Námið
Rannsóknir
HR

Tæknistelpur

Vissir þú að fyrsti forritarinn var kona? Hún hét Ada Lovelace!

Helstu upplýsingar
  • Undanfari:  Enginn
  • Aldur: 7 - 10 ára
Um námskeiðið

Á námskeiðinu verða kennd undirstöðuatriði í forritun og tækni samþætt sjálfsmyndarvinnu. Einkunnarorð námskeiðanna eru skemmtun, samstaða og styrkur.

Markmið þessara sérhönnuðu námskeiða er að útskrifa tæknistelpur með skýra og jákvæða sjálfsmynd og brennandi áhuga á forritun og tækni.

Reynslan hefur sýnt að forritunarkennsla eflir markvisst sjálfstraust stelpna og að stúlkur sem hafa lært forritun nota kunnáttuna á annan hátt en drengir. Stelpur á aldrinum 7-10 ára eru móttækilegar fyrir sjálfsmyndarvinnu og með markvissri kennslu má efla og byggja upp sjálfsmynd þeirra svo um munar. Þetta er mikilvægt sérstaklega í ljósi þess að rannsóknir sýna að sjálfsmynd stelpna hrakar mjög á unglingsárunum.

Notast verður við kubbaforritun við hönnun tölvuleikja. Stelpurnar búa til eigin leiki og læra með því að brjóta upp stór verkefni í smærri hluta, leysa úr vandamálum og vinna með öðrum að verkefnum. Þar að auki verða samvinnuæfingar í Minecraft með það að markmiði að þjappa hópnum saman og skapa góðan liðsanda.

Skipulag og verð

11 vikna námskeið

  • Lengd: 75 mín. á viku í 11 skipti (samtals 13,75 klst.)
  • Verð: 22.500 kr.
Næstu námskeið
11 vikna námskeið
  • 20. september - 29. nóvember (laugardagar), frá 14:00 til 15:15
Fara efst