Námið
Rannsóknir
HR

Mat á fyrra námi

Nemendur geta óskað eftir því að námskeið sem þeir hafa þegar lokið verði metin inn í námið við HR. Mat á fyrra námi er þó skilyrðum háð.

Til að óska eftir mati á fyrra námi þarf formleg umsókn um nám í HR að vera samþykkt og skólagjöldin greidd. Það er best að kynna sér reglurnar hér fyrir neðan áður en umsókn er send:

Námskeið sem eru metin inn í nám við HR: 

  • Námskeið sem lokið var við viðurkenndan háskóla
  • Námskeið sem eru fyllilega sambærileg við námskeið sem viðkomandi á að taka við HR
  • Námskeið sem eru 6 ECTS eða fleiri (undantekningar geta verið í tölvunarfræðideild)

Nýlega lokið

Til að eiga möguleika á að fá námskeið metin þarf þeim að hafa verið lokið: 

  • Viðskiptadeild: 9 árum eða fyrr
  • Sálfræðideild: 7 árum eða fyrr (undanteking er 4 árum eða fyrr í meistaranáminu) 
  • Tölvunarfræðideild, tæknifræðideild, verkfræðideild, íþróttafræðideild og lagadeild: 9 árum eða fyrr

Lágmarkseinkunn

Nemendur þurfa að hafa lokið námskeiðunum með: 

  • Tæknifræðideild, verkfræðideild, tölvunarfræðideild, íþróttafræðideild: 6,0 í einkunn eða hærra.
  • Aðrar deildir: 7,0 eða hærra.

Námskeið sem eru ekki metin: 

  • Lokaverkefni og/eða lokaritgerð 
  • Námskeið hjá Opna háskólanum í HR

Undantekningar eru hjá viðskiptadeild og verkfræðideild en hvert tilfelli er metið fyrir sig.

Hámark metinna ECTS

Hluti af námsgráðu sem ekki var lokið

Heimilt er að meta fyrra nám á móti allt að 50% náms í HR. Það er háð eftirfarandi skilyrðum: 

  • Námið var ekki hluti af lokinni námsgráðu
  • Um samfellt nám var að ræða, ef ekki má aðeins meta námið að allt að 45 ECTS
  • Það var sambærilegt náminu í HR að mati námsráðs deildar
Ef námsgráðu var lokið

Við mat á námskeiðum úr námsgráðu sem lokið var gildir að nemandi skal ljúka að lágmarki 90 ECTS í nýrri gráðu við HR. 

Heimilt er þó að meta allt að 120 ECTS úr loknum gráðum frá HR, t.d. þegar um er að ræða skilgreindar aðal- og aukagreinar, auk þess sem þá er aðeins gerð krafa um 5,0 í lágmarkseinkunn. 

Krefjist nýja gráðan lokaverkefnis eða lokaritgerðar skal nemandi skila nýju lokaverkefni eða ritgerð.

Hámark metinna eininga eftir deildum

Mat á fyrra námi getur aldrei numið meiru en: 

  • Viðskiptadeild: 84 ECTS í grunnnámi / 30 ECTS í meistaranámi
  • Sálfræðideild: 84 ECTS í grunnnámi / 15 ECTS í meistaranámi
  • Lagadeild: 90 ECTS í grunnnámi (ef um er að ræða samfellt nám sem námsráð metur sambærilegt við BA-nám í lagadeild HR. Ef fyrra nám er ekki laganám er hámarkið 15 ECTS) / 30 ECTS í meistaranámi ef það er fyrra nám í lögfræði á meistarastigi, en 15 ECTS ef það er annað meistaranám eða einingar úr lokinni gráðu
  • Íþróttafræðideild: 90 ECTS í grunnnámi / 60 ECTS í meistaranámi
  • Verkfræðideild: 90 ECTS í grunnnámi / 60 ECTS í meistaranámi
  • Tölvunarfræðideild: 90 ECTS í grunnnámi / 60 ECTS í meistaranámi
  • Iðn- og tæknifræðideild: 90 ECTS í grunnnámi

Umsóknarfrestur í sálfræðideild

Beiðni um mat á fyrra námi skal senda til verkefnastjóra námsins (salfraedi@ru.is) sem leggur umsóknina fyrir námsmatsnefnd. Eftir umfjöllun í námsmatsnefnd sendir verkefnastjóri umsækjendum niðurstöðu námsmatsnefndar. Athugið að umsækjendur geta átt von á því að matið taki nokkrar vikur. Námsmatsnefnd starfar ekki frá því í lok maí fram í ágúst byrjun ár hvert.

Hvernig er sótt um?

Nemendur sækja um hér á vefnum. Nauðsynleg fylgigögn eru:

  • Staðfest afrit á íslensku og ensku af einkunnum frá viðkomandi háskóla
  • Staðfest afrit á ensku og íslensku af námskeiðslýsingum frá viðkomandi háskóla frá því ári sem námskeiðin voru tekin
  • Vinsamlegast vistið niður skjalið og fyllið út umsóknareyðublað.

Hvernig er metið?

Umsóknin berst til verkefnastjóra námsbrautar í deild nemanda sem svo sendir hana áfram til umsagnar innan deildar. 

Sérstakar nefndir og ráð taka ákvörðun um hvort og hvernig eldra nám skuli metið. Við það mat er auk framangreindra atriða meðal annars heimilt að líta til eðlis viðkomandi náms og námsárangurs í því. 

