Námið
Rannsóknir
HR

Minecraft: Hönnun & landafræði

Á námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að skapa og hanna heilu landsvæðin í Minecraft. Nemendur fá að vinna á Íslandi í Minecraft sem er nákvæm eftirlíking af Íslandi.

Helstu upplýsingar
  • Undanfari: Enginn
  • Aldur: 7 - 10 ára
Um námskeiðið

Það þarf að huga að ýmsu við hönnun landsvæða og því er nauðsynlegt að halda hugarflugsfundi, skipulagsfundi, vinna í teymum og skipta með sér verkum. Nemendur fá að kynnast ýmsum byggingarstílum, listformum og brellum sem hægt er að nota í Minecraft. Einnig verður farið í notkun rafmagnsfræði í Minecraft og nemendur kynntir fyrir þeim töfraheimi sem hægt er að skapa með rök- og rafrásum. 

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa einhverja reynslu af Minecraft spilun og langar að kafa dýpra í hönnunarhluta leiksins.

Þessi síða er ekki að bjóða opinbera Minecraft® vöru. Háskólinn í Reykjavík er ekki tengdur Mojang né Microsoft.

Skipulag og verð

Helgarnámskeið

  • Lengd: 2 dagar, 3 klst. á dag (samtals 6 klst.) 
  • Verð: 15.500 kr.
Næstu námskeið

Helgarnámskeið

  • 17. - 18. janúar (laugardagurr og sunnudagur), frá 12:00-15:00
Fara efst