Námið
Rannsóknir
HR

Aðstaða

Í HR fer öll kennsla og starfsemi fram undir einu þaki. Áhersla er lögð á að allir hafi gott aðgengi að þjónustunni í húsinu.
Háskólabyggingin

Staðsetning
Háskólinn í Reykjavík er við Nauthólsvík. Sjá staðsetningu á korti.

  • Menntavegi 1
  • 102 Reykjavík
  • Sími: 599 6200
  • Kt. 510105-4190

Opnunartími þjónustuborðs og deildarskrifstofur HR

  • Afgreiðslutími þjónustuborðs - mánudaga - föstudaga frá kl. 08:00 - 16:00
  • Á öðrum tímum geta nemendur komist inn með aðgangskorti sem sótt er um í Portal í Canvas.
  • Ath: Nemendur geta nálgast staðfestingar og vottorð á rafrænu formi í Canvas undir Portal - Documents

Bókasafn- og upplýsingaþjónusta

Afgreiðslutími

  • Mánudaga - föstudaga frá kl. 8:00 - 16:00 / Aðgangur með korti 24/7
  • Afgreiðsla safnsins er lokuð um helgar / Aðgangur með korti 24/7

Önnur þjónusta
Í HR eru þrjár búðir sem selja mat og drykk. Nánari upplýsingar um búðirnar er hægt að finna á vefsíðum þeirra.

  • Málið Í boði er heitur og kaldur morgun- og hádegismat og einnig hægt að fá ávexti, snarl og nammi.
  • Háskólabúðin Þar fást matvörur, snarl og allskyns gagnlegar vörur.
  • Kaffitár Ilmandi kaffibolli og sérvalið meðlæti.

Lesrými
Lesrými má finna víða um skólann. Mörg rými eru á annari og þriðju hæð í Sólinni og bókasafninu og einnig geta nemendur nýtt sér hópavinnuherbergi.

Aðgangskort
Nemendur setja inn mynd og sækja um aðgangskort á síðunni Portal í Canvas. Aðgangskort eru afhent á þjónustuborðinu á 1. hæð í Sólinni.

Skápar
Nemendur geta leigt skápa eina önn í senn í gegnum Portal í Canvas.

Stofur fyrir nemendaverkefni
Hvar eru frekari upplýsingar um rannsóknarstofurnar?

Reiðhjólaskýlið

Fyrir framan háskólabygginguna er reiðhjólaskýli sem er upphitað og læst. Aðgangskort nemenda gengur að því.

Samgöngur

Almenningssamgöngur - Strætisvagn númer 8
Rafskútur - Að öllu jöfnu eru lausar rafskútur fyrir utan háskólabygginguna.
Zipcar.

Hleðslustæði fyrir rafbíla
N1 sér um rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla við HR og eru 12 hleðslustæði fyrir rafbíla nálægt háskólabyggingunni. Nemendur sem hyggjast nýta sér þjónustuna þurfa að skrá sig á síðunni hlada.is/hr. HR býður notendum upp á fría hleðslu í tvo tíma en eftir það er tekið stöðugjald fyrir hvern tíma samkvæmt gjaldskrá.

Til að fá aðgang að hleðslukerfinu þarf að senda tölvupóst á hlada@n1.is með upplýsingum um greiðanda. N1 sendir þá tölvupóst til baka með leiðbeiningum um skráningu og notkun.

Í myndböndunum hér að neðan eru leiðbeiningar hvernig hægt er að láta hleðslustöðvarnar lesa RIFD kóða dropa eða korts.

Varðandi notkun og innheimtu

Fyrstu tvær klukkustundirnar í hverri hleðslulotu eru gjaldfrjálsar en næsta klukkustund þar á eftir kostar 500 kr. og svo 1000 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund þar á eftir.

Ef það kemur til þess að það þurfi að innheimta fyrir notkun er þér send krafa í netbankann þinn.

Hvernig á að hlaða?

  1. Til að hefja hleðslu byrjar þú á því að tengja bílinn við hleðslustöðina.
  2. Því næst opnar þú appið og velur "Dashboard" valmöguleikann. Oftast gerist þess ekki þörf þar sem að það er fyrsta valmynd.
  3. Þar smellir þú á valmyndina "Start Charging".
  4. Ef þessi valmynd er ekki sýnileg og í staðin stendur „+ Add new“ þarf að draga valmyndina til hægri og þá birtist réttur valmöguleiki.
  5. Eftir að „Start Charging“ hefur verið valið biður appið þig um að bera símann upp á að þeirri stöð sem þú ætlar að hlaða á til að auðkenna þig. Þegar því er lokið hefst hleðsla.
  6. Það getur gerst að það þurfi að endurtaka ferlið 2-3 sinnum þegar hlaðið er á nýrri hleðslustöð.
  7. Hér að neðan eru skjáskot úr appinu.
Bílastæði

Mörg gjaldfrí bílastæði eru í kringum bygginguna en næst húsinu eru gjaldskyld stæði í P4-flokki.

