Námið
Rannsóknir
HR

HR og atvinnulífið

Tengsl við atvinnulíf og samfélag

Í starfi Háskólans í Reykjavík er lögð áhersla á samstarf, innanlands og erlendis, sem grundvallast á heilindum og virðingu fyrir heildarhagsmunum samfélagsins. HR tekur virkan þátt í mótun og uppbyggingu atvinnulífs og samfélags og leggur áherslu á að mæta þörf fyrir sérfræðiþekkingu með menntun, rannsóknum, nýsköpun, þróun og þátttöku í samfélagsumræðu. Þá leggur HR ríka áherslu á að halda góðum tengslum við útskrifaða nemendur og mæta þörf einstaklinga fyrir símenntun.

Atvinnulífið

Starfsemi HR er nátengd atvinnulífinu. Tengsl við atvinnulífið er mikilvægur þáttur í að efla alþjóðlegar rannsóknir og nýsköpun á Íslandi með það markmið að auka samkeppnishæfi landsins og samfélagslegar framfarir. HR leggur áherslu á nútímalegt atvinnuumhverfi og sjálfbærni og notar til þess framsæknustu aðferðir hverju sinni. Tengsl HR og atvinnulífsins nýtast því samfélaginu öllu. 

Nýsköpun

Háskólar eru uppspretta nýsköpunar og HR leggur höfuðáherslu á samstarf við atvinnulífið um nýsköpun. Samstarfsaðilar okkar gera sér grein fyrir því að samvinna háskóla og fyrirtækja er beinlínis virðisaukandi fyrir starfsemina og eflir rannsóknir og þróun fyrirtækjanna til lengri tíma.

Samstarf við MIT

Háskólinn í Reykjavík er í forsvari fyrir íslensk fyrirtæki sem eru meðlimir í Icelandic Innovation Partners sem á í samstarfi við MIT (Massachusetts Institute of Technology) háskólann í Boston. Með samstarfinu er fléttað saman sterkum tengslum atvinnulífs, HR og mest leiðandi vísindamanna í heiminum.

Nemendur

Nemendur HR komast snemma í snertingu við atvinnulífið með raunhæfum verkefnum sem unnin eru í samstarfi við fyrirtæki, starfsnámi og kennslu frá sérfræðingum að störfum utan háskólans.

Nýsköpun og stofnun fyrirtækja

Er stærsta námskeiðið sem kennt er við HR. Nemendur úr flestum deildum vinna í hópum undir handleiðslu kennara og sérfræðinga í 3 vikur við að þróa eigin viðskiptahugmyndir.

Alþjóðlegt samstarf

Háskólinn í Reykjavík er alþjóðlegt háskólasamfélag sem notar alþjóðleg viðmið í rannsóknum, kennslu og stjórnun. HR starfar markvisst með leiðandi erlendum háskólum og rannsóknarstofnunum og leggur áherslu á að þjálfa nemendur í alþjóðlegum samskiptum. 

Fara efst