Máltækni

Um námið

Við tölvunarfræðideild er boðið upp á tveggja ára (120 ECTS eininga) framhaldsnám til meistaragráðu í máltækni. Skipulag og umsjón námsins er á höndum Máltækniseturs, sem er vettvangur fyrir samstarf Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og orðfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um rannsóknir, þróun og kennslu í máltækni.

Markmið með náminu er tvíþætt: annars vegar að útskrifa nemendur með þekkingu til að stjórna verkefnum og útfæra lausnir á sviði máltækni; hins vegar að undirbúa nemendur undir doktorsnám á sviðinu. 

Nám í máltækni er bæði fyrir nemendur með BA-próf í hugvísindagreinum og BS-próf í raungreinum.

Hvað er máltækni?

Máltækni (tungutækni) er rannsóknar- og þróunarsvið sem hefur það að markmiði að smíða kerfi sem geta unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu. Máltækni er þverfaglegt svið sem spannar t.d. tölvunarfræði, málvísindi, gervigreind, tölfræði og sálfræði.

Viltu vita meira?

Nánari upplýsingar um máltækni má finna á vef Máltækniseturs (Icelandic Centre for Language Technology, ICLT). Nánari upplýsingar veita verkefnastjórar deildarinnar og Hrafn Loftsson, lektor við tölvunarfræðideild HR.

Skipulag náms

Nemendur innritast í HR eða HÍ en geta tekið námskeið í báðum skólum. Nemandi útskrifast frá þeim skóla sem hann er skráður í og vinnur að jafnaði lokaverkefni undir handleiðslu kennara í viðkomandi skóla. Nemandi sem skráður er í HÍ útskrifast með MA-gráðu í máltækni en nemandi sem skráður er í HR útskrifast með MSc-gráðu í máltækni. Sérstakar námsskipunarreglur gilda um meistaranámið í hvorum skóla fyrir sig, og skulu nemendur lúta námsskipunarreglum heimaskóla síns.

Um er að ræða tveggja ára, 120 ECTS eininga nám. Einingarnar skiptast í 36-60 ECTS einingar úr sérhæfðum máltækninámskeiðum á meistarastigi (kennd í HÍ og HR), 0-30 ECTS einingar úr grunnnámskeiðum í tölvunarfræði (kennd í HR), 0-30 ECTS einingar úr grunnnámskeiðum í íslensku (kennd í HÍ) og 30-60 ECTS einingar í meistaraprófsverkefni. Samsetning eininga er því mjög sveigjanlega og fer eftir bakgrunni viðkomandi nemanda.

Gestakennarar kenna hluta af hinum sérhæfðu máltækninámskeiðum og í einhverjum tilvikum er um að ræða námskeið sem standa í 1-3 vikur.

Meistaraprófsverkefni eru unnin í samvinnu við kennara, stofnanir eða fyrirtæki sem starfa á þessu sviði.

Undirstöðunámskeið

Nemendur með BA-próf í málvísindum og tungumálum þurfa að taka 24-30 ECTS einingar í undirstöðunámskeiðum í tölvunarfræði, og nemendur úr tölvunarfræði og skyldum greinum taka 24-30 ECTS einingar í undirstöðunámskeiðum í málfræði. Þessi námskeið eru metin sem hluti meistaranámsins.

Nemendur með aðra undirstöðu sem teknir verða inn í námið geta þurft að taka bæði málfræðileg og tölvunarfræðileg grunnnámskeið, sem þá verða ekki öll metin sem hluti meistaranáms. Nemandi sem tekur 60 ECTS eininga meistaraprófsverkefni þarf að taka a.m.k. 36 ECTS einingar í námskeiðum á MSc stigi en nemandi sem tekur 30 ECTS eininga meistaraprófsverkefni þarf að taka a.m.k. 54 ECTS einingar í námskeiðum á MSc stigi.

Námskeið

Eftirfarandi listi sýnir þau námskeið sem eru í boði í náminu. Listinn yfir meistaranámskeið er einungis til viðmiðunar, þ.e. á sérhverjum tíma verður aðeins hluti þessara námskeiða í boði. Grunnnámskeiðin (BA/BSc stig) sem talin eru upp eru aftur á móti ávallt í boði á sérhverju skólaári.

