Sálfræði

Í grunnnámi í sálfræði við HR er lögð áhersla á að kenna öll grunnsvið sálfræðinnar, þar á meðal lífeðlislega sálfræði, hugræna sálfræði, þroskasálfræði, sálfræði einstaklingsmunar, félagssálfræði og rannsóknaraðferðir. Til viðbótar taka nemendur valnámskeið, til dæmis á sviði heilsusálfræði, vinnusálfræði og gervigreindar.

Meistaranámið sameinar grundvallarsvið klínískrar sálfræði og helstu gagnreyndu nálganir hugrænnar atferlismeðferðar og hagnýtrar atferlisgreiningar. MSc-nám í klínískri sálfræði er nám til starfsréttinda sálfræðings.

Grunnnám í sálfræði            

Meistaranám í sálfræði                 

Doktorsnám í sálfræði                   

Sálfræði BScKlínísk sálfræði MSc
Sálfræði PhD
Hagnýt atferlisgreining MSc

Helgi Tómas er sálfræðinemi og tónlistarmaður.

Við höfum getað komið mönnum á tunglið en höfum ekki enn skilið fyllilega þunglyndi, einn algengasta geðsjúkdóm í heimi.

Helgi Tómas Helgason „Það er ekkert eitt rétt svar“ | Háskólinn í Reykjavík


Mér finnst allt við námið áhugavert: hvernig fólk hagar sér, hvað geðheilbrigði er mikilvægt og hvað fólk yfir höfuð getur verið mismunandi.

Var efnið hjálplegt? Nei