„Það þarf nefnilega að leggja á sig vinnu til þess að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd.”

Ef þú ert með góða hugmynd þá er það einmitt þannig að viðskiptadeild HR leggur mikið upp úr nýsköpun og frumkvöðlahugsun. Nemendur sem koma til okkar fá þjálfun í því hjá leiðbeinendum og kennurum í fremstu röð, við að stofna fyrirtæki utan um slíkar hugmyndir.

Friðrik Már Baldursson, deildarforseti viðskiptafræðideildar


epas

Við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík hljóta nemendur fræðilega þekkingu en deildin sérhæfir sig jafnframt í öflugu samstarfi við atvinnulífið með verkefnum með fyrirtækjum og starfsnámi. Áhersla er á nýsköpun og námsframboðið býður upp á að blanda saman viðskiptafræði og tölvunarfræði eða lögfræði.

AMBA logo

Diplómanám

Grunnnám (BSc)

Meistaranám (MSc eða viðbótargráða)

Doktorsnám (PhD)

Fyrir nemendur sem vilja stunda fræðilegar rannsóknir á einu af sérsviðum deildarinnar. Doktorsnám við viðskiptadeild þjálfar nemendur í beitingu vísindalegra vinnubragða við öflun og miðlun nýrrar þekkingar.

//Sumarnámskeið 2020

Nýnemum í meistaranámi í viðskiptadeild gefst tækifæri á að hefja námið í sumar. Þessi leið hentar sérstaklega vel þeim sem stefna á meistarastigsgráðu án ritgerðar og þeim sem hyggja á nám í reikningshaldi og endurskoðun.

Vegna COVID-19 ástandsins þá munu námskeiðin í júní og júlí vera kennd í fjarkennslu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort námskeiðin sem eru skipulögð í ágúst verði einnig kennd í fjarkennslu eða í HR.

Frekari upplýsingar veitir Sigrún Ólafsdóttir, verkefnastjóri námsins. Netfang sigrunho@ru.is.

Menntun ábyrgra stjórnenda

Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu PRME (Principles for Responsible Management Education) varðandi menntun ábyrgra stjórnenda. Þar með hefur deildin skuldbundið sig til að mennta nemendur í samfélagslegri ábyrgð og hvetja til þess að atvinnulífið stundi ábyrga viðskiptahætti. HR er jafnframt samstarfsaðili Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð.

Vottanir

Tvær námsbrautir við deildina eru alþjóðlega gæðavottaðar. Grunnnám í viðskiptafræði er með EPAS viðurkenningu og MBA-námið er með AMBA viðurkenningu.


Viðburðir

Engin grein fannst.


Fréttir

Háskólinn í Reykjavík býður landsmönnum að læra nýsköpun á netinu

18.5.2020 : Háskólinn í Reykjavík býður landsmönnum að læra nýsköpun á netinu

Allt námsefni í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja er komið út á vef Háskólans í Reykjavík, hr.is. Þar með geta allir landsmenn færst skrefi nær því að vera frumkvöðlar.

Maður situr við skrifborð

14.5.2020 : „Planið var óbreytt en svo sá maður það að myndi ekki standast“

Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og stjórnandi, kennir námskeiðið Nýsköpun og stofnun fyrirtækja í ár ásamt Hrefnu Briem, forstöðumanni grunnnáms við viðskiptadeild. Þar þróa nemendur á fyrsta ári eigin nýsköpunarhugmynd ásamt því að gera markaðsáætlun og frumgerð. Námskeiðið er eitt af svokölluðum þriggja vikna námskeiðum sem nemendur ljúka síðast á námsárinu.

 

Mynd úr Jörðinni í HR

14.4.2020 : Skoða hlutverk samfélagsmiðla í upplýsingagjöf varðandi COVID-19

HR, ásamt tólf öðrum háskólum, tekur þátt í viðamikilli, alþjóðlegri rannsókn sem snýr að viðhorfum og hegðun fólks í garð COVID-19 og hvernig samfélagsmiðlar eru notaðir til að nálgast upplýsingar um vírusinn.

Eldri fréttir