 Námskeið á BA/BSc-stigi í máltækni           Námskeið á MSc/MA-stigi í máltækni

Forritun

Kerfisgreining

Gagnaskipan

Strjál stærðfræði I

Strjál stærðfræði II

Reiknirit

Viðmótshönnun

Gervigreind

Gagnasafnsfræði

Tölfræði

Forritunarmál

Merkingarfræði orða og orðanet

Aðferðafræði rannsókna
Linguistic resources

Málvinnsla

Tölvur og tungumál

Corpus building 
Málfræði í máltækni
Information extraction 

Machine learning 


 Sniðmát fyrir lokaverkefni á meistarastigi má sjá hér.

Dæmi um fyrirkomulag anna 

Hér á eftir má sjá tvö dæmi um námsfyrirkomulag nemanda með mismunandi bakgrunn. Innan sviga kemur fram við hvaða skóla viðkomandi námskeið er kennt.

Dæmi 1: Nemandi hefur lokið BA námi í málvísindum og vinnur 30 ECTS eininga meistaraprófsverkefni.

1. ÁR - HAUSTÖNN1. ÁR - VORÖNN
MA-námskeið (HÍ 10 ECTS)MA-námskeið (HÍ, 10 ECTS)
MSc-námskeið (HR, 8 ECTS) MSc-námskeið (HR, 8 ECTS) 
Forritun I (HR, 6 ECTS) Strjál stærðfræði II (HR, 6 ECTS) 
Strjál stærðfræði I (HR, 6 ECTS) Gagnaskipan (HR, 6 ECTS)
2. ÁR - HAUSTÖNN2. ÁR - VORÖNN
MA-námskeið (HÍ, 10 ECTS) Meistaraprófsverkefni (30 ECTS)
MSc-námskeið (HR, 8 ECTS)  
BSc-námskeið (HR, 6 ECTS)  
Reiknirit (HR, 6 ECTS)  

Dæmi 2: Nemandi hefur lokið BSc námi í tölvunarfræði og vinnur 30 ECTS eininga meistaraprófsverkefni.

1. ÁR - HAUSTÖNN1. ÁR - VORÖNN
MA-námskeið (HÍ 10 ECTS)MA-námskeið (HÍ 10 ECTS)
MSc-námskeið (HR 8 ECTS) MSc-námskeið (HR 8 ECTS) 
Inngangur að málfræði (HÍ 10 ECTS) Íslensk beygingar- og orðmyndunarfræði (HÍ 5 ECTS) 
Íslensk setningafræði og merkingarfræði (HÍ 5 ECTS) Íslensk hljóðfræði og hljóðkerfisfræði (HÍ 5 ECTS) 
2. ÁR - HAUSTÖNN2. ÁR - VORÖNN
MA-námskeið (HÍ 10 ECTS) Meistaraprófsverkefni 
MSc-námskeið (HR 8 ECTS)  
MSc námskeið (HR 8 ECTS)  
BSc námskeið (HR 6 ECTS)  

Inntökuskilyrði

Nám í máltækni er bæði fyrir nemendur með BA-próf í hugvísindagreinum (almennum málvísindum, íslensku og erlendum tungumálum) og BSc-próf í raungreinum (tölvunarfræði, rafmagns- og tölvuverkfræði o.fl.). Þeir sem hafa lokið háskólaprófi í öðrum skyldum greinum geta einnig sótt um inngöngu og er þá undirstaða þeirra metin sérstaklega.

Umsóknum skal skilað rafrænt.  Hverri umsókn skulu þó einnig fylgja eftirfarandi fylgigögn og er nauðsynlegt að senda frumrit af þeim í pósti:

  • Staðfest afrit af prófskírteinum á háskólastigi.  Ef því verður við komið, skulu fylgja upplýsingar um frammistöðu umsækjanda í samanburði við aðra nemendur á viðkomandi námsbraut.
  • Tvö meðmælabréf frá kennurum eða öðrum aðilum sem þekkja til færni umsækjanda í námi.
  • Bréf frá umsækjanda sem lýsir fyrirætlunum umsækjanda og því hvaða hlutverki meistaranám við Háskólann í Reykjavík gegnir í þeim.
  • Aðrar upplýsingar sem að gagni geta komið við að meta umsækjanda.


Fylgigögn verða að vera póstmerkt fyrir dagsetningu sem verður tilkynnt síðar. 

Senda skal fylgigögn til:

Sigrún María Ammendrup, skrifstofustjóri

tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík
Menntavegur 1 við Nauthólsvík
IS-101 ReykjavíkVar efnið hjálplegt? Nei