Aðstaðan

HR í 360°

Hægt að skoða HR í 360°. Kíktu í tölvunni, spjaldtölvunni, snjallsímanum og með VR-gleraugum.

Leiðbeiningar 

Snjallsími með VR gleraugum

 • Opnaðu HR í 360°.
 • Smelltu á táknið með auganu og snúðu símanum á hlið til að láta myndina birtast tvöfalda.
 • Settu símann í gleraugun.
 • Settu fingur í gegnum gatið til að halda gleraugunum upp að augunum.
 • Snúðu stautinum ofan á gleraugunum til að laga fókusinn.
 • Hreyfðu gleraugun til að skoða í kringum þig.
 • Beindu gleraugunum í átt að örinni sem þú vilt færa þig á. Þú þarft að bíða í um 3 sekúndur og færist þá á þann stað. 

Snjallsími með pappagleraugum

 • Opnaðu HR í 360°.
 • Smelltu á táknið með auganu og snúðu símanum á hlið til að láta myndina birtast tvöfalda.
 • Settu símann í gleraugun.
 • Hreyfðu gleraugun til að skoða í kringum þig.
 • Beindu gleraugunum í átt að örinni sem þú vilt færa þig á. Þú þarft að bíða í um 3 sekúndur og færist þá á þann stað.

Snjallsími eða spjaldtölva

 • Opnaðu HR í 360°
 • Hreyfðu tækið til að skoða í kringum þig eða notaðu fingurinn á snertiskjánum til að hreyfa þig til.
 • Ýttu á ör sem bendir niður til að fela stjórntakkana.

Til að skoða næsta rými:

 • Smelltu á rauða ör á skjánum
 • Smelltu á smámynd (e. thumbnail) til að fara beint í rýmið sem sést á myndinni.
 • Ýttu á „spóla áfram“ táknið til að sjá næsta rými.

Tölva

 • Opnaðu HR í 360° 
 • Notaðu músina, örvarnar á lyklaborðinu eða rauðu örvarnar á skjánum til að skoða í kringum þig.
 • Smelltu á ör til að færa þig þangað sem þú vilt fara.
 • Einnig er hægt að smella á smámyndirnar (e. thumbnails) til að fara beint í rýmið sem þar sést.

 

 


Myndir af aðstöðunni í HR

 • HR í ljósaskiptunum Húsið
 • Mynd úr skólastofu í HR Kennslustofur
 • Önnur hæð í Sólinni Lesaðstaða
 • Verkstæði Verkleg aðstaða
 • Bókasafnið Þjónusta

Var efnið hjálplegt? Nei