Námið
Rannsóknir
HR
Íþróttafræðideild

Íþróttavísindi

Námstími
2 ár
Einingar
120 ECTS
Prófgráða
MSc
Skiptinám mögulegt
Fjarnám mögulegt
Nei

Hvað læri ég?

Í meistaranámi í íþróttavísindum er hægt að sérhæfa sig í þjálfun, frammistöðugreiningu og íþróttasálfræði.  

Námið er samsett úr námskeiðum sem miða að því að nemendur vinni sjálfstætt og kynnist nýjustu rannsóknum og aðferðum íþróttavísindanna. Nemendur fá tækifæri til að aðlaga námskeiðin að sínum áhugasviðum og öðlast færni sem gerir þeim kleift að starfa með íþróttafólki og félögum á öllum getustigum 

Námið er rannsóknatengt, fræðilegt og hagnýtt og lýkur með 30 eininga lokaverkefni á því áherslusviði sem nemendur velur sér. 

MSc í íþróttavísindum með áherslu á þjálfun

Felur í sér sérhæfingu í þjálfun íþróttafólks og rannsóknum á sviði íþróttafræði. Námið er samsett úr námskeiðum sem fjalla m.a. um íþróttarannsóknir og rannsóknaraðferðir, skipulag og hugmyndafræði þjálfunar og hvernig hámarka megi getu með þjálfun sem byggir á forsendum lífeðlisfræði, þjálffræði, sálfræði og næringarfræði.  

MSc í íþróttavísindum með áherslu á frammistöðugreiningu

Felur í sér sérhæfingu í greiningu á íþróttatengdum gögnum. Námið er samsett úr námskeiðum sem fjalla um íþróttavísindi og hvernig má greina og hagnýta gögn til að bæta ákvörðunartöku og árangur. Nemendur læra að greina frammistöðu  með myndbandagreiningaforritum og íþróttagreiningartækjum (t.d. GPS vesti). Einnig læra nemendur gagnavísindi. Þetta er nám fyrir öll sem hafa áhuga á að hagnýta tækni og gagnavísindi til þess bæta frammistöðu íþróttafólks. 

MSc í íþróttvísindum með áherslu á íþróttasálfræði

Felur í sér sérhæfingu í að nota gagnreyndar aðferðir íþróttasálfræðinnar til að aðstoða íþróttafólk við að hámarka árangur sinn og vellíðan á æfingum og keppni.  Einnig fjallað um hvernig megi nota aðferðir iþróttasálfræðinnar á öðrum sviðum þar sem frammistaða skiptir máli. Námið er samsett úr námskeiðum sem fjalla um íþróttavísíndi og íþróttasálfræði.

Nemendum i meistranámi i íþróttavísindum getur staðið til boða að taka starfsnám á áherslulínu sinni. 

Einstakt nám

MSc-námið í íþróttavísindum og þjálfun er einstakt hér á landi og felur í sér sérhæfingu í þjálfun keppnis- og afreksíþróttafólks og rannsóknum á sviði íþróttafræði. Nemendur fá tækifæri til að vinna verkefni í öllum námskeiðum sem tengjast þeirra áhugasviði og rík áhersla er á að tengja rannsóknir við hagnýtingu á vettvangi. Námið er samsett úr námskeiðum sem fjalla um hvernig hámarka megi frammistöðu með þjálfun sem byggir á lífeðlisfræði, þjálffræði, sálfræði, næringarfræði, tækni og skipulagi. Námið er rannsóknatengt og fræðilegt og lýkur með 30 eininga lokaverkefni.

Í meistaranáminu gefst tækifæri til að vinna sjálfstætt að stóru verkefni tengdu eigin áhugasviði.

guðrún þórbjörg sturlaugsdóttir msc í íþróttavísindum og þjálfun 2020 og med í heilsuþjálfun og kennslu 2022

Hvernig læri ég?

Flest námskeið eru kennd í sex vikna lotum.

