Viðskiptadeild

Frumkvöðlar framtíðarinnar

AMBA logo

epasÍ viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík er lögð áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn, góða þjónustu og öflug tengsl við atvinnulíf.

Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu PRME (Principles for Responsible Management Education) varðandi menntun ábyrgra stjórnenda. Þar með hefur deildin skuldbundið sig til að mennta nemendur í samfélagslegri ábyrgð og hvetja til þess að atvinnulífið stundi ábyrga viðskiptahætti. HR er jafnframt samstarfsaðili Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð.

Tvær námsbrautir við deildina eru alþjóðlega gæðavottaðar. Grunnnám í viðskiptafræði er með EPAS viðurkenningu og MBA-námið er með AMBA viðurkenningu.

Diplómanám

Grunnnám (BSc)

Grunnnám er 180 ECTS einingar og miðar að því að efla frumkvæði nemenda og veita þeim sterka, fræðilega undirstöðu fyrir störf að námi loknu eða meistaranám.

Meistaranám (MSc)

Eftir að grunnnámi er lokið geta nemendur sérhæft sig með meistaragráðu. Í meistaranámi eru nemendur þjálfaðir í greinandi og gagnrýninni hugsun og þeir tileinka sér færni við beitingu á fræðunum út frá þeim námsbrautum sem þeir velja. 

* Ekki er tekið inn í þessar námsbrautir haustið 2017

Doktorsnám (PhD)

Fyrir nemendur sem vilja stunda fræðilegar rannsóknir á einu af sérsviðum deildarinnar.

Doktorsnám við viðskiptadeild þjálfar nemendur í beitingu vísindalegra vinnubragða við öflun og miðlun nýrrar þekkingar.

 


Viðburðir

1.12.2017 9:00 - 11:00 Staða áætlunargerðar í fyrirtækjum

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Deloitte standa fyrir málstofu um stöðu áætlunargerðar í fyrirtækjum 

 

Fleiri viðburðir


Fréttir

Viðskiptavinir Málsins í HR velja sér mat

1.11.2017 : LS Retail og HR vinna saman að rannsóknum í markaðsfræði og neytendasálfræði

LS Retail og Háskólinn í Reykjavík munu vinna saman að rannsóknum á smásöluverslun innan rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði, samkvæmt nýjum samstarfssamningi. Rannsóknirnar miða að því að greina hvernig hefðbundin smásala geti brugðist við nýrri tækni og sífellt auknum kröfum neytenda. Sem dæmi um breytt verslunarumhverfi nútímans má nefna nýlegar verslanir þar sem viðskiptavinir taka vörur úr hillum án þess að borga fyrir þær á staðnum. 

Haftengd_nyskopun_1506510333118

27.9.2017 : Fyrsti nemendahópurinn í Haftengdri nýsköpun brautskráður

Fyrstu nemendurnir með diplóma í haftengdri nýsköpun voru brautskráðir síðastliðinn föstudag frá Háskólanum í Reykjavík. Haftengd nýsköpun er diplómanám sem þjálfar nemendur í að nýta þekkingu viðskipta- og sjávarútvegsfræða til að vinna að raunhæfum verkefnum.

Horft upp í loftið í sólinni

23.9.2017 : HR meðal 500 bestu háskóla heims

Háskólinn í Reykjavík er á nýútgefnum lista Times Higher Education yfir 500 bestu háskóla í heimi. Fyrir ungan og sérhæfðan háskóla er það mjög góður árangur, en þetta er í fyrsta sinn sem HR er á listanum.

Eldri fréttir