Verkefnastjóri sendir að umsögn lokinni upplýsingar um úrskurðinn til nemandans. 

Inntökuskilyrði í tæknifræði

Undirbúningur

Til að hefja nám í tæknifræði þurfa umsækjendur að hafa lokið stúdentsprófi, prófi úr Háskólagrunni HR, 4. stigs vélstjórnarprófi, sveinsprófi eða staðist lokapróf frá framhaldsskóla á 3. hæfniþrepi. Nauðsynlegt er að uppfylla einingafjölda og hæfniþrep sem talin eru upp hér fyrir neðan. Námsefni og kennsla á fyrsta ári í tæknifræði er miðuð við að nemendur hafi eftirfarandi undirbúning. Hægt er að lesa meira um hæfniþrep á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis. 

Stærðfræði

20 einingar, þar af 15 einingar á 3. hæfniþrepi. Miðað er við áfanga af náttúrufræði- eða náttúruvísindabraut.

Eðlisfræði

Umsækjendur í byggingartæknifræði: 5 einingar á 2. eða 3. hæfniþrepi.

Umsækjendur í rafmagntæknifræði, orku- og véltæknifræði, iðnðaðar- og orkutæknifræði: 10 einingar á 2. eða 3. hæfniþrepi.

Íslenska

20 einingar.

Enska

15 einingar.

Stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði

Til að koma til móts við umsækjendur sem uppfylla ekki inntökuskilyrði í tæknifræði er boðið upp á stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði. 

Stöðuprófin eru ætluð fyrir:

  • Þau sem telja sig hafa nægilegan grunn án þess að hafa lokið tilskyldum framhaldsskólaeiningum
  • Þau sem uppfylla inngönguviðmið en vilja rifja upp námsefnið og sjá hvar þau standa áður en nám hefst

Prófin munu fara fram um miðjan/lok júní í húsnæði HR við Nauthólsvík. Ekki verður að svo stöddu boðið upp á fjarpróf. 

Athugið að ef sótt er um inntöku með stöðuprófi í stærðfræði og eðlisfræði, þarf samt sem áður að uppfylla kröfur um einingafjölda í íslensku og ensku.

Próf í stærðfræði:

Umsækjendur þreyta eitt stöðupróf. Prófið fer fram í júní og í því er kannaður grunnur í algebru auk annars efnis: Almenn brot, einfaldar jöfnur, prósentureikningur, rauntalnalínan, þáttun, mengi, föll, hornaföll, deildun, heildun, vigrar.

Próf í eðlisfræði:

Stöðupróf í eðlisfræði fer fram í júní.

Umsækjendur í byggingartæknifræði taka A hluta stöðuprófs.

Umsækjendur í rafmagnstæknifræði, orku- og véltæknifræði og iðnaðar- og orkutæknifræði taka bæði A hluta og B hluta stöðuprófs.

A HLUTIB HLUTI
MælieiningarGrunnhugtök í rafmagnsfræði
VigrarSegulmagn og segulsvið
Hraði og hröðunSegulkraftar
Hreyfing í tveimur víddumSpan
KraftarBylgjur
OrkaLjós
Skriðþungi 
Vökvar 
Varmi og varmaflutningur 

Framkvæmd:

  1. Umsækjendur skrá sig með því að senda póst á Ásu Þöll, verkefnastjóra í tæknifræði; asatr@ru.is
    Umsækjendur fá sendan hlekk inn á skráningarsíðu þar sem þau greiða fyrir stöðuprófið
  2. Skráning er staðfest og umsækjendur fá aðgang að undirbúningsefni
  3. Upplýsingar um prófstað og próftíma eru sendar áður en prófið fer fram í júní

Þau sem standast nauðsynleg stöðupróf með einkunn 6 eða hærra er velkomið að hefja nám í tæknifræði. Þau sem ekki standast nauðsynleg stöðupróf geta hafið nám í Háskólagrunni til frekari undirbúnings. Að loknu námi í Háskólagrunni geta þau sótt í nám í tæknifræði.

Til þess að fá nánari upplýsingar og/eða skrá sig í stöðupróf sendið póst á asatr@ru.is

Við HR er hægt að ljúka viðbótarnámi við stúdentspróf ef einstaklinga vantar undirbúning í raungreinum.

Iðnfræðin metin

Iðnfræðin metin

Útskrifaðir iðnfræðingar geta fengið hluta af námi sínu metið inn í tæknifræðinám tæknifræðideildar. Til að hefja nám í tæknifræði þarf iðnfræðingur eftir atvikum að bæta við sig einni önn í Háskólagrunni. Uppfylli viðkomandi lágmarkseinkunn 5 í námskeiði fæst eftirfarandi metið miðað við námsáætlanir í iðnfræði og tæknifræði vorið 2023:  

  • Byggingariðnfræðingar fá 38 ECTS einingar metnar inn í byggingartæknifræði 
  • Rafiðnfræðingar fá 30 ECTS einingar metnar inn í rafmagnstæknifræði og 24 ECTS einingar metnar inn í iðnaðar- og orkutæknifræði (eitt skyldunámskeið og 3 valnámskeið)
  • Véliðnfræðingar fá 29 ECTS einingar metnar inn í orku- og véltæknifræði og 29 ECTS einingar metnar inn í iðnaðar- og orkutæknifræði
Fara efst