Námið
Rannsóknir
HR
Þátttaka í rannsóknum

Nemendum Háskólans í Reykjavík, bæði í grunn- og meistaranámi bjóðast ýmis tækifæri til þátttöku í rannsóknum fyrir utan lokaverkefni. Þannig skapa þeir nýja þekkingu, öðlast reynslu og fá enn meira út úr náminu. Einnig gefst meistaranemum tækifæri á að stunda rannsóknir með nokkrum af fremstu fyrirtækjum landsins. Fyrirtækin eru Marel, Icelandair og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

Tölvunarfræðideild: Nemendur geta óskað eftir því að vinna að spennandi rannsóknarverkefnum undir handleiðslu vísindamanna. Þetta á við um bæði meistaranám og grunnnám. Hér eru dæmi um lokaverkefni í grunnnámi: 

Verkefni í meistaranámi sem unnið var með CADIA og vann til verðlauna:

Verkfræðideild: Nemendum í grunnnámi býðst að taka „námskeiðin“ T-629-URO1 og T-629-URO2 Rannsóknarvinna í grunnnámi I og II og samsvarandi námskeið í meistaranámi T-829-GRO1 og T-829-GRO2 Rannsóknarvinna í meistaranámi. Hvert námskeið er 6 einingar. 

Kennarar við deildina ráða gjarnan til sín nemendur, annað hvort yfir sumartímann eða með námi, til að aðstoða við rannsóknir sínar. Að lokum stendur bæði grunn- og meistaranemum að taka svokallað sjálfstætt verkefni sem er þá unnið með handleiðslu kennara en ekki hluti af rannsóknum hans.

Viðskiptadeild: Nemendum í BSc- og MSc-námi býðst að aðstoða við rannsóknir innan deildarinnar, meðal annars við söfnun og úrvinnslu gagna. Almennt er auglýst eftir aðstoðarmönnum og valið úr hópi umsækjenda.

Sálfræðideild: Nemendum í BSc- og MSc-námi býðst að aðstoða við rannsóknir innan deildarinnar, meðal annars við úrvinnslu gagna og söfnun gagna í gegnum úthringingar eða á annan hátt. Almennt er auglýst eftir aðstoðarmönnum og valið úr hópi umsækjenda. Þetta er fyrir utan lokaverkefni.

Íþróttafræðideild: BSc- og MSc-nemar fá tækifæri til að taka þátt í mælingum sem unnar eru í samstarfi við sérsambönd eins og KSÍ, KKÍ og mörg fleiri. Þetta samstarf er oftast tengt lokaverkefnum og þannig tengja BSc-nemar gjarnan vinnuna við mælingarnar síðan við lokaverkefnin sín.

Styrkt meistaraverkefni í samstarfi við fyrirtæki

Á vorönn geta meistaranemar kynnt sér tækifæri til rannsókna á fagsviðum úrvals fyrirtækja sem eru í samstarfi við HR. Á síðasta ári voru fyrirtækin Isavia, Eimskip, Síminn, Marel, Íslandsbanki, Icelandair og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Sérstök kynning er haldin sem þar sem fulltrúar fyrirtækjanna mæta. 

Nemendur sem eru áhugasamir um að sækja um gera það í samstarfi við leiðbeinanda sinn, en eingöngu leiðbeinendur geta sótt um styrkina. Þá má nýta við allar akademískar deildir HR.

Við Háskólann í Reykjavík er meistaranám í boði við allar deildir skólans.

Hér að neðan er tveir innlendir samkeppnissjóðir sem veita styrki til meistaranáms. Báðir sjóðirnir gera kröfu um rannsóknartengt meistaranám með a.m.k. 15-30 eininga rannsóknarverkefni.

Íslenskir samkeppnissjóðir sem veita styrki til meistaraverkefna:

  1. Rannsóknarsjóður (Öndvegis- eða verkefnisstyrkur - Leiðbeinandi sækir um)
  2. Orkurannsóknarsjóður Landsvirkjunar (Námsstyrkur - Nemandi sækir um)
  3. Orkurannsóknarsjóður Landsvirkjunar (Verkefnisstyrkur - Leiðbeinandi sækir um)

Rannsóknirnar eru fyrst og fremst á meistarastigi en styrkir hafa einnig verið veittir til doktorsverkefna. Leiðbeinendur við allar deildir skólans geta sent inn umsóknir um verkefni. Upplýsingar um samstarf við hvern aðila, þ.m.t. viðeigandi umsóknargögn, verða aðgengilegar hér fyrir neðan.

Nánari upplýsingar veitir fulltrúi atvinnulífstengsla HR.

Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir
Forstöðukona nýsköpunar og atvinnulífstengsla
Fara efst