Hvernig vel ég háskólanám?

Spennandi, en stundum flókið

Á tímamótum þarf oft að taka ákvarðanir sem geta verið erfiðar. Það sem gerir valið erfitt er að eitt er ekki endilega betra en annað. Námsval getur verið flókið ferli þar sem valið snýst ekki bara um nám heldur ákveðinn farveg sem á sinn þátt í að skapa framtíð nemandans.

Skapaðu framtíðina í HR

Menntun til framtíðar

Í þínum höndum

Það er gott að hafa það í huga að hver og einn nemandi ræður mestu um það hvað viðkomandi fær út úr náminu. Nemendum í HR eru boðin fjölbreytt tæki og tól sem þeir geta notað til að móta námið sem best eftir því hvert þeir stefna að lokinni útskrift og HR leitast við að hafa gæði kennslu og þjónustu sem mest. Hvort nemendur ákveða að taka valfög í öðrum greinum, taka þátt í þverfaglegum námskeiðum, verkefnum með fyrirtækjum, skiptinámi eða starfsnámi er þó undir þeim sjálfum komið. Þessi tækifæri efla nemendur líka sem einstaklinga því það er mjög þroskandi að stíga út fyrir þægindarammann og vinna með fólki sem þú hefur aldrei hitt áður.

Fjórða iðnbyltingin

Hin svokallaða fjórða iðnbylting mun hafa í för með sér mikla breytingu á störfum í næstu framtíð. Nú þegar krefjast störf fjölbreyttari sérfræðiþekkingar og færni en áður og skörun milli fræðigreina er meiri. Nemendur sem útskrifast úr háskóla í dag munu að öllum líkindum sækja sér endurmenntun allan starfsferilinn. Fyrir háskólanema sem er að hefja nám í dag þýðir þetta að þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að loka neinum dyrum þegar nám er valið.


Góð ráð 

Sjálfsþekking

Samkvæmt náms- og starfsráðgjöfum Háskólans í Reykjavík skiptir ákveðin sjálfsþekking máli þegar nám er valið. Það er hægt að byrja á því að taka þessi skref:

  • Öðlast skýran skilning á sjálfum sér. Á hverju hefurðu áhuga? Hverju ertu góð/ur í? Hvar liggur þinn metnaður?
  • Hvers krefjast störfin sem þú ert helst að velta fyrir þér og hvað hafa þau upp á að bjóða?
  • Hvernig fara þessar upplýsingar um þín persónueinkenni og starfsumhverfi saman?

Um styrkleika

Er þörf á að setja upp styrkleikagleraugun? Gagnlegar upplýsingar um hvernig komast má að því hverjir styrkleikar manns eru.

Verkfæri

Hægt er að nota verkfæri eins og styrkleikapróf og áhugasviðspróf. Það er hægt að taka slík próf hjá náms- og starfsráðgjöf Háskólans í Reykjavík.

Ráð fagaðila

Náms- og starfsráðgjafar Háskólans í Reykjavík eru sérfræðingar í að ráðleggja fólki sem hefur spurningar um háskólanám og framtíðarstörf. Það er hægt að panta viðtal við ráðgjafa og senda þeim tölvupóst.

Þín ákvörðun - ekki annarra

Það getur hjálpað mörgum að hugsa út í það hvort þeir séu að láta þessa þætti trufla sig um of:

  • Óljósar hugmyndir um nám og störf
  • Virðing starfa
  • Kynjað námsval
  • Áhrif annarra  

Að hefja nám

Það er að mörgu að hyggja þegar hefja á háskólanám. Hér er má finna nokkur mikilvæg atriði fyrir nýnema.

Tenglar

Fáðu aðstoð

Náms- og starfsráðgjöf HR

Lestu um námið

Að hefja nám við HR
Grunnnám við HR

Hugsaðu út fyrir boxið

Háskólanám fyrir iðnmenntaða


Var efnið hjálplegt? Nei