Bílastæði fyrir utan Háskólan í Reykjavík
Aðkoma að Háskólanum í Reykjavík
Líkamsrækt

Líkamsræktarstöð World Class er í kjallara skólans og býðst nemendum að kaupa kort á sérkjörum. Nemendur og starfsfólk hafa aðgang að stöðinni allan sólarhringinn.

Í kjallara HR er hægt að stunda líkamsrækt hjá World Class
Reglur

Matur og drykkur
Neysla matar og drykkjar er aðeins heimiluð í matstofu HR og í Sólinni. Eingöngu er leyfilegt að vera með vatn í vatnsbrúsum á öðrum stöðum.

Flokkun
Nemendur, sem og aðrir, skulu fleygja rusli í réttar ruslafötur eða hólf, og á það við bæði á göngum skólans og í matstofunni. Einnig að henda pappír í endurvinnslutunnur þar sem þær er að finna.

Reykingar
Reykingar (þar með talið rafsígarettur) eru stranglega bannaðar á skólalóð HR nema á sérmerktum svæðum og skal sígarettustubbum fleygt í svokölluð stubbahús. Öll meðferð áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð í skólanum.

Aðgengi fyrir öll

Húsnæði HR uppfyllir allar reglugerðir um aðgengi.

  • Engir rampar eða erfiðar hindranir
  • Lyftur milli hæða
  • Fjöldi P-merktra, upphitaðra bílastæða nálægt byggingunni
  • Hiti í gönguleiðum utanhúss
  • Fjölmörg stór salerni með öllum búnaði, stuðningsslám osfrv.
  • Leiðarlína fyrir blinda og sjónskerta á fjölmennustu gönguleiðum (Sólinni og Jörðinni)

Aðlögun að þörfum

Háskólinn í Reykjavík skoðar öll mál sem upp koma og reynir eftir bestu getu að aðlaga aðstæður að sérþörfum hvers og eins. Náms- og starfsráðgjöf getur líka veitt nemendum ráðgjöf og er hvert og eitt tilfelli skoðað fyrir sig.

Aðilar frá þjónustumiðstöð blindra settu upp merkingar hér og þar í húsinu til að bæta aðgengi blindra.

Þetta verkefni er alltaf í þróun hjá þeim hvað varðar stærð miða og skilaboð á bak við hvern kóða en þetta byggir á appi í síma og myndavél hans. Skilaboð hvers merkis er svo lesið í síma fyrir viðkomandi.

Þau sem glíma við hamlanir sem líta má á sem tímabundnar og hægt er að vinna með, lækna eða gera viðráðanlegri, sækja um sérúrræði fyrir hverja önn eða fyrir skólaárið. Ef hömlun nemanda er varanleg, þá sækir nemandinn um sérúrræði í upphafi náms og er skráður með sérúrræði út námstímann við HR.

Seres nýsköpunarsetur

Seres er nýsköpunar- og frumkvöðlasetur HR og er starfrækt í nýuppgerðu húsi við Braggann í Nauthólsvík, steinsnar frá háskólabyggingunni. Útsýnið yfir Nauthólsvík og út á sjó er líka einstaklega vel til þess fallið að fylla hvern sem er innblæstri.

Setrið er hugsað fyrir nemendur til að fínpússa viðskiptahugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd. Nemendur njóta þar stuðnings í frumkvöðlaumhverfi og geta leitað ráða hjá hver öðrum. Þeir nemendur sem fá aðstöðu í Seres fá aðgang að:

  • Mentorum
  • Fundaaðstöðu
  • Skrifstofuaðstöðu

Til þess að sækja um aðstöðu í Seres þarf einungis hugmynd og vilja til þess að fylgja henni eftir frá upphafi til enda.

Öllum er velkomið að sækja um en núverandi og fyrrum nemendur HR ganga fyrir. Umsækjendur geta búist við því að verða boðaðir í viðtöl.

Til að fá frekari upplýsingar og sækja um aðgang að setrinu má senda póst á seres@ru.is.

Háskólagarðar HR

Húsnæði fyrir nemendur HR stendur við Nauthólsveg 83-85, við rætur Öskjuhlíðar.

Háskólagarðar HR við Öskjuhlíð
Háskólagarðar HR

Áhugaverðar staðreyndir um húsið

Húsið var tekið í notkun þann 1. nóvember 2010.

Byggingin er um 30.000 fermetrar að stærð á þremur hæðum.

Hönnun hússins byggist á álmum sem tengjast saman í miðrými sem kallast Sólin. Nöfnin eru sótt í sólkerfið og reikistjörnur þess. Þrjár álmur hafa verið byggðar, Venus, Mars og Úranus.

Gatan á milli Venusar og Mars heitir Jörðin. Þvert á álmur byggingarinnar liggja gangarnir A, B og C og mynda þeir nokkurs konar gatnakerfi þar sem hvert rými hefur sitt númer.

Fleiri álmur munu bætast við í framtíðinni og tekið mið af möguleikum til stækkunar við hönnun byggingarinnar.

Fara efst