Heilbrigðisverkfræði MSc

Námið undirbýr verðandi verkfræðinga fyrir framsækin störf við að þróa ný tæki og aðferðir við greiningu og meðferð sjúkdóma og að beita verkfræðilegum aðferðum í líffræði og læknisfræði. Meðal annars er fengist við heilarafrit, gervilíffæri, greinda gervifætur, tölvusneiðmyndir, geislameðferð og stærðfræðileg líkön.

Um námið

Nemendur og kennarar segja frá námi í heilbrigðisverkfræði við HR.

Ólíkar greinar en eitt markmið

Í náminu sameinast ólíkar greinar eins og stærðfræði og eðlisfræði við lífeðlisfræði, allt í þeim tilgangi að leysa vandamál vegna veikinda og slysa. Nám í heilbrigðisverkfræði samanstendur af þriggja ára BSc-námi og tveggja ára MSc-námi.

Lifandi nám

Nemendur í heilbrigðisverkfræði hljóta fræðilega undirstöðu og þurfa að nota þá þekkingu til að leysa raunveruleg verkefni af ýmsum toga. Með því að glíma við raunhæf verkefni og finna lausnir við vandamálum hljóta nemendur góðan undirbúning fyrir störf að námi loknu. Hér eru nokkur dæmi um það hvernig kennslan og námsefnið miðar að því að veita nemendum dýrmæta reynslu.

12+3 kerfið

Í náminu eru annirnar brotnar upp í tvo hluta. Fjögur námskeið eru kennd í 12 vikur og síðan er prófað úr þeim. Að prófum loknum taka við þriggja vikna námskeið þar sem námsefnið er sett í hagnýtt samhengi með verkefnavinnu, hópavinnu og/eða samstarfi við fyrirtæki.

Starfsnám

Nemendur geta sótt um starfsnám, en þannig auka þeir þekkingu sína á viðfangsefnum verkfræðinnar og öðlast góðan undirbúning fyrir störf að námi loknu. Starfsnám er í boði á vorönn, á lokaári BSc náms eða á fyrra ári MSc náms, og getur verið allt að 12 einingar.

Dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem hafa tekið við nemendum í starfsnám:

• Actavis • Arion banki • Arion banki • Blóðbankinn • deCode • EFLA • Elkem • Fjármálaráðuneytið • Hjartavernd • HS Orka • Íslandsbanki • ÍSOR • Ikea • Landsbankinn • Landsnet • Landspítalinn • Landsvirkjun • Mannvit • Marel • Marorka • Olís • Orka náttúrunnar • Orkuveitan • Raförninn • Samey • Samskip • Securitas • Síminn • Sjóvá • Verkís • Vodafone • VSÓ ráðgjöf • Össur

CDIO-samstarfsnetið

Færni í hugmyndavinnu, verkefnastjórnun, samskiptum og kynningum er þjálfuð í ýmsum námskeiðum gegnum allt námið. Þetta samræmist hugmyndafræði CDIO, sem er samstarfsnet framsækinna háskóla sem kenna tæknigreinar og HR er þátttakandi í.

Í CDIO-aðferðafræðinni er lögð áhersla á samráð háskóla og atvinnulífs og fagfélaga. Mótun námsbrauta í anda CDIO á að tryggja að nemendur fái lausnamiðaða verkfræðilega færni sem vinnuveitendur sækjast eftir, án þess að slegið sé af fræðilegum kröfum.

Lesa meira um CDIO - Conceive, Design, Implement, Operate

Undirbúningur fyrir atvinnulífið

Allir nemendur á 3. ári BSc náms taka námskeiðið Verkfræði X sem er umfangsmikið 15 vikna námskeið þar sem nemendur þróa lausn á raunverulegu vandamáli fyrir samstarfsaðila.

Í námskeiðinu læra nemendur formlegar aðferðir til að greina þarfir samstarfsaðilans og afmarka mögulegar lausnir á verkefninu. Nemendur í mismunandi námsbrautum fá síðan úthlutað verkefni sem snýr að þeirra fagsviði og vinna í teymum að þróun og gerð afurðar sem er tilbúin til notkunar.

