Námið
Rannsóknir
HR
Sálfræðideild

Hagnýt-
atferlisgreining

Námstími
2 ár
Einingar
120 ECTS
Prófgráða
MSc
Skiptinám mögulegt
Fjarnám mögulegt
Nei

Hvað læri ég?

Hagnýt atferlisgreining (e. Applied Behaviour Analysis) er vísindagrein byggð á grunnlögmálum um nám og hegðun. Megin sérstaða atferlisfræðinga er þekking og notkun á gagnreyndum aðferðum við að meta hegðun og hanna aðferðir til að kenna færni með hagsmuni skjólstæðinga að leiðarljósi. 

Boðið er upp á hlutanám fyrir þau sem hafa tækifæri til að sameina nám og hlutastarf á vettvangi þar sem hagnýt atferlisgreining nýtist í starfi.

Hvernig læri ég?

Kennsla fer fram með fjölbreyttum aðferðum svo sem fyrirlestrum, þátttöku nemenda í tíma, verkefnum, umræðum ofl. Að auki fer kennsla fram á vettvangi þar sem nemendur njóta handleiðslu atferlisfræðinga yfir 3 annir.

  • Ætlast er til að nemendur taki virkan þátt í tímum.
  • Kennt er á ensku.
Markmið námsins

Okkar stefna er að kenna og miðla vísindalegri þekkingu um lögmál hegðunar og hvernig beita á aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar á fjölbreyttum vettvangi með siðgæði, sjálfræði, lífsgæði og velferð skjólstæðinga að leiðarljósi. Jafnframt að viðhalda sterkum tengslum við fagfólk þar sem  unnið er að bættri þjónustu, fyrir einstaklinga og hópa, sem byggir á gagnreyndum aðferðum. Að lokum er markmiðið að bæta við þekkingu á gagnreyndum aðferðum í hagnýtri atferlisgreiningu með rannsóknum og birtingum í ritrýndum tímaritum. 

Markmið (objective) námsins er að útskrifa nemendur sem meðal annars:

  • Hafa þekkingu á grunn lögmálum og vísindum atferlisgreiningar
  • Hafa tileinkað sér gagnreyndar aðferðir og fengið markvissa þjálfun í að beita þeim á vettvangi
  • Fylgja og þekkja siðareglur sem varða vinnu með viðkvæmum hópum
  • Hafa hagsmuni skjólstæðinga að leiðarljósi
  • Geta unnið í þverfaglegu teymi
  • Geta metið færni skjólstæðinga og sett upp einstaklingsmiðuð markmið
  • Geta nýtt aðferðir atferlisgreiningar við að meta áhrif íhlutunar
  • Geta sinnt rannsóknum í atferlisgreiningu
  • Geta miðlað vísindalegri þekkingu
  • Geta þjálfað aðra í gagnreyndum aðferðum

Helsti kostur námsins er sá að fá að vinna með og læra af áhugasömum og skemmti- legum kennurum sem hafa mikla reynslu í sínu starfi. Kennararnir líta á þig sem jafningja þannig að þér finnst það sem þú hefur fram að færa skipta máli og um leið gerir þú auknar kröfur til sjálfrar þín.

Arndís Björg Ólafsdóttir
MSc í hagnýtri atferlisgreiningu 2023

Að námi loknu

Atferlisfræðingar vinna með fólki á öllum aldri og í mismunandi aðstæðum, svo sem í skólum og leikskólum, á hjúkrunarheimilum, spítölum, og almennum vinnustöðum. Viðfangsefni atferlisfræðinga eru mjög fjölbreytt en fela alltaf í sér einstaklingsmiðaða nálgun byggða á vísindalegri þekkingu sem unnin er í samvinnu við og byggir á þörfum skjólstæðinga.

Í framhaldsnámi mínu í atferlisgreiningu var mikil áhersla á að kenna nemendum gagnreyndar aðferðir til þess að skoða hegðun fólks, kenna nýja og mikilvæga færni sem draga úr hegðunarvanda. Námið var góð viðbót fyrir mig sem þroskaþjálfi og gerði mig að betri fagmanneskju sem og opnaði fyrir fleiri atvinnumöguleika.

Ása Rún Ingimarsdóttir
MSc & BCBA frá Western New England University
Atferlisfræðingur í Klettaskóla
Vottun

Að námi loknu hefur nemandi lokið bóklegum hluta náms sem veitir sérfræðivottun (Board Certified Behaviour Analyst Examination) í atferlisgreiningu.

Til að öðlast vottun þarf bæði að ljúka bóklegum hluta og verklegri þjálfun undir handleiðslu sérfræðings og standast próf sem alþjóðleg vottunarnefnd atferlisfræðinga (Behavior Analyst Certification Board) stendur fyrir.

MSc-námið í hagnýtri atferlisgreiningu við HR er eina námið á Íslandi sem hlotið hefur slíkt samþykki.

