 ein.) (eða T-809-DATA) - Skyldufag** | T-717-SPST, Talgerving (6 ein.) | T-718-ATSR, Talgreining (6 ein.) | |
MLT301F, Íslenskt málkerfi og máltækni (10 ein.)* |
T-622-ARTI, Gervigreind (6 ein.) | MLT302F, Trjábankar (10 ein.)* | |
32 ein. | 28 ein. | 32 ein. | 30 ein. |
* Námskeið kennd í HÍ
** Valið er annaðhvort að taka T-809-DATA eða T-796-DEEP (stýrt val).
2. Dæmi um skipulag námsins þegar um 60 ECTS meistaraverkefni er að ræða
1. önn | 2. önn | 3. önn | 4. önn |
T-725-MALV, Málvinnsla (8 ein.) - Skyldufag | T-701-REM4, Aðferðafræði rannsókna (8 ein.) - Skyldufag | Meistaraverkefni (30 ein.) | Meistaraverkefni (30 ein.) |
T-809-DATA, Gagnanám og vitvélar (8 ein.)(eða T-796-DEEP) - Skyldufag** | T-754-SPLP, Talvinnsla (8 ein.) - Skyldufag | ||
T-796-DEEP, Inngangur að djúpnámi (6 ein.) (eða T-809-DATA) - Skyldufag** | T-717-SPST, Talgerving (6 ein.) | ||
MLT301F, Íslenskt málkerfi og máltækni (10 ein.)* | T-622-ARTI, Gervigreind (6 ein.). | ||
32 ein. | 28 ein. | 30 ein. | 30 ein. |
*Námskeið kennd í HÍ
**Valið er annaðhvort að taka áfangann T-809-DATA eða T-796-DEEP (stýrt val).
Aðstaða
Þjónusta og góður aðbúnaður
Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, rannsókna, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.
Kennslustofur og lesherbergi
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Nemendur í tölvunarfræði læra oft saman á ákveðnu svæði í Sólinni. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.
Þjónusta
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.
Verslanir og kaffihús
Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.
Kennarar
Vísindamenn og sérfræðingar
Nemendur í meistaranámi í máltækni njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna á fagsviðinu innan háskólans og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr fyrirtækjum í upplýsingatækni. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.
Meðal kennara eru:
Dr. Hannes Högni Vilhjálmsson
Hannes Högni er meðlimur í Mál- og raddtæknistofu HR og vinnur meðal annars að þróun vitvéla með félagslega færni.
Dr. Hrafn Loftsson
Hrafn er meðlimur í Mál- og raddtæknistofu. Rannsóknir og þróunarverkefni Hrafns hafa sérstaklega beinst að smíði hugbúnaðar til að vinna með og greina íslensku.
Dr. Jón Guðnason
Jón er í forsvari fyrir Mál- og raddtæknistofu HR. Hann leggur stund á rannsóknir í talmerkjafræði og máltækni.
Inntökuskilyrði
Tæknigreinar
Nám í gervigreind og máltækni í HR er ætlað fyrir nemendur með tæknibakgrunn, þ.e. með BSc-próf í tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum.
Próf úr öðrum greinum
Þeir sem hafa lokið háskólaprófi í öðrum greinum geta einnig sótt um inngöngu og er þá undirstaða þeirra metin sérstaklega.
Sótt um
Opið er fyrir umsóknir á haustönn frá 5.febrúar til og með 30.apríl 2023.
Allir umsækjendur verða að fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið.
Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsóknum:
- Ferilskrá ásamt mynd
- Staðfest afrit prófskírteina
- Staðfest yfirlit yfir námsferil og námsárangur
- Greinagerð: hvers vegna sækir þú um námið og hvert er markmið þitt með náminu? (Allt að 300 orð)
- Eitt meðmælabréf frá einstaklingi sem getur metið hæfni umsækjenda til að takast á við námið. Meðmælabréfið má vera á ensku eða íslensku og á að berast beint frá viðkomandi meðmælanda á verkefnastjóra meistaranáms tölvunarfræðideildar á netfangið telmas@ru.is .
Viltu vita meira?
Nánari upplýsingar veitir Hrafn Loftsson, dósent við tölvunarfræðideild HR og Telma Sigtryggsdóttir, verkefnastjóri meistara og doktorsnáms tölvunarfræðideildar telmas@ru.is.