Námið
Rannsóknir
HR

Rannsóknasjóður HR styrkir rannsóknarverkefni doktorsnema sem ekki hafa hlotið brautargengi hjá Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs. Eingöngu þeir sem senda inn umsókn í Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs og fá einkunnina A (A1, A2, A3 eða A4) í faglegu mati en ekki styrk, geta sótt um. Þetta á við umsóknir um öndvegisstyrk, verkefnisstyrk og doktorsnemastyrk í Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs. 

Framkvæmdaráð HR ber ábyrgð á sjóðnum en Rannsóknaþjónusta HR heldur utan um umsóknarferlið og mat umsókna. Samkvæmt reglum sjóðsins eru þættir eins og kynjahlutfall, hlutfall styrkja á milli deilda og fjölda styrkja í gangi hafðir í huga við úthlutun úr sjóðnum. Úthlutunarnefnd sjóðsins tilkynnir úthlutun eins fljótt og auðið er og eigi síðar en tveimur vikum eftir umsóknarfrest sem er í janúar/febrúar ár hvert.

Rannsóknasjóður HR veitir tvennskonar styrki:
Um er að ræða doktorsnemastyrk til launa, 510.000 kr. á mánuði í eitt ár (meðtalin launatengd gjöld) + ferðastyrk, að hámarki 300.000 kr. og sérstakan ferðastyrk fyrir doktorsnema, sem ekki eru á styrkjum, að hámarki 300.000 kr.

Fara efst