Þann 1. janúar 2023 tóku þær reglur gildi að vottunin er aðeins gild fyrir þau sem búa í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Bretlandi. Nemendur er búa utan þeirra landa eða heimsálfa er bent á að leita sér upplýsinga á vefsíðu BACB

Ertu með spurningar um námið?

Berglind Sveinbjörnsdóttir
Lektor og forstöðumaður MSc náms í hagnýtri atferlisgreiningu
Umsókn og fylgigögn
  • Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og eftirtöldum fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið:
  • Staðfest afrit af prófskírteini og námsferilsyfirliti.
  • Yfirlit yfir náms- og starfsferil (ferilskrá á ensku eða íslensku).
  • Greinargerð: Hvers vegna sækir þú um námið og hvert er markmið þitt með náminu? Greinargerð skal vera allt að 300 orð og skilað á pdf-formi í gegnum umsóknarkerfi. 
  • Matsblað: Að minnsta kosti eitt matsblað á að fylgja umsókn. Matsblað skal koma frá einstaklingi sem er hæfur til meta getu umsækjenda til að takast á við námið. Matsblaðið má vera á ensku eða íslensku og á að berast beint frá viðkomandi meðmælanda til verkefnastjóra námsins á netfangið hildur@ru.is. Vinsamlega biðjið meðmælanda að fylla út matsblað og senda það svo á pdf formi.
  • Matsblað fyrir meðmælendur
  • Referee evaluation form

Nemendur þurfa að framvísa sakavottorði við upphaf náms á skrifstofu skólans. Kallað er eftir fyrrnefndum upplýsingum þar sem námið felur í sér verknám á staði þar sem unnið er með viðkvæmum hópum. Á þessum stöðum er almennt óheimilt að ráða inn einstaklinga sem hafa hlotið refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hefningarlaga nr. 19/1940. Verknám þetta er mikilvægur þáttur námsins og er forsenda fyrir útskrift úr námslínunni. Það þarf ekki að skila inn sakavottorði með umsókn.

Skipulag náms

*Umsækjendur sem þegar hafa lokið meistaranámi í sálfræði, menntavísindum eða skyldum greinum (meistaranám samþykkt af BCBA) geta sótt um að taka BCBA námskeiðaröðina (42 ECTS). 

Haust
Hugtök og lögmál hagnýtrar atferlisgreiningar
E-706-HULO / 6 ECTS
Rannsóknaraðferðir atferlisgreiningar
E-707-RAAT / 6 ECTS
Early Intensive Behaviour Intervention
E-705-ERIN / 6 ECTS
Ethics: BACB Compliance Code
E-704-ETHI / 6 ECTS
Experimental Analysis of Behaviour
E-708-TEAB / 6 ECTS
Vor
Applied project I
E-710-APP1 / 6 ECTS
Behaviour Assessment (GRMA)
E-706-BEAS / 6 ECTS
Behaviour Interventions I/GRAT
E-707-BIN1 / 4 ECTS
Philosophy of Behaviour Analysis
E-708-PHIL / 6 ECTS
Research Thesis I
E-901-RES1 / 8 ECTS

The Association for Behavior Analysis International has verified the following courses toward the coursework requirements for eligibility to take the Board Certified Behavior Analyst® or Board Certified Assistant Behavior Analyst® examination. Applicants will need to meet additional eligibility requirements and demonstrate they reside in an authorized country and province [Canada] before they can be deemed eligible to take the examination.”

“Effective January 1, 2023, only individuals who reside in the United States (US), Canada, Australia, and the United Kingdom (UK) may apply for BACB certification. Students interested in BACB certification should review the BACB's International Development & Support website: https://www.bacb.com/international-development/” Programs in Ontario, Canada, should direct students to the section Changes to Ontario Certification.

Aðstaða

Verkleg kennsla á margvíslegum vettvangi

Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Því er aðstaða til verklegrar kennslu til fyrirmyndar og hafa nemendur í sálfræði aðgang að fullbúinni rannsóknarstofu.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá frekari upplýsingar um aðstöðuna í HR.  

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Kennarar

Sjá fleiri kennara

Af hverju hagnýt atferlisgreining í HR?

  • Námskeiðaröð viðurkennd af alþjóðasamtökum í atferlisgreiningu (ABAI)
  • Áhersla á sterkan fræðilegan grunn
  • Áhersla á gagnreyndar aðferðir við að meta og leysa margskonar áskoranir
  • Áhersla á að miðla rannsóknum í atferlisgreiningu á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Við mælum með að fylgja Instagram síðu okkar BARLAB@ru (The Behaviour Analysis Research Lab at RU)
  • Kennum nemendum að beita aðferðum atferlisgreiningar á fjölbreyttum vettvangi svo sem í skólum, sérskólum, spítölum,hjúkrunarheimilum, fyrirtækjum, í ráðgjöf ofl.
  • Innlendir og erlendir sérfræðingar kenna nemendum
Fara efst