Verkfræði X byggir á vinsælum valnámskeiðum í HR þar sem nemendur hafa meðal annars búið til eldflaug, sjálfráðan kafbát, róbot með forritanlegu göngulagi til að prófa stoðtæki, hugbúnað til að verðleggja skuldabréf, skipulag á lager til að hámarka afköst í útkeyrslu, og hermunarlíkan fyrir innhringiver.

Í MSc námi geta nemendur unnið að meistaraverkefni í samstarfi við fyrirtæki. Þessi verkefni, sem hafa beina hagnýtingu fyrir atvinnulífið, eru kjörin leið fyrir nemendur að kynnast viðfangsefni og starfsemi fyrirtækis en jafnframt leið til að kynna sig fyrir iðnaðinum. Atvinnulífstengd verkefni opna dyr nemenda inn í fyrirtækin og oft hafa nemendur verið ráðnir til fyrirtækis sem þau unnu verkefni með. Hér má nálgast frekari upplýsingar um styrkt rannsóknarverkefni.

Skiptinám

Nemendur geta sótt um að fara í skiptinám við erlendan háskóla. Nemendur í BSc-námi þurfa að vera með 7 eða hærra í meðaleinkunn og að hafa lokið 60 einingum þegar þeir fara í skiptinámið. Skrifstofa alþjóðaskiptaveitir frekari upplýsingar um hvert hægt er að fara í skiptinám.

Kennsla og rannsóknir

Kennsla og rannsóknir í heilbrigðisverkfræði við HR eru í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og rannsóknarstofur. Nemendur í meistara- og doktorsnámi stunda rannsóknir á þessum stöðum ef verkefni þeirra tengjast starfsemi þeirra. 

Öflugt samstarf 

Heilbrigðissvið er í nánu samstarfi við Landspítalann-háskólasjúkrahús (LSH). Hluti af því samstarfi er að Heilbrigðistæknisetur LSH er staðsett í húsnæði HR. Á Heilbrigðistæknisetrinu starfa sameiginlegir starfmenn LSH og HR. Að auki eru kennarar í heilbrigðisverkfræði í nánu samstarfi við m.a. Össur, deCode, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Blóðbankann og fleiri fyrirtæki, og fer oft verklegur hluti kennslunnar fram þar.

Nýstárlegar svefnrannsóknir

Rannsóknarstofa 3Z er einnig í húsnæði HR og þar eru stundaðar rannsóknir á taugalífeðlisfræði svefns og þróun nýstárlegra dýralíkana í svefnrannsóknum. 

Rannsóknarsetur

Innan heilbrigðissviðs er jafnframt starfrækt rannsóknarstofnun sem heitir The Institute of Biomedical and Neural Engineering. Innan hennar eru ýmis rannsóknarsetur sem fjalla um ákveðið svið heilbrigðisverkfræðinnar, eins og vefjaverkfræði, þrívíddarprentun líffæra og taugarannsóknir.

Viðburðir

Árlega heldur heilbrigðissvið Heilbrigðistæknidaginn, sem er ráðstefna um ákveðið efni er tengist heilbrigðisverkfræði og er viðburðurinn haldinn í samstarfi við annað fagfólk í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðissvið stendur jafnframt að komum erlendra sérfræðinga og fyrirlesara reglulega.

Nýsköpun þvert á deildir

Nemendur í meistaranámi í HR geta valið námskeið í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum þvert á deildir háskólans. Námskeiðin auka þekkingu og færni nemenda á öllum helstu sviðum nýsköpunar: fræðilegri þekkingu, skapandi nálgun viðfangsefna, vöruþróun, áætlanagerð, stjórnun og fjármálum. Ljúki nemendur 30 einingum á þessu sviði geta þeir útskrifast með nýsköpunar- og frumkvöðlafræði sem sérsvið. 

Að námi loknu

Horft til framtíðar

Hátækni heilbrigðisþjónustunnar er starfsvettvangur margra heilbrigðisverkfræðinga. Í fjölmörgum fyrirtækjum bæði hér á landi og erlendis er þróuð ný tækni og horft til framtíðar. Þróun tækja og tækni byggir iðulega á nýjustu niðurstöðum rannsókna vísindanna úr ýmsum greinum heilbrigðis- og raunvísinda.