Í fyrri hluta námsins ljúka nemendur skyldunámskeiðum. Þau eru á sviði sálrænnar þjálfunar, frammistöðugreiningar, tölfræði og aðferðafræði, mælinga og þjálfunar barna. Einnig fjalla þau um hvernig hámarka megi frammistöðu með þjálfun sem byggir á lífeðlisfræði, þjálffræði, sálfræði, næringarfræði, tækni og skipulagi. Nemendur fá tækifæri til að vinna verkefni í öllum námskeiðum sem tengjast þeirra áhugasviði.

Í síðari hluta námsins gefst nemendum tækifæri á að sníða það eftir sínu áhugasviði og þá ekki síst með rannsóknum. Náminu lýkur með 30 eininga lokaverkefni.

Framúrskarandi innlendir og erlendir fræðimenn

Erlendir fræðimenn sem eru framarlega í heiminum á sviði styrktarþjálfunar, þolþjálfunar, íþróttanæringarfræði, íþróttasálfræði og þjálfunarlífeðlisfræði koma og miðla af þekkingu sinni og reynslu til nemenda.

Samstarf við aðrar deildir

Íþróttafræðideild vinnur með öðrum deildum innan háskólans eins og til dæmis verkfræðideild sem sér um nám í heilbrigðisverkfræði. Einnig er mikið og gott samstarf við sálfræðideild. Nemendur njóta góðs af þessu samstarfi þegar þeir sinna rannsóknum og velja sér rannsóknarefni.

Kostaðar meistaranámsstöður

Íþróttafræðideild HR er með samninga við fjölmörg íþróttasambönd, svo sem KSÍ, HSÍ, KKÍ. Kennarar og nemendur sjá um mælingar á líkamlegri og sálrænni getu íþróttafólksins og veita ráðgjöf um þjálfun. 

Ný þekking

Með því að búa til nýja þekkingu á sínu áhugasviði öðlast nemendur ákveðna sérfræðiþekkingu og sérhæfingu. Þeim standa ýmsir möguleikar til boða til að kafa dýpra ofan í spurningar sem þeir myndu vilja fá svör við. Nemendur hafa til dæmis fundið svör við spurningum á borð við: 

  • „Af hverju eru gæði norska kvennalandsliðsins í handknattleik svona mikil?“
  • „Skiptir fyrsta markið í Pepsi-deildinni mestu máli?“ 
  • „Skipta fráköst meira máli í úrslitakeppninni í körfubolta?“ 
Skiptinám

Nemendur geta farið í skiptinám í samstarfsskóla eins og Molde University College í Noregi, Stirling University í Skotlandi, Íþróttaháskólann í Köln og Háskólann í Sevilla. Þessir háskólar standa allir framarlega á sviði íþróttafræði í heiminum í dag.

Ertu með spurningar um námið?

Að námi loknu

Margvísleg atvinnutækifæri bíða þeirra sem ljúka meistaranámi í íþróttafræði, svo sem við stjórnun innan íþróttahreyfingarinnar og þjálfun. Nemendur með MSc-gráðu í íþróttavísindum starfa í dag sem yfirþjálfarar íþróttafélaga, verkefnastjórar afreksíþróttasviðs, íþróttafræðingar á geðsviði, afreksþjálfarar og einkaþjálfarar svo fátt eitt sé nefnt.

Þekking að námi loknu

Við útskrift eiga nemendur m.a. að hafa þekkingu á hugmyndafræði þjálfunar og áhrifaþáttum á líkamlega og andlega heilsu íþróttamanna og kunna skil á fræðilegum grunni í aðferðafræði og helstu hugtökum og kenningum í íþróttanæringafræði.

