Námið
Rannsóknir
HR

Starfsumhverfi vísindafólks

Alþjóðlegt samstarf

Alþjóðlegt rannsóknarsamstarf er mikilvægt fyrir fámennt þjóðfélag og skilar sér bæði út í atvinnulíf og háskólastarf. Það ber þess vitni hversu alþjóðlegt starfið er að Háskólinn í Reykjavík hefur undanfarið verið fremstur meðal jafningja á lista Times Higher Education í tilvitnunum í rannsóknir starfsmanna á heimsvísu. 

Rannsóknarþjónusta

Rannsóknarþjónusta Háskólans í Reykjavík vaktar tækifæri til sóknar í rannsóknarsjóði og veitir aðstoð við gerð umsókna um styrki, vinnslu fjárhagsáætlana og rekstur rannsóknarverkefna. Rannsóknarþjónustan aðstoðar jafnframt akademíska starfsmenn við að efla samvinnu við erlenda vísindamenn, háskóla og rannsóknarstofnanir. 

Starfsemi 
Fjármögnun rannsókna
  • Vöktun á styrkmöguleikum innanlands og utan.
  • Aðstoð við gerð umsókna.
  • Aðstoð við skýrslugerð og fjárhagsuppgjör vegna styrktra verkefna.
Mat á árangri
  • Gagnasöfnun, tölfræðivinnsla og skýrslugerð um afrakstur rannsókna innan skólans. 
  • Vinna við utanaðkomandi mat á rannsóknastarfi deilda. 
Kynningar- og tengslastarf
  • Kynningar á rannsóknum skólans, til dæmis á vef HR og með atburðum.
  • Tengiliður HR við rannsóknarsjóði á Íslandi sem og erlendis.

Sigríður Lára Guðmundsdóttir
Forstöðumaður rannsóknarþjónustu HR
Kristján Kristjánsson
Sérfræðingur rannsóknarþjónustu HR
Björgvin Ægir Richardsson
Verkefnastjóri rannsóknarþjónustu HR
Bridget E. Burger
Sérfræðingur rannsóknarþjónustu HR

Aðstaða til rannsókna

Við Háskólann í Reykjavík er að finna háþróaða rannsóknaraðstöðu er þjónar þeim framsæknu rannsóknum sem stundaðar eru innan háskólans. Nemendur, bæði grunn- og framhaldsnemar, hafa aðgang að þessari aðstöðu meðan á námi stendur.

Rannsóknaraðstöðuna er að finna innan sérstakra rannsóknarsetra háskólans og er þau að finna í öllum deildum hans. Á vefsíðum rannsóknarsetranna má finna allar helstu upplýsingar um rannsóknaraðstöðuna og ransóknarinnviði.

Starfsfólk rannsóknarþjónustu, bókasafns og upplýsingatæknisviðs eru akademískum starfsmönnum og nemendum HR innan handar við rannsóknir.

Aðstaða fyrir fundi og ráðstefnur

Innan HR er lagt kapp á að starfsmenn geti með góðu móti haldið viðburði, jafnt stóra sem smáa og í háskólabyggingunni er fyrirtaks aðstaða fyrir fundi og ráðstefnur. Starfsfólk Samskipta í HR aðstoðar starfsfólk við viðburðarhald.

Stefna Evrópusambandsins um gott starfsumhverfi

Háskólinn í Reykjavík fékk viðurkenningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem vinnustaður sem fylgir viðmiðum Evrópusambandsins um gott starfsumhverfi fyrir rannsóknafólk í maí 2010. Viðurkenningin byggir á viðmiðum sem sett voru af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2005.

Með þessu hefur Háskólinn í Reykjavík skuldbundið sig til að aðlaga mannauðsstefnu og starfsumhverfi rannsóknafólks við skólann að stefnu Evrópusambandsins á þessu sviði.

Stefna framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um starfsumhverfi rannsóknafólks kemur fram í tveimur skjölum sem undirrituð hafa verið af fjölmörgum háskólum, og virk þátttaka í innnleiðingu þeirra er nú hafin í allmörgum háskólum. Viðmiðin koma fram í skjölum sem bera heitið "Code of Conduct for the Recruitment of Researchers" og "European Charter for Researchers". Allir íslenskir háskólar undirrituðu þessi skjöl árið 2007, en HR er fyrsti íslenski háskólinn sem tók þátt í formlegu innleiðingarverkefni. Hægt er að nálgast ítarupplýsingar á vef Evrópusambandsins.

Rannsóknasjóður HR

Doktorsnemastyrkir úr Rannsóknasjóði HR 2025

Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 14 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 96.823.200 kr. Alls bárust 24 nýjar umsóknir. Hér að neðan eru upplýsingar um ný verkefni sem hljóta styrk úr sjóðnum 2025. Hver styrkur eru laun að upphæð 573.600kr. á mánuði í allt að eitt ár (laun + launatengd gjöld) + allt að 300.000 kr. í ferðastyrk. Auk nýrra verkefna sem sjóðurinn styrkir, eru 7 verkefni sem fá framhaldsstyrk (2. eða 3. árið) að heildarupphæð 43.430.400 kr. Einnig er úthlutað sérstökum ferðastyrk að heildarupphæð 2.100.000 kr. til 7 doktorsnema sem ekki eru á rannsóknarstyrkjum. Heildarúthlutun 2025 úr Rannsóknasjóði HR er 142.353.600 kr.

Innviðasjóður HR

Úthlutun 2025

Innviðasjóður HR hefur úthlutað alls 12 styrkjum að heildarupphæð 32.062.371 kr. Umsóknarfrestur var 10. maí, 2025 og bárust alls 18umsóknir. Sótt var um samtals 49.987.759 kr. Hér að neðan eru upplýsingar um verkefnin sem hljóta styrk úr sjóðnum 2025. Þetta er í fimmta sinn, sem úthlutað er úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita styrki til kaupa og/eða uppbyggingar á tækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði og öðrum þeim búnaði sem telst mikilvægur fyrir framfarir í kennslu og rannsóknum við HR. Sjóðurinn veitir einnig styrki til leigu á tækjum, til skemmri eða lengri tíma. Við mat á umsóknum er meðal annars litið til gæða umsókna og umsóknargagna, m.a. er tekið mið af eftirfarandi atriðum:

  • Mikilvægi innviðarins fyrir framfarir í kennslu og rannsóknum við HR.
  • Fyrirsjáanlega nýtingu innviðarins á milli deilda HR eða milli starfsmanna.
  • Raunhæfi og ígrundun kostnaðaráætlunar.

Vissir þú að:

Háskólinn í Reykjavík hefur fengið viðurkenningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem vinnustaður sem fylgir viðmiðum ESB um gott starfsumhverfi fyrir rannsóknafólk.

Fara efst