Námið
Rannsóknir
HR

Nemendaþjónusta

Háskólinn í Reykjavík kappkostar við að veita nemendum bestu þjónustu og aðstöðu
Velkomin í HR

Á þessari síðu finnur þú allar helstu upplýsingar um þá þjónustu og aðstöðu sem í boði er í HR. Þessar upplýsingar munu auðvelda þér fyrstu skrefin í háskólanáminu og við mælum því með að þú kynnir þér þær vel.

Aðstaðan í HR

Í HR fer öll kennsla og starfsemi fram undir einu þaki. Áhersla er lögð á að öll hafi gott aðgengi að þjónustunni í húsinu.
Byggingin er um 30.000 fermetrar að stærð á þremur hæðum. Hönnun hússins byggist á álmum sem tengjast saman í miðrými sem kallast Sólin. Nöfnin eru sótt í sólkerfið og reikistjörnur þess. Þrjár álmur hafa verið byggðar, Venus, Mars og Úranus. Gatan á milli Venusar og Mars heitir Jörðin.

Nemendaráðgjöf

Veitir stuðning við nemendur í þeirra námsvegferð. Allt frá því að aðstoða þau í námstækni yfir í aðstoða þau að finna jafnvægi í námi og leik. Þjónustan er gjaldfjáls fyrir HR-inga og veitt af náms- og starfsráðgjöfum og sálfræðingum.

Bókasafnið

Alla virka daga er upplýsingafræðingur á vakt til að aðstoða við heimildavinnu. Hægt er að panta tíma eða líta við á auglýstum afgreiðslutíma.

Alþjóðasvið

Nemendur eru hvattir til að skoða möguleikann á að öðlast alþjóðlega reynslu í gegnum skiptinám, starfsþjálfun, sumarnámskeið eða með því að gerast mentorar fyrir erlenda nemendur sem stunda nám í HR.

Nemendaráðgjöf - Ráðgjöf og sálfræðiþjónusta

Náms- og starfsráðgjafar aðstoða nemendur við að ná árangri í námi og átta sig á áhuga sínum og styrkleikum. Boðið er upp á einstaklingsviðtöl, hópráðgjöf og fjölbreytt, þverfagleg námskeið.
Sálfræðiþjónusta HR er gjaldfrjáls fyrir alla nemendur skólans. Þjónustan heyrir undir Nemendaráðgjöf HR. Þar starfa tveir sálfræðingar auk framhaldsnema í klínískri sálfræði, sem eru undir faglegri handleiðslu.

Bókasafn HR

AFGREIÐSLUTÍMAR
Vetur 2025-2026
Mán - Fös: 8:00 - 16:00 / Aðgangur með korti: 24/7
Lau - Sun: Lokað / Aðgangur með korti: 24/7

Nemendaskrá og námsmat

Ber ábyrgð á innritun nýnema og skráningu nemenda í námskeið, umsjón með stofubókunum, umsjón með lokaprófi fjarnema utan HR, aðstoð við prófaumsýslu og undirbúning útskrifta.

Nemendur bera ábyrgð á sínu námi og þurfa að passa að skráningar þeirra í námskeið séu réttar.

Alþjóðasvið

Hlutverk alþjóðasviðs HR er að hvetja og styðja við nemendur og starfsfólk sem vilja öðlast alþjóðlega reynslu í háskólanámi og starfi, bæði þau sem fara út sem og þau sem koma til Íslands til lengri eða skemmri tíma. Alþjóðasvið fer einnig yfir gögn alþjóðlegra (utan ESB) nemenda í fullu námi og veitir stuðning í umsóknarferlinu. 

Brautskráning

Háskólinn í Reykjavík brautskráir kandídata þrisvar sinnum á ári, í júní, október og í janúar/febrúar. Hér fyrir neðan má sjá ýmsar gagnlegar upplýsingar um brautskráningar sem haldnar eru í Hörpu og í Sólinni frá Háskólagrunni HR.

Háskólagarðar HR

Háskólagarðar HR standa við Nauthólsveg 83-85, við rætur Öskjuhlíðar. Háskólagarðar HR bjóða til leigu samtals 252 íbúðir í tveimur íbúðakjörnum við Nauthólsveg 83-85. Íbúðirnar eru allar með sér inngangi og stigagöngum úti. Í kjallara eru þvottahús, geymslur, vagna- og hjólageymslur. Í íbúðagarðinum eru hjólaskýli, aðstaða til íþróttaiðkunar (teygjubekkir), kolagrill, setbekkir og opin svæði.

Notendaþjónusta upplýsingatæknisviðs (UTS)

Notendaþjónusta upplýsingatæknisviðs (UTS) er með upplýsingaborð í Sólinni. Notendaþjónustan er opin virka daga milli 9:00-16:00.

Félagslíf

Það er öflugt félagslíf í Háskólanum í Reykjavík. Nemendur mynda náið samfélag og kynnast sín á milli um leið og námið hefst, bæði í gegnum viðburði hjá nemendafélögum og í gegnum námið sjálft. 

Laus störf fyrir nemendur

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni og hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Samskipti

Samskiptasvið ber ábyrgð á ásýnd Háskólans í Reykjavík og sér um stærstan hluta markaðs- og kynningarstarfs, svo sem almannatengsl, vísindamiðlun, vef, samfélagsmiðla, viðburði, hönnun og útgáfu. Sviðið veitir einnig þjónustu og ráðgjöf varðandi kynningarstarf og þekkingarmiðlun einstakra deilda, sviða, rannsóknasetra, rannsóknarstofa, rannsóknahópa og starfsmanna, svo sem vegna ráðstefna, fyrirlestra, málstofa og heimsókna í framhaldsskóla o.fl.

Fara efst