Lögfræði
Hvað læri ég?
ML-nám í lögfræði er beint framhald BA-náms í lögfræði. Meistaragráðan er nauðsynleg til að geta sótt um réttindi til að gegna störfum dómara og málflytjenda.
Nemandi getur fengið allt að 7,5 einingar metnar með viðurkenndu starfsnámi.
Námið er tvö ár að lengd en það er heimilt að ljúka því á fjórum árum.
Ekki með BA-gráðu í lögfræði?
Námið hentar einnig þeim sem hafa háskólapróf úr öðrum greinum en lögfræði.
Val
Í meistaranámi í lögfræði í HR er val um áherslur og námsleiðir. Þar með hafa nemendur mikla möguleika á sérhæfingu innan lögfræðinnar og samþættingu við aðrar háskólagreinar.
Sérstök áhersla er lögð á að bjóða kjörgreinar á sviði alþjóðalaga og alþjóðaviðskipta, dómstóla og málflutnings og fjármunaréttar.
Hvernig læri ég?
Áhersla er lögð á gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð enda byggist námið að mestu leyti á einstaklingsbundinni námsáætlun, sjálfstæðri vinnu undir handleiðslu kennara og verkefnavinnu.
Allir nemendur skrifa a.m.k. 30 eininga meistararitgerð sem er skrifuð og unnin á seinna ári námsins.
Smærri hópar í kennslu
Kennsla fer fram í smærri hópum, að meðaltali með færri en 20 nemendum.
Starfsnám
Í starfsnámi vinnur nemandi undir eftirliti umsjónaraðila að lögfræðilegu verkefni eða verkefnum sem eru sannanlega til þess fallin að auka þekkingu í lögfræði og hæfni til að vinna að úrlausn lögfræðilegra verkefna.
Meistaranemar geta lokið 7,5 einingum í starfsnámi. Það á að jafngilda viðveru á vinnustað í 150 vinnustundir. Starfsnámið er hluti námsins og ólaunað.
Lifandi umræðuvettvangur
Lagadeild Háskólans í Reykjavík heldur ótal málþing og opna fyrirlestra á hverri önn. Nemendur njóta því fjölmargra tækifæra til að hlýða á fræðimenn deildarinnar fjalla um rannsóknir sínar og utanaðkomandi sérfræðinga ræða um málefni sem eru ofarlega á baugi í þjóðfélaginu.
Sveigjanleiki
Í meistaranáminu gefst nemendum tækifæri á að aðlaga námshraða að eigin þörfum en hægt er að ljúka náminu á tveimur til fjórum árum.
ML í lögfræði af alþjóðasviði
Það er hægt að útskrifast með ML-gráðu af alþjóðasviði. Skilyrði fyrir því er að hafa lokið a.m.k. 45 einingum með námskeiðum sem námsráð hefur samþykkt að séu á alþjóðasviði. Nemandi skal að auki skrifa ML-ritgerð á alþjóðasviði.
Starfsnám á alþjóðasviði eða rannsóknarverkefni getur komið í stað námskeiða samkvæmt ákvörðun námsráðs hverju sinni. Námsráð metur hvort nám erlendis falli undir alþjóðasvið. Að ósk nemenda getur matið farið fram áður en nám hefst, enda leggi nemandi fram fullnægjandi gögn um inntak námsins.
Starfsþjálfun við Mannréttindadómstól Evrópu
Samningur Lagadeilda HÍ og HR um starfsþjálfun við Mannréttindadómstól Evrópu

Að frumkvæði Oddnýjar Mjallar Arnardóttur, dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, og fyrrum prófessors við Lagadeild Háskóla Íslands og Lagadeild Háskólans í Reykjavík, hafa lagadeildir háskólanna undirritað samning við Mannréttindadómstólinn um starfsþjálfun. Samkvæmt samningnum býðst starfsþjálfun við dómstólinn einum brautskráðum kandídat árlega frá hvorri deild og skal úthlutað til kandídats sem á undangengnu skólaári hefur skilað framúrskarandi meistararitgerð um Mannréttindasáttmála Evrópu og/eða áhrif hans eða innleiðingu í landsrétt. Lagadeildirnar munu úthluta viðurkenningum til sinna kandídata í byrjun september ár hvert. Valið verður úr ritgerðum sem skilað var á undangengnu skólaári.
Ertu með spurningar um námið?
Að námi loknu
Út í atvinnulífið
Nemendur sem hafa lokið grunngráðu í lögfræði geta að loknu meistaranáminu sótt um réttindi til að gegna störfum dómara og málflytjenda.
Starfsvettvangur
Lögfræðingar starfa meðal annars við lögmanna- og dómarastörf, á lögfræðisviðum ráðuneyta, hjá embætti ríkislögreglustjóra, tollstjóra eða skattstjóra, hjá fjármálafyrirtækjum og tryggingafyrirtækjum, sem stjórnendur í fyrirtækjum, við stjórnmál, í bönkum, sem sérfræðingar hjá alþjóðastofnunum og margt fleira.
Að loknu ML-námi eiga nemendur að:
- Geta tekið afstöðu til lögfræðilegra álitaefna og sett hana fram með skýrum og rökstuddum hætti.
- Hafa þróað með sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og hæfni til að taka sjálfstæðar faglegar ákvarðanir.
