Nemendaþjónusta
Háskólinn í Reykjavík kappkostar við að veita nemendum bestu þjónustu og aðstöðu
Nemendaráðgjöf
Veitir stuðning við nemendur í þeirra námsvegferð. Allt frá því að aðstoða þau í námstækni yfir í aðstoða þau að finna jafnvægi í námi og leik. Þjónustan er gjaldfjáls fyrir HR-inga og veitt af náms- og starfsráðgjöfum og sálfræðingum.
Bókasafnið
Alla virka daga er upplýsingafræðingur á vakt til að aðstoða við heimildavinnu. Hægt er að panta tíma eða líta við á auglýstum afgreiðslutíma.
Alþjóðasvið
Nemendur eru hvattir til að skoða möguleikann á að öðlast alþjóðlega reynslu í gegnum skiptinám, starfsþjálfun, sumarnámskeið eða með því að gerast mentorar fyrir erlenda nemendur sem stunda nám í HR.
Nemendaskrá og námsmat
Ber ábyrgð á innritun nýnema og skráningu nemenda í námskeið, umsjón með stofubókunum, umsjón með lokaprófi fjarnema utan HR, aðstoð við prófaumsýslu og undirbúning útskrifta.
Nemendur bera ábyrgð á sínu námi og þurfa að passa að skráningar þeirra í námskeið séu réttar.