Námið
Rannsóknir
HR
Tæknifræðideild

Rekstrarfræði

Námstími
1,5 ár
Einingar
45 ECTS
Prófgráða
Nei
Skiptinám mögulegt
Nei
Fjarnám mögulegt

Hvað læri ég?

Örnám í rekstrarfræði er stutt og hagnýtt rekstrar- og viðskiptanám, sérstaklega sniðið að einstaklingum á vinnumarkaði. Einstaklingar með iðnmenntun, starfsreynslu og þekkingu á rekstri fyrirtækja eru eftirsóttir í atvinnulífinu.

Í náminu hljóta nemendur almenna þekkingu og skilning á undirstöðuatriðum í fjármálum fyrirtækja, hagfræði, fjármálastjórn, rekstrargreiningu, nýsköpun og stofnun fyrirtækja og mannauðsstjórnun. Lögð er megináhersla á að nemendur vinni hagnýt, raunhæf verkefni sem byggja á þekkingu kennara úr atvinnulífinu og auka hæfni nemenda á þessum sviðum.

Námið miðar að því að auka færni þeirra sem vilja koma að rekstri og stjórnun, þeirra sem eru í fyrirtækjarekstri eða hyggjast fara út í rekstur.

Námsbrautin hét áður rekstrariðnfræði og var framhaldsnám fyrir þau sem höfðu lokið iðnfræðinámi við HR. Rekstrarfræði er hagnýtt nám sem er opið fleirum en aðeins þeim sem eru með diplómagráðu í iðnfræði.

Hvað er örnám?

Örnám er stutt nám sem miðar að því að veita nemendum sértæka þekkingu eða hæfni. Samfélagsbreytingar kalla á aukinn sveigjanleika og fjölbreytni náms, og hefur eftirspurn eftir örnámi aukist hratt í Evrópu á liðnum árum, ekki síst vegna krafna atvinnulífs og einstaklinga um hæfniþróun og endurmenntun í formi styttri námsleiða. Örnám veitir ECTS einingar og lýtur því þeim gæðakröfum sem gerðar eru til náms á háskólastigi.

Nemandi sem lýkur náminu fær staðfestingu á námslokum með upplýsingum um fjölda ECTS eininga. Hann fær einnig námsferilsyfirlit með upplýsingum um skipulag örnámsins.

Námsleiðin leiðir ekki að prófgráðu.

Tæknifræðideild HR

HR útskrifar flesta nemendur í tæknigreinum á háskólastigi á Íslandi. Í tækninámi við HR er lögð sérstök áhersla á verklega hluta námsins við kennslu undirstöðugreina og hagnýtra fag- og tæknigreina. Tæknifræðideild er aðili að alþjóðlegu samstarfsneti um þróun tæknináms sem kallast CDIO (e. Conceive, Design, Implement, Operate). Í netinu eru um 100 framsæknir háskólar og megináhersla er lögð á gæði náms í tæknigreinum með því að setja undirstöðugreinar í samhengi við raunveruleg viðfangsefni.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði eru að hafa lokið einu af eftirfarandi: 

  • Meistaraprófi í iðngrein
  • Diplómaprófi í iðnfræði

Eða hafa lokið stúdentsprófi / 4. stigs vélstjórnarprófi, og hafa að lágmarki fimm ára reynslu af rekstri eða stjórnun. Umsóknir þeirra einstaklinga verða metnar sérstaklega.

Mat úr iðnfræði 

Útskrifaðir iðnfræðingar geta fengið tvö námskeið metin inn í námið.  

  • AI REH1003 Reikningshald (6 ECTS) og AI STJ1003 Stjórnun, rekstur og öryggi (6 ECTS)

Umsóknarfrestur er frá 5. febrúar - 5. júní.

Hvernig læri ég?

Námið er kennt í fjarnámi með staðarlotum sem gerir nemendum kleift að stunda námið samhliða vinnu. Staðarlotur eru tvisvar á önn, sú fyrri í upphafi annar og sú síðari þegar sjö vikur eru liðnar af önninni.

Námslengd er 3 annir og er námið 45 ECTS.

Að námi loknu

Einstaklingar með iðnmenntun, starfsreynslu og þekkingu á rekstri fyrirtækja eru eftirsóttir í atvinnulífinu.

Ég valdi að fara í námið því ég hef töluverðan áhuga á rekstri fyrirtækja og vantaði aðeins meiri þekkingu en ég hafði fengið í véliðnfræðinni. Ég er viðhaldsstjóri vélbúnaðar og húsnæðis hjá MS á Selfossi og þarf þar að nýta mér rekstrarþekkinguna. Jafnframt
rek ég meðalstórt sauðfjárbú þar sem þessi þekking kemur sér einnig vel.

Jón Sindri Stefánsson
Diplóma í rekstrarfræði frá HR 2020
Diplóma í véliðnfræði frá HR 2012
Sveinspróf í vélsmíði

Þar sem ég er með sveinspróf á vélasviði þá lá beinast við að fara í véliðnfræði. Ég byrjaði haustið 2018 og mun svo í beinu framhaldi taka Rekstrarfræðina til viðbótar til að auka á rekstrar- og stjórnunarlega þáttinn frá því sem kennt er í iðnnáminu.

Eðvald Ragnarsson
Iðnfræði

Hefur þú spurningar um námið?

Guðrún Lilja Guðmundsdóttir
Verkefnastjóri byggingafræði, iðnfræði og rekstrarfræði
Jens Arnljótsson
Lektor og fagstjóri iðnfræðináms

Skipulag náms

Námið er kennt í fjarnámi með staðarlotum sem gerir nemendum kleift að stunda námið samhliða vinnu. Staðarlotur eru tvisvar á önn, sú fyrri í upphafi annar og sú síðari þegar sjö vikur eru liðnar af önninni.

Haust
Fjármál fyrirtækja
AI FJM1003 / 6 ECTS
Hagfræði
AI HAG1003 / 6 ECTS
Reikningshald
AI REH1103 / 6 ECTS
Vor
Nýsköpun og stofnun fyrirtækja
AI STF1003 / 6 ECTS
Stjórnun, rekstur og öryggi
AI STJ1002 / 4 ECTS
Fjármálastjórn
AI FJS1003 / 6 ECTS
Námstími
1,5 ár
Einingar
45 ECTS
Prófgráða
Nei
Skiptinám mögulegt
Nei
Fjarnám mögulegt
Guðrún Lilja Guðmundsdóttir
Verkefnastjóri byggingafræði, iðnfræði og rekstrarfræði

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Í háskólabyggingu HR er lesaðstaða og bókasafn, aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Kennslustofur og lesaðstaða

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn.

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Kennarar

Sérfræðiþekking og reynsla

Eftirfarandi stundakennarar kenna í námskeið í rekstrarfræði:

Af hverju rekstrarfræði í HR?

  • Nám á háskólastigi sem gefur kost á því að fá einingar metnar upp í annað nám við HR
  • Kennarar eru sérfræðingar í sínu fagi
  • Góð aðstaða
Fara efst