Starfsréttindi

Verkfræðinám samanstendur af 3ja ára (180 einingar) grunnnámi og tveggja ára (120 einingar) MSc-námi. Til að öðlast starfsréttindi og leyfi til að nota lögverndaða starfsheitið verkfræðingur þarf að ljúka MSc-gráðu í samræmi við kröfur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.

Starfsnámið veitir forskot

Nemendur í heilbrigðisverkfræði við HR geta sótt um starfsnám í bæði grunnnámi og meistaranámi. Markmið með starfsnámi er að auka þekkingu nemenda á því sviði sem þeir stunda nám á og búa þá undir störf að námi loknu.

Skipulag MSc

Til að öðlast starfsréttindi sem verkfræðingur þarf að BSc-námi loknu að ljúka tveggja ára MSc-námi.

Sérhæfing og einstaklingsmiðað nám

Í framhaldsnámi afla nemendur sér sérfræðiþekkingar og hagnýtrar tækniþekkingar. Nemendur gera einstaklingsmiðaða námsáætlun í samráði við leiðbeinanda, allt eftir áhugasviði nemandans. Námið er rannsóknartengt og getur nemandinn valið að nýta sér það til umtalsverðrar sérhæfingar.

MSc nám - 120 einingar - 2 ár

MSc 1. ár
HaustVor

*Skilyrt val

MSc 2 . ár
Haust Vor

Útskrift með MSc í verkfræði og skilyrðum um lögverndað starfsheiti sem verkfræðingur fullnægt

Meistaraverkefni

Valnámskeiðum er ætlað að auka skilning og undirbúa rannsóknarefni nemandans. Meistaraverkefni er 30 einingar, unnið á lokaönn. Hægt er að sækja um að vinna 60 eininga meistaraverkefni og taka þá samsvarandi færri valnámskeið.

Skiptinám og starfsnám

Nemendur geta sótt um starfsnám (12 einingar) á vorönn. Nemendur geta sótt um skiptinám á haust- eða vorönn.

Annað

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR. Þar er einnig aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur. Meðal tækja í HR sem notuð eru við kennslu í heilbrigðisverkfræði er 256-rása heilariti (EEG), súrefnisupptökutæki, búnaður til þráðlausrar upptöku á vöðvaritum (EMG) og aðstaða til geislamælinga.

Kennari útskýrir myndir af heilaVerkleg kennsla

Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Aðstaða til kennslu og rannsókna í heilbrigðisverkfræði er mjög góð við HR og á þeim stofnunum sem tengjast náminu beint og óbeint. Nemendur hafa aðgang meðal annars eðlisfræðistofu, efnafræðistofu, vélsmiðju, rafeindatæknistofu, rannsóknarstofu í hreyfifræði og ýmsum sérhæfðum tækjum og rannsóknarstofum tengdum heilbrigðisverkfræðinni.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.  

Svefnrannsóknir í kjallara HR

Nemar í heilbrigðislabbi

Í kjallara háskólabyggingarinnar er starfrækt rannsóknarsetur og sprotafyrirtæki sem heitir 3Z. Þar eru þróaðar nýjar og athyglisverðar leiðir í grunnrannsóknum á svefni. Á grunni þessara rannsókna hefur fyrirtækið verið stofnað en það vinnur að frumrannsóknum fyrir þróun nýrra svefnlyfja. 

Rafeindatæknistofa

Lab

Í rafeindatæknistofu er unnið að verkefnum og tilraunum á sviði rafeindatækni, rafmagnsfræði, raforku, stýringum og sjálfvirkni. Í stofunni er fjölbreytt safn af verklegum tilraunum er tengjast námsefni á þessum sviðum. Stofan býður jafnframt upp á aðsetur fyrir nemendur sem vinna að stærri verkefnum eða lokaverkefnum í grunnnámi eða meistaranámi. Í stofunni er fjöldinn allur af tækjum og mælitækjum, á borð við sveiflusjár, örtölvur, AD-breytur, iðnaðarróbóta o.s.frv. Mikið safn er af íhlutum fyrir rásavinnu og góð aðstaða til að setja saman rásir. Ábyrgðarmaður verkstæðis er Hannes Páll Þórðarson.

