Tölvunarfræði

Tölvunarfræðideild HR er sú stærsta sinnar tegundar hér á landi. Kennarar eru í fararbroddi á sínu fræðasviði og nemendur taka þátt í öflugu rannsóknar- og nýsköpunarstarfi í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir og fyrirtæki. 

Grunnnám við tölvunafræðideild HR er góður undirbúningur fyrir þátttöku í atvinnulífinu og traust undirstaða fyrir framhaldsnám. Sérhæfing sem fæst með meistaragráðu veitir meiri hreyfanleika innan fyrirtækja, sérstaklega í stjórnunarstörfum. 

Nám við tölvunarfræðideild er staðarnám. Diplómanám í tölvunarfræði er hægt að stunda með vinnu, þá eru fyrirlestrar aðgengilegir á netinu en mæta þarf í dæmatíma á kvöldin í HR einu sinni í viku. 

Kynntu þér námið með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan:

Grunnnám í tölvunarfræði

Meistaranám í tölvunarfræði


* Ekki tekið inn í þessar námsbrautir haustið 2017


Var efnið hjálplegt? Nei

Fara á umsóknarvef