Út í atvinnulífið

Margvísleg atvinnutækifæri bíða þeirra sem ljúka meistaranámi í íþróttafræði. Hér eru nokkrir möguleikar:

  • Þjálfun
  • Yfirþjálfarar íþróttafélaga 
  • Verkefnastjórar afreksíþróttasviðs
  • Afreks- og styrktarþjálfarar
  • Einkaþjálfarar
  • Stjórnun íþróttafélaga
  • Doktorsnám

Örnám

Námið er á meistarastigi og er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Námið er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og samanstendur af þremur 10 eininga námskeiðum í íþróttasálfræði.  Nemendur öðlast þekkingu á hvernig hægt er að bæta frammistöðu og velsæld íþróttafólks með aðferðum íþróttasálfræðinnar á mismunandi æviskeiðum sem og í mismunandi umhverfi á heildrænan hátt.  Fjallað verður um íþróttasálfræðilegt mat, hönnun íhlutunar, tengsl geðheilbrigðis og frammistöðu svo eitthvað sé nefnt.   

Námskeiðin sem nemendur taka: 

  • Sálræn þjálfun - haust
  • klínísk íþróttasálfræði - vor
  • Hagnýt íþróttasálfræði fyrir mismunandi hópa - vor

Helstu upplýsingar um námið

  • Hvenær byrjar námið? Næsta haust. 
  • Hvernig er skipulagið? Kennt í lotum, fimm vikur + eina vika í verkefnavinnu.  Að öllu jöfnu er kennt þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag frá kl. 12.40. – 15.10. 
    Fyrsti kúrsin byrjar 19 ágúst og er í 6 vikur.  Svo kemur hlé.  Fyrsti kúrs á vorönn 2025 byrjar 13 janúar og er í 6 vikur.  Svo koma c.a. 6 vikur í hlé og svo byrjar þriðji kúrsinn og er í 6 vikur.
  • Hvað kostar námið? 305.000 kr. 

    Skipulag náms

    Námið er tveggja ára, 120 ECTS nám.
    Meistaraverkefnið (E-899-THES) er 30 ECTS einingar.

    Haust
    Rannsóknir í íþróttafræðum
    E-705-RANN / 5 ECTS
    Hagnýt tölfræði
    E-707-APST / 10 ECTS
    Sálræn þjálfun
    E-708-SATH / 10 ECTS
    Þjálfunarferlið
    E-722-TCOP / 5 ECTS
    Vor
    Þjálfunarlífeðlisfræði og mælingar
    E-712-TPME / 10 ECTS
    Hugmyndafræði og skipulag þjálfunar
    E-716-PTTR / 10 ECTS
    Valnámskeið
    ID-01 / 10 ECTS
    Námstími
    2 ár
    Einingar
    120 ECTS
    Prófgráða
    MSc
    Skiptinám mögulegt
    Fjarnám mögulegt
    Nei

    Aðstaða

    Þjónusta og góður aðbúnaður

    Kennsla fer fram á netinu, í háskólabyggingu HR og á líkamsræktarstöð. Þá hefur íþróttafræðideild til umráða glæsilega aðstöðu til kennslu og rannsókna. Þar er m.a. að finna:

    • Hlaupabretti, róðrarvél og Wingate hjól og Atom X Wattbike til að meta úthald
    • Tæki til að mæla hámarkssúrefnisupptöku og mjólkursýruframleiðslu
    • Lyftingarekka, stangir, lóðaplötur, handlóð, ketilbjöllur, TRX bönd, teygjur og æfingabolta
    • Tanita mælitæki til að mæla líkamssamsetningu, fitufrían massa, hlutfall fitumassa og grunn orkuþörf
    • Ýmiskonar mælitæki til að nota á vettvangi, s.s tímahlið, stökkmottur, gripstyrktarmæli, FMS hreyfifærni próf
    • Átaksmæli frá Kinvent
    • Kennslustofur og lesherbergi
    • Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá frekari upplýsingar um aðstöðuna í HR.

    Góð þjónusta
    Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

    Verslanir og kaffihús
    Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala

    Kennarar

    Vísindamenn og sérfræðingar

    Nemendur njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna á fagsviðinu og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.

    Aðrir kennarar

    Af hverju íþróttafræði í HR?

    • Öflugt verknám
    • Gott aðgengi að kennurum
    • Samheldinn hópur nemenda
    Fara efst