- Hafa tileinkað sér gagnrýna hugsun og geta nýtt hana í störfum sínum.
- Geta miðlað lögfræðilegum upplýsingum, hugmyndum, álitaefnum og niðurstöðum í rituðu og mæltu máli til sérfræðinga og almennings bæði á íslensku og erlendu tungumáli.
- Geta tekið virkan þátt í umræðum um lögfræðileg viðfangsefni.
- Geta beitt aðferðum og verklagi lögfræðinnar og nýtt þekkingu sína og skilning við afmörkun, greiningu og úrlausn lögfræðilegra viðfangsefna.
- Geta átt frumkvæði að verkefnum, stýrt þeim og axlað ábyrgð á vinnu einstaklinga og hópa.
- Hafa öðlast færni við upplýsingaöflun, greiningu upplýsinga, mati á gildi þeirra og við að velja á milli þeirra og nýta þær.
- Vera læs á lögfræðilegar rannsóknir og niðurstöður þeirra og geti stundað doktorsnám.
- Skilja mikilvægi þess að hafa siðferðilegar grundvallarreglur í heiðri í öllum störfum sínum.
Grunngráða úr öðrum greinum
ML-gráðan veitir nemendum sem hafa grunngráðu í annarri grein en lögfræði ekki fullnaðarpróf í lögfræði heldur sérhæfingu á vinnumarkaði.
Meðal þeirra sem hafa lokið meistaranámi í lögfræði með aðra grunngráðu eru viðskiptafræðingar, læknar, stjórnmálafræðingar, arkitektar, hagfræðingar, endurskoðendur, ljósmæður, hjúkrunarfræðingar, kennarar og fleiri.
Endurmenntun fyrir útskrifaða nemendur
Útskrifuðum meistaranemum frá lagadeild HR stendur til boða að sækja námskeið í meistaranámi á 50% afslætti í lagadeild eftir að námi lýkur. Vinsamlega hafið samband við deildarskrifstofu vegna skráningar og greiðslu.
Doktorsnám PhD
Doktorsnám lagadeildar HR er á eftirfarandi réttarsviðum: Hafréttur og þjóðaréttur, skaðabótaréttur, vátryggingaréttur og sjóréttur, stjórnskipunarréttur og stjórnskipunarsaga, samanburðarstjórnskipun og almannatryggingaréttur, eignaréttur og mannréttindi.
Við kynnumst því hvernig það er að starfa sem lögfræðingur í atvinnulífinu.
Skipulag náms
Námskeiðslýsingar eru að finna í kennsluskrá.
Vissir þú?
LOGOS lögmannsþjónusta styrkir þann nemanda sem hlýtur hæstu samanlagða einkunn úr BA- og ML-námi við útskrift í júní og eftir atvikum í janúar.
Aðstaða fyrir laganema
Málflutningur í dómsal
Lagadeild hefur til umráða fullbúinn dómsal sem hannaður er frá grunni og innréttaður sem slíkur. Stofan þjónar m.a. þeim tilgangi að þjálfa nemendur í störfum dómara og lögmanna. Í dómsalnum er fullkominn tölvubúnaður, hljóðkerfi og fjórar tökuvélar sem taka upp hljóð og mynd.
Kennslustofur og lesherbergi
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá frekari upplýsingar um aðstöðuna í HR.
Góð þjónusta
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.
Verslanir og kaffihús
Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.
Kennarar
Sérsvið: Evrópuréttur, evrópskur stjórnskipunarréttur, mannréttindi, stjórnsýsluréttur, lyfjaréttur og réttarheimspeki
Sérsvið: Stjórnskipunarréttur, stjórnsýsluréttur, upplýsingaréttur og opinber starfsmannaréttur
Sérsvið: Bótaréttur, sjó- og flutningaréttur
Sérsvið: Stjórnsýsluréttur, stjórnskipunarréttur, mannréttindi, aðferðafræði og réttarheimspeki
Sérsvið: Fjölmiðlaréttur, Neytendaréttur, Réttarfar, Fjármunaréttur og Mannréttindi.
Sérsvið: Einkamálaréttarfar, málflutningur, samkeppnisréttur og fjarskiptaréttur
Sérsvið: Stjórnarhættir, félagaréttur, sjálfbærni og réttarumhverfi fjármálafyrirtækja
Sérsvið: Réttarfar og fjármunaréttur
Sérsvið: Evrópuréttur og stjórnsýsluréttur.
Sérsvið: Stjórnsýsluréttur, einkamála- og sakamálaréttarfar, skattaréttur, vinnuréttur, persónuvernd, evrópuréttur, fjármunaréttur og almenn lögfræði
Sérsvið: Þjóðaréttur, hafréttur, alþjóðlegur umhverfisréttur og loftlagsréttur
LinkedIn/Researchgate/Orcid
Sérsvið: Refsiréttur
Stundakennarar
Af hverju lögfræði í HR?
- Í ML-náminu er kennt í hópum með færri en 30 nemendur að meðaltali
- Öflugt starfsnám
- Verkefnatengt laganám með þjálfun í lausn raunhæfra verkefna
- Góður fræðilegur grunnur með öflugum kennurum
- Fjölbreytt námsmat: miðanna- og lokapróf gilda að hámarki 50% í meistaranáminu