Vélsmiðja

HR_des032

Vel búin vélsmiðja er mikilvægur þáttur í verkfræðinámi því þar er bilið brúað milli þess fræðilega og þess hagnýta. Flestir nemendur sem útskrifast frá HR með verkfræðigráðu hafa kynnst vélsmíði að einhverju marki, til að mynda unnið í rennibekk og fræsivél við að útfæra hugmyndir og hönnun sína. Í stofunni eru í boði inngangsnámskeið í vélsmíði, þar sem farið er yfir öryggismál og nemendum kennd viðeigandi handtök. Nemendur búa að þessari reynslu á seinni stigum náms og hafa aðgang að vélsmiðjunni til að leysa skemmtileg og raunveruleg verkfræðileg viðfangsefni.

Í vélsmiðjunni eru þrír rennibekkir, tvær fræsivélar, CNC rennibekkur og fræsivél, suðutæki, laser-skurðarvél, ásamt öðrum hefðbundnum verkfærum.

Þjónusta 

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu 

Verslanir og kaffihús

Í HR er jafnframt Háskólabúðin sem selur helstu nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala. 

Kennarar

Vísindamenn og sérfræðingar

Nemendur í heilbrigðisverkfræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna á sviðinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur. 

Námsbrautarstjóri í heilbrigðisverkfræði er Ólafur Eysteinn Sigurjónsson.

Allir fastráðnir kennarar verkfræðideildar

Verkefni

Hér eru dæmi um verkefni nemenda og kennara í heilbrigðisverkfræði við HR. 

Taugabrautir afhjúpaðar

Heilbrigðisverkfræði

Markmið rannsóknar Írisar Drafnar Árnadóttur, nema í heilbrigðisverkfræði, var að sýna fram á aðferð til að prenta taugabrautir í heila út í þrívídd. „Með þessu var ég að halda áfram með verkefni sem var búið að vinna innan verkfræðideildar þar sem höfuðkúpur voru prentaðar út í þrívídd, ásamt æxli, til að aðstoða lækna við undirbúning aðgerða.“ Lesa meira.

Endurnýting blóðflögueininga til stofnfrumuræktar

Ólafur Eysteinn Sigurjónsson

„Hugmynd okkar snýst um að skapa verðmæti úr efnivið sem vanalega er fargað.“ Dr. Ólafur Eysteinn Sigurjónsson er dósent við verkfræðideild HR og forstöðumaður rannsókna við Blóðbankann. Ólafur stundar rannsóknir í heilbrigðisverkfræði og þróar meðal annars aðferðir til klínískrar ræktunar og sérhæfingar á stofnfrumum. Lesa meira.

Þrívíddarlíkön af hauskúpum

HauskúpurLokaverkefni Sigrúnar Bjarkar Sævarsdóttur í heilbrigðisverkfræði í HR hefur hlotið mikið lof innan læknastéttarinnar. Það fólst í því að smíða og samþætta þrívíddarlíkan við staðsetningarbúnað sem notaður er við heilaskurð. Lesa meira.

 

 


Inntökuskilyrði

MSc í heilbrigðisverkfræði

Gert er ráð fyrir að nemandi hafi grunngráðu (BSc) í heilbrigðisverkfræði. Hafi nemandi annan bakgrunn getur viðkomandi þurft að bæta við námskeiðum úr grunnnámi. Í slíkum tilvikum er ætlast til að nemandi klári þessi námskeið á fyrsta námsári sínu.

Umsóknarfrestur

Frá 5. febrúar til og með 30. apríl - fyrir haustönn.
Frá 15. október til og með 5. desember - fyrir vorönn.

Getum við aðstoðað?

Sóley Davíðsdóttir

Verkefnastjóri - MSc verkfræði


Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei