Námið
Rannsóknir
HR

Tæknismiðja

Allir geta forritað!

Helstu upplýsingar
  • Undanfari: Enginn
  • Aldur: 4 - 6 ára
Um námskeiðið

Tæknismiðja er námskeið fyrir yngstu nemendur Skema.

Markmið námskeiðsins er að kynna forritun, tækni og tölvur fyrir nemendum með því markmiði að hvetja og auka áhuga.

Nemendur fá að stýra vélmennum, prófa að forrita, smíða sína eigin pappírstölvu, prófa að spila Minecraft, læra á mús og lyklaborð og margt fleira. Með skemmtilegum verkefnum tileinka nemendur sér forritunarlega hugsun og efla rökhugsun og rýmisgreind.

Foreldrar eru almennt ekki með á námskeiðinu en er velkomið að tilla sér fyrir utan kennslustofuna og hitta á okkur í nestis- og leikjapásum. Við hvetjum foreldra til að hafa samband ef nauðsynlegt er að gera undanþágu.

Skipulag og verð

Helgarnámskeið

  • Lengd: 2 dagar, 3 klst. á dag (samtals 6 klst.)
  • Verð: 12.500 kr.
Næstu námskeið

Helgarnámskeið

  • 30. - 31. ágúst (laugardagur og sunnudagur), frá 12:00 til 15:00
  • 13. - 14. desember (laugardagur og sunnudagur), frá 12:00 til 15:00
Fara efst